Sjúkraþjálfun eftir heimsfaraldur Björn Hákon Sveinsson skrifar 13. maí 2020 08:30 Nú þegar sjúkraþjálfunarstofur hafa opnað aftur eftir rýmkun samkomubanns hafa biðlistar í sjúkraþjálfun almennt farið minnkandi. Það gerist þvert á spár sjúkraþjálfara. Þeir spáðu því að vegna mikillar kyrrsetu heimavinnandi fólks í misgóðum líkamsstöðum síðustu mánuði væri fólk upp til hópa annað hvort hangandi á húninum hjá sjúkraþjálfurum eða rétt ókomið þangað vegna verkja. Sú spá hefur ekki enn ræst og vonandi mun hún ekki rætast. Innskot: Það er fullkomlega eðlilegt að vera stíf/ur, stirð/ur og jafnvel þjáð/ur eftir langar kyrrsetur. Sama hvernig þú sast. Það er ólíklega vegna undirliggjandi kvilla og engin ástæða til að hræðast. Líklegra er að þú sért að fá skilaboð um að nú sé kominn tími til að sitja minna og hreyfa sig aðeins. Fólk sem gat unnið fulla vinnu heimavið í samkomubanninu fann mögulega fyrir meira álagi vegna minni viðveru barna í skóla og leikskóla og erfiðleika við að sinna fjölskyldunni og skila fullri vinnu. Hins vegar nýtti fjöldi fólks tækifærið í minnkuðu starfshlutfalli til aukinnar útiveru, hreyfingar og samveru með fjölskyldu. Til marks um þetta hafa aldrei mælst fleiri gangandi og hjólandi vegfarendur á höfuðborgarsvæðinu en í apríl 2020 og það án allra ferðamanna. Það magnaða við hreyfingu er að hún virkar á margan hátt eins og verkjalyf. Nú er mælt í auknum mæli með göngu fyrir fólk sem glímir við langvarandi sársauka. Streita, sem eykur á sársaukaskynjun fólks, virðist einnig gefa eftir við aukna útiveru og hreyfingu. Úr Laugardal í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Margar ástæður geta legið að baki dvínandi ásókn í sjúkraþjálfun núna stuttu eftir rýmkun samkomubanns. Ein þeirra gæti þó verið að fólk hafi stundað meiri útiveru og hreyfingu, unnið minna og upplifi því minni streitu, minni sársauka og almennt betri heilsu og líðan. Það er erfitt að vinna starf þar sem þín helsta ósk er að enginn þurfi á aðstoð þinnar stéttar að halda. Það verður kannski seint raunin en ég hvet ykkur sem hafið fundið vellíðan, aukið heilbrigði og gleði við útiveruna í mars og apríl að halda henni áfram og halda biðlistum í sjúkraþjálfun og álagi á heilbrigðiskerfið í lágmarki. Finnum leiðir til að ganga, hjóla eða taka strætó í vinnuna. Finnum leiðir til að minnka við okkur vinnu ef við getum og auka samveru og útiveru á daginn. Finnum leiðir til að láta okkur líða vel. Sjáumst sem flest í sumar á gangstéttum, hjólastígum, almenningsgörðum, reiðstígum, fjallstígum, g(f)olfvöllum og hvar sem við finnum hreyfingu og útiveru okkar farveg. Höfundur er sjúkraþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Nú þegar sjúkraþjálfunarstofur hafa opnað aftur eftir rýmkun samkomubanns hafa biðlistar í sjúkraþjálfun almennt farið minnkandi. Það gerist þvert á spár sjúkraþjálfara. Þeir spáðu því að vegna mikillar kyrrsetu heimavinnandi fólks í misgóðum líkamsstöðum síðustu mánuði væri fólk upp til hópa annað hvort hangandi á húninum hjá sjúkraþjálfurum eða rétt ókomið þangað vegna verkja. Sú spá hefur ekki enn ræst og vonandi mun hún ekki rætast. Innskot: Það er fullkomlega eðlilegt að vera stíf/ur, stirð/ur og jafnvel þjáð/ur eftir langar kyrrsetur. Sama hvernig þú sast. Það er ólíklega vegna undirliggjandi kvilla og engin ástæða til að hræðast. Líklegra er að þú sért að fá skilaboð um að nú sé kominn tími til að sitja minna og hreyfa sig aðeins. Fólk sem gat unnið fulla vinnu heimavið í samkomubanninu fann mögulega fyrir meira álagi vegna minni viðveru barna í skóla og leikskóla og erfiðleika við að sinna fjölskyldunni og skila fullri vinnu. Hins vegar nýtti fjöldi fólks tækifærið í minnkuðu starfshlutfalli til aukinnar útiveru, hreyfingar og samveru með fjölskyldu. Til marks um þetta hafa aldrei mælst fleiri gangandi og hjólandi vegfarendur á höfuðborgarsvæðinu en í apríl 2020 og það án allra ferðamanna. Það magnaða við hreyfingu er að hún virkar á margan hátt eins og verkjalyf. Nú er mælt í auknum mæli með göngu fyrir fólk sem glímir við langvarandi sársauka. Streita, sem eykur á sársaukaskynjun fólks, virðist einnig gefa eftir við aukna útiveru og hreyfingu. Úr Laugardal í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Margar ástæður geta legið að baki dvínandi ásókn í sjúkraþjálfun núna stuttu eftir rýmkun samkomubanns. Ein þeirra gæti þó verið að fólk hafi stundað meiri útiveru og hreyfingu, unnið minna og upplifi því minni streitu, minni sársauka og almennt betri heilsu og líðan. Það er erfitt að vinna starf þar sem þín helsta ósk er að enginn þurfi á aðstoð þinnar stéttar að halda. Það verður kannski seint raunin en ég hvet ykkur sem hafið fundið vellíðan, aukið heilbrigði og gleði við útiveruna í mars og apríl að halda henni áfram og halda biðlistum í sjúkraþjálfun og álagi á heilbrigðiskerfið í lágmarki. Finnum leiðir til að ganga, hjóla eða taka strætó í vinnuna. Finnum leiðir til að minnka við okkur vinnu ef við getum og auka samveru og útiveru á daginn. Finnum leiðir til að láta okkur líða vel. Sjáumst sem flest í sumar á gangstéttum, hjólastígum, almenningsgörðum, reiðstígum, fjallstígum, g(f)olfvöllum og hvar sem við finnum hreyfingu og útiveru okkar farveg. Höfundur er sjúkraþjálfari.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun