Súperstjörnur NBA héldu fund og voru sammála um að klára tímabilið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2020 12:30 LeBron James og Chris Paul eru báðir áhrifamiklir meðal leikmanna NBA deildarinnar. Getty/Harry How NBA-deildin er að skoða sína stöðu og framhaldið á tímum kórónuveirunnar. Ef nokkrar af stærstu stjörnum deildarinnar fengu að ráða þá ættu menn að finna leiðir til að klára tímabilið. Chris B. Haynes á Yahooo hefur heimildir fyrir því að nokkrar af stærstu stjörnum NBA-deildarinnar hafi hist á fjarfundi og rætt saman. Niðurstaðan frá þeim fundi var að þessar súperstjörnur væru sammála um að klára tímabilið. Leikmennirnir eru LeBron James, Chris Paul, Damian Lillard, Giannis Antetokounmpo, Russell Westbrook, Kevin Durant, Kawhi Leonard og Stephen Curry. Það gerist ekki mikið stærra en það. Þessir leikmenn hafa nú sameinaast í því að pressa á það að það verði leitað af öllum mögulegum leiðum til að klára tímabilið en þeir eru jafnframt sammála um það að það þurfi að hugsa vel um öll öryggisatriði og fá grænt ljós frá yfirvöldum. Yahoo Sources: NBA superstars LeBron James, Chris Paul, Damian Lillard, Giannis Antetokounmpo, Russell Westbrook, Kevin Durant, Kawhi Leonard and Stephen Curry held private conference call on Monday and established united front in favor of resuming season. https://t.co/FZJfgP6WDu pic.twitter.com/6AZOWe0AXo— Chris Haynes (@ChrisBHaynes) May 12, 2020 Leikmannasamtökin í NBA hafa verið að biðla til leikmanna um að svara óformlegri könnum um það hvort þeir vilji spila eða ekki. Það að þessar súperstjörnur segja já mun örugglega hafa mikil áhrif á skoðun margra þessara leikmanna. Síðasti leikurinn í NBA deildinni fór fram 11. mars síðastliðinn og að öllu eðlilegu ætti úrslitakeppnin að vera komin alla leið í úrslit deildanna. Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar, ræddi við leikmenn á fjarfundi á föstudaginn og þar gat hann skiljanlega ekki gulltryggt öryggi leikmanna í þeirri borg sem þeir myndu halda sig á meðan keppnin væri kláruð. Hann fullvissaði leikmennina hins vegar um það að NBA myndi leita allra leiða til að búa til eins öruggt umhverfi og hægt væri fyrir leikmenn og starfsmenn. Meirihluti leikmanna er sagður vilja sleppa restinni af deildarkeppninni og einblína frekar á það að klára sextán liða úrslitakeppni hvernig sem hún mun fara fram. Leikmenn sem eiga ekki möguleika á að spila í úrslitakeppninni eru nefnilega ekki mjög spenntir fyrir að þurfa að spila þá leiki sem eru eftir af deildarkeppninni. Peningamálin eru líka hluti af þessu en ef tímabilið verður flautað af þá mun það hafa áhrif á næsta samning milli NBA og leikmannasamtakanna. Minni hagnaður liðanna þýðir minni pening til skiptanna fyrri leikmenn í formi lægra launaþaks. Adam Silver segist ekki þurfa að taka endanlega ákvörðun fyrr en í júní og ætti því að eiga nokkrar vikur upp á að hlaupa til að finna bestu lausnina. NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Sjá meira
NBA-deildin er að skoða sína stöðu og framhaldið á tímum kórónuveirunnar. Ef nokkrar af stærstu stjörnum deildarinnar fengu að ráða þá ættu menn að finna leiðir til að klára tímabilið. Chris B. Haynes á Yahooo hefur heimildir fyrir því að nokkrar af stærstu stjörnum NBA-deildarinnar hafi hist á fjarfundi og rætt saman. Niðurstaðan frá þeim fundi var að þessar súperstjörnur væru sammála um að klára tímabilið. Leikmennirnir eru LeBron James, Chris Paul, Damian Lillard, Giannis Antetokounmpo, Russell Westbrook, Kevin Durant, Kawhi Leonard og Stephen Curry. Það gerist ekki mikið stærra en það. Þessir leikmenn hafa nú sameinaast í því að pressa á það að það verði leitað af öllum mögulegum leiðum til að klára tímabilið en þeir eru jafnframt sammála um það að það þurfi að hugsa vel um öll öryggisatriði og fá grænt ljós frá yfirvöldum. Yahoo Sources: NBA superstars LeBron James, Chris Paul, Damian Lillard, Giannis Antetokounmpo, Russell Westbrook, Kevin Durant, Kawhi Leonard and Stephen Curry held private conference call on Monday and established united front in favor of resuming season. https://t.co/FZJfgP6WDu pic.twitter.com/6AZOWe0AXo— Chris Haynes (@ChrisBHaynes) May 12, 2020 Leikmannasamtökin í NBA hafa verið að biðla til leikmanna um að svara óformlegri könnum um það hvort þeir vilji spila eða ekki. Það að þessar súperstjörnur segja já mun örugglega hafa mikil áhrif á skoðun margra þessara leikmanna. Síðasti leikurinn í NBA deildinni fór fram 11. mars síðastliðinn og að öllu eðlilegu ætti úrslitakeppnin að vera komin alla leið í úrslit deildanna. Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar, ræddi við leikmenn á fjarfundi á föstudaginn og þar gat hann skiljanlega ekki gulltryggt öryggi leikmanna í þeirri borg sem þeir myndu halda sig á meðan keppnin væri kláruð. Hann fullvissaði leikmennina hins vegar um það að NBA myndi leita allra leiða til að búa til eins öruggt umhverfi og hægt væri fyrir leikmenn og starfsmenn. Meirihluti leikmanna er sagður vilja sleppa restinni af deildarkeppninni og einblína frekar á það að klára sextán liða úrslitakeppni hvernig sem hún mun fara fram. Leikmenn sem eiga ekki möguleika á að spila í úrslitakeppninni eru nefnilega ekki mjög spenntir fyrir að þurfa að spila þá leiki sem eru eftir af deildarkeppninni. Peningamálin eru líka hluti af þessu en ef tímabilið verður flautað af þá mun það hafa áhrif á næsta samning milli NBA og leikmannasamtakanna. Minni hagnaður liðanna þýðir minni pening til skiptanna fyrri leikmenn í formi lægra launaþaks. Adam Silver segist ekki þurfa að taka endanlega ákvörðun fyrr en í júní og ætti því að eiga nokkrar vikur upp á að hlaupa til að finna bestu lausnina.
NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Sjá meira