Innlent

Mikill við­búnaður á Kringlu­mýrar­braut

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Bíllinn var illa farinn eftir áreksturinn.
Bíllinn var illa farinn eftir áreksturinn. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var rétt eftir klukkan tíu í morgun með mikinn viðbúnað á gatnamótum Laugavegs og Kringlumýrarbrautar í Reykjavík.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu lentu fólksbíll og sjúkrabíll í forgangsakstri í árekstri. Engin slys urðu á fólki vegna þessa en ökumaður bílsins var fluttur á slysadeild til nánari skoðunar.

Á mynd sem fréttastofu barst frá gatnamótunum mátti sjá í hið minnsta þrjá lögreglubíla auk sjúkrabíls á gatnamótunum. 

Frétt uppfærð kl. 10:35. 

Fréttin hefur verið uppfærð með svörum frá slökkviliðinu.

Mynd sem fréttastofu barst af vettvangi í morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×