Erum við saman í sókn? Halla Helgadóttir skrifar 15. maí 2020 09:00 Hvernig sem á það er litið þá er niðurstaða útboðsins á markaðsátakinu „Saman í sókn“ sem M&C Saatchi stofan var valin til að leiða dapurleg og í ljósi aðstæðna pínleg fyrir skapandi greinar á Íslandi. Hönnunarmiðstöð Íslands lagði strax til við stjórnvöld, þegar verkefnið fór af stað, að þessar 1500 milljónir yrðu nýttar með skapandi og faglegri nálgun í þágu fjölbreytilegra greina, sb. eftirfarandi: „Tryggja að fjárfesting í erlenda markaðssókn, sem laða á erlendi gesti og ferðmenn til landsins, verði unnin af og byggð á framúrskarandi íslensku hugviti og varpi ljósi á raunveruleg íslensk verðmæti, náttúru, sköpun, sögur og upplifun. Megin áhersla verður á að efla og markaðssetja íslenska ferðaþjónustu. Til að ná því markmiði má leggja áherslu á áhugaverð verkefni, fyrirtæki og sögur til að vekja áhuga á landinu og ýta jafnframt undir markaðssetningu annarra geira atvinnulífs og menningar með fréttaflutningi og kynningum. Tryggja að framúrskarandi íslenskir aðilar leiði verkefnið og efla þannig íslenskt atvinnulíf, þekkingu og störf í skapandi greinum.“ Íslandsstofu var falið að leiða þessa vinnu. Það kom á óvart að það virtist ekki eiga sér stað neitt stefnumótandi samtal í upphafi um nálgun, hugmyndafræði eða nýjar leiðir, t.d. með aðkomu fulltrúa ferðaþjónustu, skapandi greina og fjölbreytilegs atvinnulífs. Strax var valin sú nálgun að verja langstærstum hluta fjárins í birtingar í erlendum miðlum og fara í hefðbundið útboðsferli um gerð auglýsinga- og kynningarefnis. Aðferð sem fagfólk veit ósköp vel að getur skilað tilviljanakenndri niðurstöðu. Okkur eru ljósar reglur evrópska efnahagssvæðisins og erum fylgjandi heilbrigðri samkeppni, þvert á lönd og höf. En vitum líka að stefnumótandi ákvarðanir í upphafi hafa allt að segja um hvernig spilast úr málum í framhaldinu. Stjórnvöld eru að veita stórum upphæðum úr sameiginlegum sjóðum, sem verður að verja með ábyrgum hætti í ljósi aðstæðna sem Covid-19 hefur skapað um allan heim. Það er ekkert hefðbundið eða venjulegt við stöðuna sem við erum í og þess vegna er sérstök ástæða til skoða nýjar aðferðir og nálgun við verkefni eins og þetta. Hönnunarmiðstöð reyndi að benda á þetta í upphafi, enda óttuðumst við að ferlið myndi einmitt skila þeirri niðurstöðu sem nú liggur fyrir, og vissum að það myndi mælast afskaplega illa fyrir. Hér á landi er til mikil þekking og reynsla, enda hefur Ísland vakið alþjóðlega athygli í kjölfar efnahagshrunsins fyrir frábæra frammistöðu á fjöldamörgum sviðum allt frá íþróttum yfir í listir og fyrir fáheyrða uppbyggingu ferðaþjónustu m.a. vegna frammistöðu í erlendri markaðssókn. Það er óþægileg þversögn að niðurstaða útboðsferilsins er í sjálfu sér slæm fyrir ímynd Íslands, ekki bara fyrir skapandi greinar sem þó hafa borið hróður landsins víða um heim. Svo er álitamál hvort útboð svona verkefnis sé raunverulega ábyrg, örugg og réttlát leið að niðurstöðu eða hvort hún sé tilviljunum háð, sb. hversu litlu munaði í efstu sætunum. Ramminn og keppnisgögnin ákvarða leiðina og þar með niðurstöðuna og mesta ábyrgðin felst í ákvörðunum sem teknar eru í upphafi ferlisins. Gerðar eru miklar og strangar kröfur til þeirra sem taka þátt í útboði og ekkert má út af bregða. Skv. samtali við nokkra þátttakendur má gera ráð fyrir hver um sig hafi varið á bilinu 4-500 klst. í gerð tilboðsgagna. Miðað við fremur lágt tímaverð og fjölda þátttakenda má færa rök fyrir að heildarkostnaður við vinnu allra þátttakenda sé ekki lægri en 100 milljónir. Þess vegna fylgir því líka mikil ábyrgð að efna til útboða og gera þarf kröfur um að þau þjóni tilganginum með óyggjandi hætti. Hvernig er tryggt að keppendur hafi allar upplýsingar sem þeir þurfa til að búa til samanburðarhæfar tillögur, hvaða kröfur eru gerðar um menntun, þekkingu, reynslu og samsetningu valnefndar, er hægt að meta skapandi vinnu með stærðfræðilegum mælistikum. Er sanngjarnt að dæma svona vinnu án þess að hitta keppendur, var lélegt netsamband, var einhver í símanum, hefur framkoma þeirra sem kynna verkin, rödd og tungumál eitthvað að segja. Leiddist einhverjum tónlistin í vídeóinu eða fílaði ekki litina. Staðreyndin er að í samkeppnum/útboðum þar sem beðið er um hugmyndir og tillögur um framkvæmd verulega umfangsmikilla og huglægra verkefna út frá mjög afmörkuðum upplýsingum, hefur keppandinn ekki forsendur til annars en að draga upp fremur einfalda mynd af því sem gæti orðið. Kapp er lagt á að heilla valnefnd með öllum tiltækum ráðum og þar geta ýmis smáatriði ráðið miklu. Ekkert samtal á sér stað um leiðir, engin sameiginleg stefnumótun eða hugmyndavinna né annað sem þarf til að samstarf sem þetta verði virkilega gott og árangursríkt. Mögulega má líkja þessu við að halda útboð um byggingu brúar sem ekki er búið hanna né ákveða hvar á að vera. Þetta eru vangaveltur um aðferðafræði og nálgun við framkvæmd verkefnisins í heild sem ákvarðar niðurstöðuna sem blasir við núna. Hér er ekki verið að draga heilindi eða getu fólksins sem mótaði, vann við eða tók þátt í þessu útboði í efa, enda höfum við engar forsendur til þess og reyndar heyrt margt jákvætt um ferlið frá þátttakendum. Staðreyndin er að frábært tækifæri hefur flogið út um gluggann, og eftir situr fjöldi reynslumikils fagfólks á sviði skapandi greina á Íslandi, margt verkefna- og jafnvel atvinnulaust á meðan „flottur frá útlöndum“ hleypur um og reynir að skilja hvað við stöndum fyrir. Höfundur er framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auglýsinga- og markaðsmál Tíska og hönnun Halla Helgadóttir Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig sem á það er litið þá er niðurstaða útboðsins á markaðsátakinu „Saman í sókn“ sem M&C Saatchi stofan var valin til að leiða dapurleg og í ljósi aðstæðna pínleg fyrir skapandi greinar á Íslandi. Hönnunarmiðstöð Íslands lagði strax til við stjórnvöld, þegar verkefnið fór af stað, að þessar 1500 milljónir yrðu nýttar með skapandi og faglegri nálgun í þágu fjölbreytilegra greina, sb. eftirfarandi: „Tryggja að fjárfesting í erlenda markaðssókn, sem laða á erlendi gesti og ferðmenn til landsins, verði unnin af og byggð á framúrskarandi íslensku hugviti og varpi ljósi á raunveruleg íslensk verðmæti, náttúru, sköpun, sögur og upplifun. Megin áhersla verður á að efla og markaðssetja íslenska ferðaþjónustu. Til að ná því markmiði má leggja áherslu á áhugaverð verkefni, fyrirtæki og sögur til að vekja áhuga á landinu og ýta jafnframt undir markaðssetningu annarra geira atvinnulífs og menningar með fréttaflutningi og kynningum. Tryggja að framúrskarandi íslenskir aðilar leiði verkefnið og efla þannig íslenskt atvinnulíf, þekkingu og störf í skapandi greinum.“ Íslandsstofu var falið að leiða þessa vinnu. Það kom á óvart að það virtist ekki eiga sér stað neitt stefnumótandi samtal í upphafi um nálgun, hugmyndafræði eða nýjar leiðir, t.d. með aðkomu fulltrúa ferðaþjónustu, skapandi greina og fjölbreytilegs atvinnulífs. Strax var valin sú nálgun að verja langstærstum hluta fjárins í birtingar í erlendum miðlum og fara í hefðbundið útboðsferli um gerð auglýsinga- og kynningarefnis. Aðferð sem fagfólk veit ósköp vel að getur skilað tilviljanakenndri niðurstöðu. Okkur eru ljósar reglur evrópska efnahagssvæðisins og erum fylgjandi heilbrigðri samkeppni, þvert á lönd og höf. En vitum líka að stefnumótandi ákvarðanir í upphafi hafa allt að segja um hvernig spilast úr málum í framhaldinu. Stjórnvöld eru að veita stórum upphæðum úr sameiginlegum sjóðum, sem verður að verja með ábyrgum hætti í ljósi aðstæðna sem Covid-19 hefur skapað um allan heim. Það er ekkert hefðbundið eða venjulegt við stöðuna sem við erum í og þess vegna er sérstök ástæða til skoða nýjar aðferðir og nálgun við verkefni eins og þetta. Hönnunarmiðstöð reyndi að benda á þetta í upphafi, enda óttuðumst við að ferlið myndi einmitt skila þeirri niðurstöðu sem nú liggur fyrir, og vissum að það myndi mælast afskaplega illa fyrir. Hér á landi er til mikil þekking og reynsla, enda hefur Ísland vakið alþjóðlega athygli í kjölfar efnahagshrunsins fyrir frábæra frammistöðu á fjöldamörgum sviðum allt frá íþróttum yfir í listir og fyrir fáheyrða uppbyggingu ferðaþjónustu m.a. vegna frammistöðu í erlendri markaðssókn. Það er óþægileg þversögn að niðurstaða útboðsferilsins er í sjálfu sér slæm fyrir ímynd Íslands, ekki bara fyrir skapandi greinar sem þó hafa borið hróður landsins víða um heim. Svo er álitamál hvort útboð svona verkefnis sé raunverulega ábyrg, örugg og réttlát leið að niðurstöðu eða hvort hún sé tilviljunum háð, sb. hversu litlu munaði í efstu sætunum. Ramminn og keppnisgögnin ákvarða leiðina og þar með niðurstöðuna og mesta ábyrgðin felst í ákvörðunum sem teknar eru í upphafi ferlisins. Gerðar eru miklar og strangar kröfur til þeirra sem taka þátt í útboði og ekkert má út af bregða. Skv. samtali við nokkra þátttakendur má gera ráð fyrir hver um sig hafi varið á bilinu 4-500 klst. í gerð tilboðsgagna. Miðað við fremur lágt tímaverð og fjölda þátttakenda má færa rök fyrir að heildarkostnaður við vinnu allra þátttakenda sé ekki lægri en 100 milljónir. Þess vegna fylgir því líka mikil ábyrgð að efna til útboða og gera þarf kröfur um að þau þjóni tilganginum með óyggjandi hætti. Hvernig er tryggt að keppendur hafi allar upplýsingar sem þeir þurfa til að búa til samanburðarhæfar tillögur, hvaða kröfur eru gerðar um menntun, þekkingu, reynslu og samsetningu valnefndar, er hægt að meta skapandi vinnu með stærðfræðilegum mælistikum. Er sanngjarnt að dæma svona vinnu án þess að hitta keppendur, var lélegt netsamband, var einhver í símanum, hefur framkoma þeirra sem kynna verkin, rödd og tungumál eitthvað að segja. Leiddist einhverjum tónlistin í vídeóinu eða fílaði ekki litina. Staðreyndin er að í samkeppnum/útboðum þar sem beðið er um hugmyndir og tillögur um framkvæmd verulega umfangsmikilla og huglægra verkefna út frá mjög afmörkuðum upplýsingum, hefur keppandinn ekki forsendur til annars en að draga upp fremur einfalda mynd af því sem gæti orðið. Kapp er lagt á að heilla valnefnd með öllum tiltækum ráðum og þar geta ýmis smáatriði ráðið miklu. Ekkert samtal á sér stað um leiðir, engin sameiginleg stefnumótun eða hugmyndavinna né annað sem þarf til að samstarf sem þetta verði virkilega gott og árangursríkt. Mögulega má líkja þessu við að halda útboð um byggingu brúar sem ekki er búið hanna né ákveða hvar á að vera. Þetta eru vangaveltur um aðferðafræði og nálgun við framkvæmd verkefnisins í heild sem ákvarðar niðurstöðuna sem blasir við núna. Hér er ekki verið að draga heilindi eða getu fólksins sem mótaði, vann við eða tók þátt í þessu útboði í efa, enda höfum við engar forsendur til þess og reyndar heyrt margt jákvætt um ferlið frá þátttakendum. Staðreyndin er að frábært tækifæri hefur flogið út um gluggann, og eftir situr fjöldi reynslumikils fagfólks á sviði skapandi greina á Íslandi, margt verkefna- og jafnvel atvinnulaust á meðan „flottur frá útlöndum“ hleypur um og reynir að skilja hvað við stöndum fyrir. Höfundur er framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun