Tala látinna hækkar eftir hvirfilbylina í Tennessee Kjartan Kjartansson skrifar 3. mars 2020 16:57 Kona virðir fyrir sér eyðilegginguna í Nashville eftir að hvirfilbylir gengu yfir Tennessee í nótt. AP/Mark Humphrey Yfirvöld í Tennesse-ríki í Bandaríkjunum segja nú að í það minnsta nítján séu látnir eftir að nokkrir skýstrókar gengur yfir ríkið í nótt. Að minnsta kosti fjörutíu byggingar hrundu í hamförunum, þar á meðal í miðborg höfuðborgarinnar Nashville. Hundruð manna eru sögð heimilislaus vegna skemmdanna sem hvirfilbylirnir ollu á byggingum. Tala látinna hefur hækkað eftir því sem á hefur liðið daginn en leitar- og björgunarfólk hefur unnið að því að draga eftirlifendur og lík úr rústum húsa. Ofsaveðrið olli meðal annars verulegum skemmdum í tveimur af fínni hverfum Nashville þar sem mikil uppbygging hefur átt sér stað undafarin ár, að sögn AP-fréttastofunnar. „Þetta er átakanlegt. Það varð mannskaði í öllu ríkinu,“ sagði Bill Lee, ríkisstjóri, sem lýsti yfir neyðarástandi og skipaði öllum opinberum starfsmönnum ríkisins sem ekki sinna grunnþjónustu að halda sig heima. Götum hefur verið lokað, skólahald og starf dómstóla liggur niðri og þá var ríkisþinginu lokað vegna hamfaranna. Tugir þúsunda íbúa Tennessee eru jafnframt án rafmagns eftir að rafmagnslínur slitnuðu. Washington Post segir að fjórtán þeirra sem fórust hafi verið í Putnam-sýslu, tveir í Wilson-sýslu og einn í Benton. Karl og kona létust þegar þau urðu fyrir braki í Davidson-sýslu sem Nashville tilheyrir. Um tuttugu manns til viðbótar voru lagðir inn á sjúkrahús, að sögn John Cooper, borgarstjóra Nashville í morgun. Tennessee er á meðal þeirra fjórtán ríkja sem halda prófkjör í forvali Demókrataflokksins í dag. Færa hefur þurft kjörstaði með stuttum fyrirvara og breyta opnunartíma einhverra þeirra vegna afleiðinga byljanna. Bandaríkin Tengdar fréttir Mannskaði og tjón af völdum skýstróka í Nashville Staðfest er að í það minnsta sjö hafi látið lífið þegar skýstrókar gengu yfir Tennesee í nótt. Talið er að um fjörutíu byggingar hafi hrunið. 3. mars 2020 13:55 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira
Yfirvöld í Tennesse-ríki í Bandaríkjunum segja nú að í það minnsta nítján séu látnir eftir að nokkrir skýstrókar gengur yfir ríkið í nótt. Að minnsta kosti fjörutíu byggingar hrundu í hamförunum, þar á meðal í miðborg höfuðborgarinnar Nashville. Hundruð manna eru sögð heimilislaus vegna skemmdanna sem hvirfilbylirnir ollu á byggingum. Tala látinna hefur hækkað eftir því sem á hefur liðið daginn en leitar- og björgunarfólk hefur unnið að því að draga eftirlifendur og lík úr rústum húsa. Ofsaveðrið olli meðal annars verulegum skemmdum í tveimur af fínni hverfum Nashville þar sem mikil uppbygging hefur átt sér stað undafarin ár, að sögn AP-fréttastofunnar. „Þetta er átakanlegt. Það varð mannskaði í öllu ríkinu,“ sagði Bill Lee, ríkisstjóri, sem lýsti yfir neyðarástandi og skipaði öllum opinberum starfsmönnum ríkisins sem ekki sinna grunnþjónustu að halda sig heima. Götum hefur verið lokað, skólahald og starf dómstóla liggur niðri og þá var ríkisþinginu lokað vegna hamfaranna. Tugir þúsunda íbúa Tennessee eru jafnframt án rafmagns eftir að rafmagnslínur slitnuðu. Washington Post segir að fjórtán þeirra sem fórust hafi verið í Putnam-sýslu, tveir í Wilson-sýslu og einn í Benton. Karl og kona létust þegar þau urðu fyrir braki í Davidson-sýslu sem Nashville tilheyrir. Um tuttugu manns til viðbótar voru lagðir inn á sjúkrahús, að sögn John Cooper, borgarstjóra Nashville í morgun. Tennessee er á meðal þeirra fjórtán ríkja sem halda prófkjör í forvali Demókrataflokksins í dag. Færa hefur þurft kjörstaði með stuttum fyrirvara og breyta opnunartíma einhverra þeirra vegna afleiðinga byljanna.
Bandaríkin Tengdar fréttir Mannskaði og tjón af völdum skýstróka í Nashville Staðfest er að í það minnsta sjö hafi látið lífið þegar skýstrókar gengu yfir Tennesee í nótt. Talið er að um fjörutíu byggingar hafi hrunið. 3. mars 2020 13:55 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira
Mannskaði og tjón af völdum skýstróka í Nashville Staðfest er að í það minnsta sjö hafi látið lífið þegar skýstrókar gengu yfir Tennesee í nótt. Talið er að um fjörutíu byggingar hafi hrunið. 3. mars 2020 13:55