Fréttir á tímum veirunnar Hjálmar Jónsson skrifar 6. apríl 2020 18:00 Aldrei er mikilvægi upplýsingakerfis samfélagsins og ritstýrðra fjölmiðla, sem bera það uppi, augljósara en á tímum eins og þessum þegar öllu skiptir að almenningur fái áreiðanlegar og greinargóðar upplýsingar um aðstæður í samfélaginu og ástæður aðgerða sem allur almenningur þarf að taka þátt í til þess að þær nái tilætluðum árangri. Skilningi á þessum veruleika er ekki síst að þakka það hversu vel hefur tekist til við að virkja allan almenning í baráttu við þann vágest sem veiran COVID-19 sannarlega er. Daglegir upplýsingafundir þríeykisins frá upphafi faraldursins eru til fyrirmyndar og forsenda þess trúverðugleika sem aðgerðir til þess að berjast við hann hafa í huga almennings. Gagnsæi og gagnrýnin umfjöllun er það sem fólk horfir til á tímum eins og þessum og mikilvægi hefðbundinna fjölmiðla er meira en ella vegna útbreiddrar notkunar samfélagsmiðla og viðhorfa sem þar koma fram sem oft og tíðum eiga sér ekki stoð í veruleikanum. Almenningur þarf sannreyndar upplýsingar og þær fær hann í hefðbundnum ritstýrðum fjölmiðlum. Nú þarf ekki að fjölyrða um erfiðar rekstraraðstæður einkarekinna fjölmiðla hér á landi og annars staðar í heiminum. Fáar ef nokkrar starfsgreinar hafa mátt þola jafn stórfelldar breytingar og fölmiðlar hafa mátt upplifa á síðustu 30 árum. Margvíslega tækifæri eru vissulega fólgin í þeirri þróun, að mínu mati, en það breytir ekki þeirri staðreynd að tekjumódel fjölmiðla er í uppnámi og hefur verið síðustu 15-20 árin. Það er augljóst öllum sem til þekkja að komið er að sársaukamörkum í þeim efnum. Almenningur þarf að fjármagna upplýsingakerfi samfélagsins með einum eða öðrum hætti nú um stundir, eins og hann gerði forðum með áskrfitum sínum, sem jafnframt voru lengst af undirstaða auglýsingatekna hefðbundinna fjölmiðla. Almenningur fjármagnar auðvitað fjölmiðla í samfélagseigu, eins og hefð er fyrir, en við þurfum að horfa til þess hvernig hægt er að tryggja rekstrargrunn einkrekinna fjölmiðla einnig. Stærstur hluti frétta sem birtast daglega og eiga erindi við almenning er birtur í þeim. Menntamálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um stuðningt við fjölmiðla. Það er góðra gjalda vert, þó mun lengra þurfi að ganga að mínu viti. Aðstæður nú kalla hins vegar á aðgerðir strax. Það er augljóst að fjölmiðlar eru að verða fyrir tekjutapi vegna þeirra hremminga sem efnahagslífið er í vegna faraldursins. Það er jafn augljóst að fjölmiðlar geta ekki nýtt sér úrræði um skert starfshlutfall, þar sem að aldrei er meiri þörf fyrir upplýsta og vandaða umfjöllun en einmitt nú. Nágrannar okkar í Danmörku og Svíþjóð hafa þegar brugðist við með sértækum aðgerðum til styrktar fjölmiðlum og ég vil hér með skora á íslensk stjórnvöld að bregðast við með sambærilegum hætti. Stjórnvöld hafa hingað til sýnt að þau geta brugðist við hratt og markvisst og ég hef fulla trú á að þau geti einnig gert það í þessum efnum. Höfundur er formaður BÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjálmar Jónsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Aldrei er mikilvægi upplýsingakerfis samfélagsins og ritstýrðra fjölmiðla, sem bera það uppi, augljósara en á tímum eins og þessum þegar öllu skiptir að almenningur fái áreiðanlegar og greinargóðar upplýsingar um aðstæður í samfélaginu og ástæður aðgerða sem allur almenningur þarf að taka þátt í til þess að þær nái tilætluðum árangri. Skilningi á þessum veruleika er ekki síst að þakka það hversu vel hefur tekist til við að virkja allan almenning í baráttu við þann vágest sem veiran COVID-19 sannarlega er. Daglegir upplýsingafundir þríeykisins frá upphafi faraldursins eru til fyrirmyndar og forsenda þess trúverðugleika sem aðgerðir til þess að berjast við hann hafa í huga almennings. Gagnsæi og gagnrýnin umfjöllun er það sem fólk horfir til á tímum eins og þessum og mikilvægi hefðbundinna fjölmiðla er meira en ella vegna útbreiddrar notkunar samfélagsmiðla og viðhorfa sem þar koma fram sem oft og tíðum eiga sér ekki stoð í veruleikanum. Almenningur þarf sannreyndar upplýsingar og þær fær hann í hefðbundnum ritstýrðum fjölmiðlum. Nú þarf ekki að fjölyrða um erfiðar rekstraraðstæður einkarekinna fjölmiðla hér á landi og annars staðar í heiminum. Fáar ef nokkrar starfsgreinar hafa mátt þola jafn stórfelldar breytingar og fölmiðlar hafa mátt upplifa á síðustu 30 árum. Margvíslega tækifæri eru vissulega fólgin í þeirri þróun, að mínu mati, en það breytir ekki þeirri staðreynd að tekjumódel fjölmiðla er í uppnámi og hefur verið síðustu 15-20 árin. Það er augljóst öllum sem til þekkja að komið er að sársaukamörkum í þeim efnum. Almenningur þarf að fjármagna upplýsingakerfi samfélagsins með einum eða öðrum hætti nú um stundir, eins og hann gerði forðum með áskrfitum sínum, sem jafnframt voru lengst af undirstaða auglýsingatekna hefðbundinna fjölmiðla. Almenningur fjármagnar auðvitað fjölmiðla í samfélagseigu, eins og hefð er fyrir, en við þurfum að horfa til þess hvernig hægt er að tryggja rekstrargrunn einkrekinna fjölmiðla einnig. Stærstur hluti frétta sem birtast daglega og eiga erindi við almenning er birtur í þeim. Menntamálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um stuðningt við fjölmiðla. Það er góðra gjalda vert, þó mun lengra þurfi að ganga að mínu viti. Aðstæður nú kalla hins vegar á aðgerðir strax. Það er augljóst að fjölmiðlar eru að verða fyrir tekjutapi vegna þeirra hremminga sem efnahagslífið er í vegna faraldursins. Það er jafn augljóst að fjölmiðlar geta ekki nýtt sér úrræði um skert starfshlutfall, þar sem að aldrei er meiri þörf fyrir upplýsta og vandaða umfjöllun en einmitt nú. Nágrannar okkar í Danmörku og Svíþjóð hafa þegar brugðist við með sértækum aðgerðum til styrktar fjölmiðlum og ég vil hér með skora á íslensk stjórnvöld að bregðast við með sambærilegum hætti. Stjórnvöld hafa hingað til sýnt að þau geta brugðist við hratt og markvisst og ég hef fulla trú á að þau geti einnig gert það í þessum efnum. Höfundur er formaður BÍ
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun