Barnabörnin bíða eftir því að amma Eygló komi og hrekki þau í sóttkvínni Stefán Árni Pálsson skrifar 3. apríl 2020 13:29 Eygló Lind er engum lík. „Ég á sex barnabörn í Borgarnesi og fer því á tvö heimili. Síðan stríði ég líka einhverjum góðum vinum í leiðinni,“ segir Eygló Lind Egilsdóttir, tæplega sjötug kona, sem skemmtir barnabörnum sínum á hverjum degi með því að mæta í búning fyrir utan stofugluggann í Borgarnesi en barnabörn hennar eru sem stendur í sóttkví. Alls á Eygló 12 barnabörn en sex af þeim eiga heima í Borgarnesi. Fjallað var um Eygló í þáttunum Margra barna mæður á Stöð 2 árið 2018 en hún er sjö barna móðir. Hún segist vera létt klikkuð kona en það sé einfaldlega bara skemmtilegt og fólk eigi ekki að taka sig of alvarlega. „Þau vita aldrei í hvaða búningi ég mæti í og sjálf veit ég oftast ekkert í hvaða búning ég ætla mér að klæðast. Ég fer bara heima og skoða hvað ég á. Ég á nokkra búninga og er síðan fljót að búa til. Mér fannst svo ömurlegt að geta ekki farið í heimsókn. Ég bý ein og er oft í mat hjá þeim og það er bara fastur rúntur í lífi mínu að koma við hjá þeim. Svo bara allt í einu má ég ekki koma inn sem er bara mjög skrýtið.“ Hefur húmor fyrir sjálfri sér Hún segir að börnin séu einfaldlega farin að bíða eftir ömmu sinni. „Þau vita ekkert hvenær ég kem. Svo er svolítið gaman að hlusta á börnin sem eru komin á unglingsaldurinn sem segja bara við mig, á hvaða efnum ert þú? Þeim finnst þetta svo hallærislegt. Svo á ég systur sem býr þannig að eldhúsglugginn snýr þægilega og þegar hún stendur við eldhúsvaskinn þá næ ég að hrella hana.“ Hún segist vera mjög hugmyndarík þegar kemur að því að finna búninga. „Ég held að þau verði í sóttkví fram í miðja næstu viku og það er minnsta mál að græja það. Æji það er svo gott að vera klikkaður og maður verður bara að hafa húmor fyrir sjálfum sér og leyfa aðeins barninu að koma fram í þér.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grín og gaman Eldri borgarar Borgarbyggð Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Lífið samstarf Fleiri fréttir Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Sjá meira
„Ég á sex barnabörn í Borgarnesi og fer því á tvö heimili. Síðan stríði ég líka einhverjum góðum vinum í leiðinni,“ segir Eygló Lind Egilsdóttir, tæplega sjötug kona, sem skemmtir barnabörnum sínum á hverjum degi með því að mæta í búning fyrir utan stofugluggann í Borgarnesi en barnabörn hennar eru sem stendur í sóttkví. Alls á Eygló 12 barnabörn en sex af þeim eiga heima í Borgarnesi. Fjallað var um Eygló í þáttunum Margra barna mæður á Stöð 2 árið 2018 en hún er sjö barna móðir. Hún segist vera létt klikkuð kona en það sé einfaldlega bara skemmtilegt og fólk eigi ekki að taka sig of alvarlega. „Þau vita aldrei í hvaða búningi ég mæti í og sjálf veit ég oftast ekkert í hvaða búning ég ætla mér að klæðast. Ég fer bara heima og skoða hvað ég á. Ég á nokkra búninga og er síðan fljót að búa til. Mér fannst svo ömurlegt að geta ekki farið í heimsókn. Ég bý ein og er oft í mat hjá þeim og það er bara fastur rúntur í lífi mínu að koma við hjá þeim. Svo bara allt í einu má ég ekki koma inn sem er bara mjög skrýtið.“ Hefur húmor fyrir sjálfri sér Hún segir að börnin séu einfaldlega farin að bíða eftir ömmu sinni. „Þau vita ekkert hvenær ég kem. Svo er svolítið gaman að hlusta á börnin sem eru komin á unglingsaldurinn sem segja bara við mig, á hvaða efnum ert þú? Þeim finnst þetta svo hallærislegt. Svo á ég systur sem býr þannig að eldhúsglugginn snýr þægilega og þegar hún stendur við eldhúsvaskinn þá næ ég að hrella hana.“ Hún segist vera mjög hugmyndarík þegar kemur að því að finna búninga. „Ég held að þau verði í sóttkví fram í miðja næstu viku og það er minnsta mál að græja það. Æji það er svo gott að vera klikkaður og maður verður bara að hafa húmor fyrir sjálfum sér og leyfa aðeins barninu að koma fram í þér.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grín og gaman Eldri borgarar Borgarbyggð Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Lífið samstarf Fleiri fréttir Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Sjá meira