Ingi Þór um brottreksturinn frá KR: Er ekkert sáttur Arnar Geir Halldórsson skrifar 10. maí 2020 17:52 Ingi Þór Steinþórsson. Vísir/Arnar Uppsögn Inga Þórs Steinþórssonar sem þjálfara Íslandsmeistara KR var staðfest fyrr í dag og segir Ingi í samtali við Stöð 2 að uppsögnin hafi komið honum á óvart. Fjölmiðlar greindu fyrst frá fréttunum á fimmtudag en körfuknattleiksdeild KR gaf tilkynningu þess efnis út fyrr í dag. Ingi segir frá því að honum hafi verið tilkynnt um uppsögnina í miðri viku. „Þetta kemur fyrst upp á mánudaginn síðastliðinn. Mér var svo tilkynnt um uppsögn á miðvikudaginn. Þetta kom mér á óvart, að hluta til. Það er oft þannig í þessum bransa að tími þjálfara er styttri en menn ætla. Það var ákvörðun stjórnar að það þyrfti að breyta til,“ segir Ingi Þór í viðtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Ingi Þór er uppalinn KR-ingur og hefur í tvígang stýrt liðinu til Íslandsmeistaratitils, síðast árið 2019. Ingi kveðst ganga stoltur frá borði. „Stjórn og þeir sem stýra körfuboltadeildinni hjá KR telja að það sé kominn tími á nýja rödd fyrir meistaraflokkinn og það ber að virða. Það er þeirra ákvörðun og þetta er staðan.“ „Ég er ekkert sáttur. Þjálfarar eru metnir af árangri og af stöðunni í töflunni. Við erum ríkjandi Íslandsmeistarar og vorum á blússandi siglingu í deildinni. Ég geng stoltur frá mínum störfum og því sem ég hef gert fyrir KR. Ég er stoltur af því fólki sem ég hef unnið með. Það er erfitt að kveðja klúbbinn sinn og nú er bara að finna nýja áskorun,“ segir Ingi. Viðtalið við Inga í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Þar kemur meðal annars fram að hann hafi þegar heyrt í öðrum félögum. Klippa: Ingi Þór um brottreksturinn frá KR Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn KR Tengdar fréttir Staðfesta brottrekstur Inga: Bauðst annað starf sem hann hafnaði KR er búið að reka Inga Þór Steinþórsson, þjálfara liðsins í Dominos-deild karla. Þetta staðfestir Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í yfirlýsingu sem var send fjölmiðlum fyrr í dag. 10. maí 2020 14:40 KR-ingar sagðir búnir að reka Inga Þór og ráða Darra í staðinn KR-ingar ætla að skipta um þjálfara meistaraflokks karla hjá sér og yngja þar upp um 22 ár. KR-ingur tekur þar við af KR-ing. 7. maí 2020 15:34 Mest lesið KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Sjá meira
Uppsögn Inga Þórs Steinþórssonar sem þjálfara Íslandsmeistara KR var staðfest fyrr í dag og segir Ingi í samtali við Stöð 2 að uppsögnin hafi komið honum á óvart. Fjölmiðlar greindu fyrst frá fréttunum á fimmtudag en körfuknattleiksdeild KR gaf tilkynningu þess efnis út fyrr í dag. Ingi segir frá því að honum hafi verið tilkynnt um uppsögnina í miðri viku. „Þetta kemur fyrst upp á mánudaginn síðastliðinn. Mér var svo tilkynnt um uppsögn á miðvikudaginn. Þetta kom mér á óvart, að hluta til. Það er oft þannig í þessum bransa að tími þjálfara er styttri en menn ætla. Það var ákvörðun stjórnar að það þyrfti að breyta til,“ segir Ingi Þór í viðtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Ingi Þór er uppalinn KR-ingur og hefur í tvígang stýrt liðinu til Íslandsmeistaratitils, síðast árið 2019. Ingi kveðst ganga stoltur frá borði. „Stjórn og þeir sem stýra körfuboltadeildinni hjá KR telja að það sé kominn tími á nýja rödd fyrir meistaraflokkinn og það ber að virða. Það er þeirra ákvörðun og þetta er staðan.“ „Ég er ekkert sáttur. Þjálfarar eru metnir af árangri og af stöðunni í töflunni. Við erum ríkjandi Íslandsmeistarar og vorum á blússandi siglingu í deildinni. Ég geng stoltur frá mínum störfum og því sem ég hef gert fyrir KR. Ég er stoltur af því fólki sem ég hef unnið með. Það er erfitt að kveðja klúbbinn sinn og nú er bara að finna nýja áskorun,“ segir Ingi. Viðtalið við Inga í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Þar kemur meðal annars fram að hann hafi þegar heyrt í öðrum félögum. Klippa: Ingi Þór um brottreksturinn frá KR
Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn KR Tengdar fréttir Staðfesta brottrekstur Inga: Bauðst annað starf sem hann hafnaði KR er búið að reka Inga Þór Steinþórsson, þjálfara liðsins í Dominos-deild karla. Þetta staðfestir Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í yfirlýsingu sem var send fjölmiðlum fyrr í dag. 10. maí 2020 14:40 KR-ingar sagðir búnir að reka Inga Þór og ráða Darra í staðinn KR-ingar ætla að skipta um þjálfara meistaraflokks karla hjá sér og yngja þar upp um 22 ár. KR-ingur tekur þar við af KR-ing. 7. maí 2020 15:34 Mest lesið KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Sjá meira
Staðfesta brottrekstur Inga: Bauðst annað starf sem hann hafnaði KR er búið að reka Inga Þór Steinþórsson, þjálfara liðsins í Dominos-deild karla. Þetta staðfestir Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í yfirlýsingu sem var send fjölmiðlum fyrr í dag. 10. maí 2020 14:40
KR-ingar sagðir búnir að reka Inga Þór og ráða Darra í staðinn KR-ingar ætla að skipta um þjálfara meistaraflokks karla hjá sér og yngja þar upp um 22 ár. KR-ingur tekur þar við af KR-ing. 7. maí 2020 15:34