Ingi Þór um brottreksturinn frá KR: Er ekkert sáttur Arnar Geir Halldórsson skrifar 10. maí 2020 17:52 Ingi Þór Steinþórsson. Vísir/Arnar Uppsögn Inga Þórs Steinþórssonar sem þjálfara Íslandsmeistara KR var staðfest fyrr í dag og segir Ingi í samtali við Stöð 2 að uppsögnin hafi komið honum á óvart. Fjölmiðlar greindu fyrst frá fréttunum á fimmtudag en körfuknattleiksdeild KR gaf tilkynningu þess efnis út fyrr í dag. Ingi segir frá því að honum hafi verið tilkynnt um uppsögnina í miðri viku. „Þetta kemur fyrst upp á mánudaginn síðastliðinn. Mér var svo tilkynnt um uppsögn á miðvikudaginn. Þetta kom mér á óvart, að hluta til. Það er oft þannig í þessum bransa að tími þjálfara er styttri en menn ætla. Það var ákvörðun stjórnar að það þyrfti að breyta til,“ segir Ingi Þór í viðtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Ingi Þór er uppalinn KR-ingur og hefur í tvígang stýrt liðinu til Íslandsmeistaratitils, síðast árið 2019. Ingi kveðst ganga stoltur frá borði. „Stjórn og þeir sem stýra körfuboltadeildinni hjá KR telja að það sé kominn tími á nýja rödd fyrir meistaraflokkinn og það ber að virða. Það er þeirra ákvörðun og þetta er staðan.“ „Ég er ekkert sáttur. Þjálfarar eru metnir af árangri og af stöðunni í töflunni. Við erum ríkjandi Íslandsmeistarar og vorum á blússandi siglingu í deildinni. Ég geng stoltur frá mínum störfum og því sem ég hef gert fyrir KR. Ég er stoltur af því fólki sem ég hef unnið með. Það er erfitt að kveðja klúbbinn sinn og nú er bara að finna nýja áskorun,“ segir Ingi. Viðtalið við Inga í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Þar kemur meðal annars fram að hann hafi þegar heyrt í öðrum félögum. Klippa: Ingi Þór um brottreksturinn frá KR Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn KR Tengdar fréttir Staðfesta brottrekstur Inga: Bauðst annað starf sem hann hafnaði KR er búið að reka Inga Þór Steinþórsson, þjálfara liðsins í Dominos-deild karla. Þetta staðfestir Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í yfirlýsingu sem var send fjölmiðlum fyrr í dag. 10. maí 2020 14:40 KR-ingar sagðir búnir að reka Inga Þór og ráða Darra í staðinn KR-ingar ætla að skipta um þjálfara meistaraflokks karla hjá sér og yngja þar upp um 22 ár. KR-ingur tekur þar við af KR-ing. 7. maí 2020 15:34 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Uppsögn Inga Þórs Steinþórssonar sem þjálfara Íslandsmeistara KR var staðfest fyrr í dag og segir Ingi í samtali við Stöð 2 að uppsögnin hafi komið honum á óvart. Fjölmiðlar greindu fyrst frá fréttunum á fimmtudag en körfuknattleiksdeild KR gaf tilkynningu þess efnis út fyrr í dag. Ingi segir frá því að honum hafi verið tilkynnt um uppsögnina í miðri viku. „Þetta kemur fyrst upp á mánudaginn síðastliðinn. Mér var svo tilkynnt um uppsögn á miðvikudaginn. Þetta kom mér á óvart, að hluta til. Það er oft þannig í þessum bransa að tími þjálfara er styttri en menn ætla. Það var ákvörðun stjórnar að það þyrfti að breyta til,“ segir Ingi Þór í viðtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Ingi Þór er uppalinn KR-ingur og hefur í tvígang stýrt liðinu til Íslandsmeistaratitils, síðast árið 2019. Ingi kveðst ganga stoltur frá borði. „Stjórn og þeir sem stýra körfuboltadeildinni hjá KR telja að það sé kominn tími á nýja rödd fyrir meistaraflokkinn og það ber að virða. Það er þeirra ákvörðun og þetta er staðan.“ „Ég er ekkert sáttur. Þjálfarar eru metnir af árangri og af stöðunni í töflunni. Við erum ríkjandi Íslandsmeistarar og vorum á blússandi siglingu í deildinni. Ég geng stoltur frá mínum störfum og því sem ég hef gert fyrir KR. Ég er stoltur af því fólki sem ég hef unnið með. Það er erfitt að kveðja klúbbinn sinn og nú er bara að finna nýja áskorun,“ segir Ingi. Viðtalið við Inga í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Þar kemur meðal annars fram að hann hafi þegar heyrt í öðrum félögum. Klippa: Ingi Þór um brottreksturinn frá KR
Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn KR Tengdar fréttir Staðfesta brottrekstur Inga: Bauðst annað starf sem hann hafnaði KR er búið að reka Inga Þór Steinþórsson, þjálfara liðsins í Dominos-deild karla. Þetta staðfestir Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í yfirlýsingu sem var send fjölmiðlum fyrr í dag. 10. maí 2020 14:40 KR-ingar sagðir búnir að reka Inga Þór og ráða Darra í staðinn KR-ingar ætla að skipta um þjálfara meistaraflokks karla hjá sér og yngja þar upp um 22 ár. KR-ingur tekur þar við af KR-ing. 7. maí 2020 15:34 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Staðfesta brottrekstur Inga: Bauðst annað starf sem hann hafnaði KR er búið að reka Inga Þór Steinþórsson, þjálfara liðsins í Dominos-deild karla. Þetta staðfestir Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í yfirlýsingu sem var send fjölmiðlum fyrr í dag. 10. maí 2020 14:40
KR-ingar sagðir búnir að reka Inga Þór og ráða Darra í staðinn KR-ingar ætla að skipta um þjálfara meistaraflokks karla hjá sér og yngja þar upp um 22 ár. KR-ingur tekur þar við af KR-ing. 7. maí 2020 15:34
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum