Þögnin í Vesturbænum ekkert annað en vandræðaleg Sindri Sverrisson skrifar 11. maí 2020 20:00 Ingi Þór Steinþórsson kvaddi KR sem Íslandsmeistari en ekki var spilað um titilinn í ár vegna kórónuveirufaraldursins. VÍSIR/DANÍEL Eftir þriggja áratuga feril sem körfuboltaþjálfari var Inga Þór Steinþórssyni sagt upp störfum í fyrsta sinn þegar KR ákvað að láta hann fara í síðustu viku. Henry Birgir og Kjartan Atli fóru yfir málið í Sportinu í dag. Inga var sagt upp um miðja síðustu viku en KR staðfesti það ekki við fjölmiðla fyrr en með yfirlýsingu í gær. „Þetta virðist hafa gerst ótrúlega hratt því að snemma í síðustu viku var KR með þetta átak sitt, „Stöndum saman“, og þar kemur hann fram og lýsir yfir að Kristófer [Acox] verði áfram. Það er samhugur í Vesturbænum,“ sagði Henry, og Kjartan bætti við: „Og hann segir að hann verði áfram með liðið og svona. Það benti allt til þess. Ég fylgist vel með þessari deild og það kom mér mjög á óvart þegar þetta gerðist.“ Henry segir reisn yfir því hvernig Ingi hafi sagt skilið við sitt uppeldisfélag en að hið sama verði ekki sagt um atburðarásina í kringum brottreksturinn. „Auðvitað er alltaf slúðrað reglulega um eitthvað ósætti og að þetta sé að fara að gerast og annað, en þarna í byrjun síðustu viku var ekkert annað í kortunum en að Ingi yrði áfram. Svo bara kemur þessi sleggja á miðvikudegi, að Ingi er látinn fara, og í kjölfarið kemur þessi ofboðslega furðulega atburðarás, þar sem að körfuknattleiksdeild KR, sem alla jafna er með allt í teskeið, missir atburðarásina algjörlega úr höndunum. Þessir dagar og þessi þögn sem ríkir um þetta mál er náttúrulega ekkert annað en vandræðaleg,“ sagði Henry og hélt áfram: Ingi með fullan rétt á að vera sár „Og það tekur þá fjóra daga að staðfesta þessar fréttir, að Ingi Þór hafi verið látinn fara, og í raun og veru er ekkert annað í því. Það er ekki búið að tilkynna nýjan þjálfara. Eins og Ingi Þór segir er hann eðlilega mjög sár, og hefur fullan rétt á því að því er mér finnst. Hann gerði liðið að meisturum og var á mikilli siglingu með liðið á síðustu leiktíð, og það var heldur betur líklegt til afreka í úrslitakeppninni sem hefði átt að vera nýlokið núna. Maður veltir fyrir sér hvað liggi að baki svona ákvörðunum en það sem að maður heyrir er óánægja leikmanna og að kraftur leikmanna geri það að verkum að honum er bolað út. Þá veltir maður fyrir sér á hvaða vegferð menn séu komnir, þegar leikmenn eru farnir að stýra félögunum og ráða því hverjir séu þjálfarar hjá liðunum. Hvar endar þetta allt saman?“ Klippa: Sportið í dag - Umræða um þá ákvörðun KR að segja Inga Þór upp Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag KR Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ingi Þór um tímasetninguna: Er í sömu stöðu og Heimir Guðjóns Ingi Þór Steinþórsson, sem í dag var rekinn frá KR, upplifir sig í svipaðri stöðu og knattspyrnuþjálfarinn Heimir Guðjónsson þegar hann var látinn fara frá FH haustið 2017. 10. maí 2020 22:00 Ingi Þór um brottreksturinn frá KR: Er ekkert sáttur Ingi Þór Steinþórsson kveðst svekktur yfir að hafa verið látinn fara frá KR og ætlar sér ekki að hætta í þjálfun. 10. maí 2020 17:52 Staðfesta brottrekstur Inga: Bauðst annað starf sem hann hafnaði KR er búið að reka Inga Þór Steinþórsson, þjálfara liðsins í Dominos-deild karla. Þetta staðfestir Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í yfirlýsingu sem var send fjölmiðlum fyrr í dag. 10. maí 2020 14:40 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Eftir þriggja áratuga feril sem körfuboltaþjálfari var Inga Þór Steinþórssyni sagt upp störfum í fyrsta sinn þegar KR ákvað að láta hann fara í síðustu viku. Henry Birgir og Kjartan Atli fóru yfir málið í Sportinu í dag. Inga var sagt upp um miðja síðustu viku en KR staðfesti það ekki við fjölmiðla fyrr en með yfirlýsingu í gær. „Þetta virðist hafa gerst ótrúlega hratt því að snemma í síðustu viku var KR með þetta átak sitt, „Stöndum saman“, og þar kemur hann fram og lýsir yfir að Kristófer [Acox] verði áfram. Það er samhugur í Vesturbænum,“ sagði Henry, og Kjartan bætti við: „Og hann segir að hann verði áfram með liðið og svona. Það benti allt til þess. Ég fylgist vel með þessari deild og það kom mér mjög á óvart þegar þetta gerðist.“ Henry segir reisn yfir því hvernig Ingi hafi sagt skilið við sitt uppeldisfélag en að hið sama verði ekki sagt um atburðarásina í kringum brottreksturinn. „Auðvitað er alltaf slúðrað reglulega um eitthvað ósætti og að þetta sé að fara að gerast og annað, en þarna í byrjun síðustu viku var ekkert annað í kortunum en að Ingi yrði áfram. Svo bara kemur þessi sleggja á miðvikudegi, að Ingi er látinn fara, og í kjölfarið kemur þessi ofboðslega furðulega atburðarás, þar sem að körfuknattleiksdeild KR, sem alla jafna er með allt í teskeið, missir atburðarásina algjörlega úr höndunum. Þessir dagar og þessi þögn sem ríkir um þetta mál er náttúrulega ekkert annað en vandræðaleg,“ sagði Henry og hélt áfram: Ingi með fullan rétt á að vera sár „Og það tekur þá fjóra daga að staðfesta þessar fréttir, að Ingi Þór hafi verið látinn fara, og í raun og veru er ekkert annað í því. Það er ekki búið að tilkynna nýjan þjálfara. Eins og Ingi Þór segir er hann eðlilega mjög sár, og hefur fullan rétt á því að því er mér finnst. Hann gerði liðið að meisturum og var á mikilli siglingu með liðið á síðustu leiktíð, og það var heldur betur líklegt til afreka í úrslitakeppninni sem hefði átt að vera nýlokið núna. Maður veltir fyrir sér hvað liggi að baki svona ákvörðunum en það sem að maður heyrir er óánægja leikmanna og að kraftur leikmanna geri það að verkum að honum er bolað út. Þá veltir maður fyrir sér á hvaða vegferð menn séu komnir, þegar leikmenn eru farnir að stýra félögunum og ráða því hverjir séu þjálfarar hjá liðunum. Hvar endar þetta allt saman?“ Klippa: Sportið í dag - Umræða um þá ákvörðun KR að segja Inga Þór upp Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag KR Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ingi Þór um tímasetninguna: Er í sömu stöðu og Heimir Guðjóns Ingi Þór Steinþórsson, sem í dag var rekinn frá KR, upplifir sig í svipaðri stöðu og knattspyrnuþjálfarinn Heimir Guðjónsson þegar hann var látinn fara frá FH haustið 2017. 10. maí 2020 22:00 Ingi Þór um brottreksturinn frá KR: Er ekkert sáttur Ingi Þór Steinþórsson kveðst svekktur yfir að hafa verið látinn fara frá KR og ætlar sér ekki að hætta í þjálfun. 10. maí 2020 17:52 Staðfesta brottrekstur Inga: Bauðst annað starf sem hann hafnaði KR er búið að reka Inga Þór Steinþórsson, þjálfara liðsins í Dominos-deild karla. Þetta staðfestir Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í yfirlýsingu sem var send fjölmiðlum fyrr í dag. 10. maí 2020 14:40 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Ingi Þór um tímasetninguna: Er í sömu stöðu og Heimir Guðjóns Ingi Þór Steinþórsson, sem í dag var rekinn frá KR, upplifir sig í svipaðri stöðu og knattspyrnuþjálfarinn Heimir Guðjónsson þegar hann var látinn fara frá FH haustið 2017. 10. maí 2020 22:00
Ingi Þór um brottreksturinn frá KR: Er ekkert sáttur Ingi Þór Steinþórsson kveðst svekktur yfir að hafa verið látinn fara frá KR og ætlar sér ekki að hætta í þjálfun. 10. maí 2020 17:52
Staðfesta brottrekstur Inga: Bauðst annað starf sem hann hafnaði KR er búið að reka Inga Þór Steinþórsson, þjálfara liðsins í Dominos-deild karla. Þetta staðfestir Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í yfirlýsingu sem var send fjölmiðlum fyrr í dag. 10. maí 2020 14:40