Undarlegir og misheppnaðir uppreisnartilburðir Samúel Karl Ólason skrifar 7. maí 2020 08:30 Hermenn standa vörð á meðan bátur málaliðanna er dreginn að landi. AP/Matias Delacroix Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir ríkisstjórn sína ekki hafa komið að undarlegri valdaránstilraun sem stöðvuð var í Venesúela á sunnudaginn og mánudaginn. Tveir bandarískir fyrrverandi hermenn hafa verið handteknir þar í landi en Nicolás Maduro, forseti Venesúela, segir þá hafa verið aðila að valdaránstilraun og að þeir hafi ætlað að myrða hann með stuðningi Bandaríkjanna og Kólumbíu. Mennirnir tveir heita Luke Denman og Airan Berry. Þeir eru báðir fyrrverandi sérsveitarmenn og hafa starfað hjá öryggisfyrirtækinu Silvercorp USA. Þeir voru handsamaðir undan ströndum Venesúela á sunnudaginn og sex aðrir voru skotnir til bana. Annar hópur var svo gómaður á mánudaginn Þriðji Bandaríkjamaðurinn og stofnandi Silvercorp, Jordan Goudreau, segist hafa staðið við aðgerðina sem ku heita „Operation Gideon“. Goudreau hefur sagt að markmiðið hafi verið að handsama Maduro og aðgerðin hafi verið gerð í samstarfi við Juan Guaídó, sem leiðir stjórnarandstöðuna í Venesúela. Guaídó segir það fjarri lagi að hann hafi átt í samstarfi við Silvercorp og Goudreau. Hér má sjá tíst frá fréttakonu ríkisútvarps Venesúela. Það inniheldur myndband sem tekið var skömmu eftir að Bandaríkjamennirnir voru handsamaðir. CAPTURED: U.S. mercenaries Luke Alexander Denman and Aaron Barry are in custody of the Venezuelan government. The two Silvercorp terrorists claim work security for President Trump. pic.twitter.com/jc7vwmjuTB— Camila (@camilateleSUR) May 5, 2020 Í samtali við AP fréttaveituna hafa fyrrverandi félagar Goudreau í hernum lýst honum vel og sagt hann hafa verið góðan hermann. Árið 2013 var hann þó grunaður um að svíkja fé af hernum en málinu var lokað án ákæru. Goudreau stofnaði Silvercorp USA í Flórída árið 2018, skömmu eftir árásina í Parkland, þar sem 17 voru skotnir til bana, og átti öryggisfyrirtækið að sporna gegn skotárásum í skólum, samkvæmt AP. Silvercorp vildi koma útsendurum fyrir í skólum svo þeir gætu brugðist við árásum. Á vefsíðu Silvercorp USA segir að fyrirtækið hafi komið að aðgerðum í rúmlega 50 löndum og ráðgjafastjórn þess innihaldi fyrrverandi erindreka, hermenn og forstjóra alþjóðafyrirtækja. Enginn þeirra er þó nefndur á nafn. Þar er því einnig haldið fram að fyrirtækið hafi leitt alþjóðleg öryggisteymi fyrir forseta Bandaríkjanna. Erfitt er að segja um sannleiksgildi þess að fyrirtækið hafi leitt alþjóðleg öryggisteymi fyrir Donald Trump. Goudreau hefur þó komið að öryggisgæslu á kosningafundum Trump, miðað við myndband á síðu fyrirtækisins. Rannsakendur Bellingcat hafa staðfest það frekar. Á Instagramsíðu Silvercorp má sjá myndir af Goudreau berum að ofan með byssur, hann ferðast með einkaflugvél, á hlaupabretti og ýmislegt annað. View this post on Instagram - They make you CRF boys pretty big - Its that good army chow sir! #activeshootertraining #ourgreatestasset #nutrition #activeshooter #silvercorpusa #nousdefions #school #schoolsecurity #canecorso #harleydavidson #5thspecialforcesgroup #airborne #military #tactics #crossfit A post shared by Silvercorp USA (@silvercorpusa) on Aug 15, 2018 at 6:24am PDT Hin undarlegasta valdaránstilraun Það er erfitt að fanga í texta hve undarleg þessi valdaránstilraun er. Upphaf málsins má þó mögulega rekja til fréttar AP fréttaveitunnar sem birt var þann 1. maí. Hún fjallar um það að Goudreau hafi verið bendlaður við sambærilega valdaránstilraun í fyrra. Þá hafi 300 fyrrverandi hermenn frá Venesúela ætlað að lauma sér inn Venesúela frá Kólumbíu. Þeir hafi átt að koma af stað byltingu með því að ráðast á herstöðvar og fá aðra hermenn til að ganga til liðs við þá. Drew White, fyrrverandi samstarfsmaður Goudreau í Silvercorp, segir hann alltaf hafa verið á eftir auðunnum auðæfum og ekkert sem hann hafi ætlað sér hafi nokkurn tímann gengið eftir. White segir Goudreau hafa fengið mikinn áhuga á Venesúela eftir að hafa unnið við öryggisgæslu á tónleikum í febrúar 2019, sem skipulagðir voru af breska auðjöfrinum Richard Branson og voru til stuðnings Juan Guaídó. Goudreau sagðist hafa viljað nýta sér aukinn áhuga ríkisstjórnar Trump á því að koma Maduro frá völdum. Hann kynntist Keith Schiller, fyrrverandi lífverði Trump til margra ára og í kjölfar þess fór Goudreau með honum á fund með samstarfsmanni Guaídó um aukna öryggisgæslu fyrir stjórnmálamanninn og bandamenn hans. Heimildarmaður AP segir að Schiller hafi ekki þótt mikið til Goudreau koma á fundinum og að hann hafi slitið öll tengsl við hann. Goudreau komst þó í samband við Lester Toledo, samstarfsmann Guaídó, og í gegnum hann kynntist Goudreau Cliver Alcalá, fyrrverandi hershöfðingja frá Venesúela og andstæðingi Maduro. Hershöfðingi sem smyglaði kókaíni Alcalá var eitt sinn beittur refsiaðgerðum af Bandaríkjunum fyrir að hafa veitt uppreisnarmönnum í Kólumbíu flugskeyti í skiptum fyrir kókaín. Hershöfðinginn fyrrverandi er nú í haldi Bandaríkjamanna og er sakaður um umfangsmikil smygl kókaíns til Bandaríkjanna. Í fyrra hélt Alcalá fund á hóteli í Kólumbíu þar sem hann og aðrir andstæðingar Maduro lögðu á ráðin. Toledo og Goudreau sóttu þann fund og ræddu lengi við Alcalá. Nicolas Maduro, forseti Venesúela.AP/Matias Delacroix Alcalá hafði valið um 300 sjálfboðaliða úr hópi fyrrverandi hermanna sem höfðu flúið frá Venesúela til Kólumbíu. Silvercorp átti að þjálfa þá í þremur leynilegum búðum við landamæri ríkjanna og senda þá til Venesúela. Þar áttu þeir að hefja uppreisn gegn Maduro. Samkvæmt heimildarmönnum AP fréttaveitunnar sagði Goudreau að hann gæti fengið ríkisstjórn Trump til að styðja uppreisnina, án þess þó að útskýra hvernig. Toledo og aðrir Guaídó-liðar sem sóttu fundinn, munu hafa slitið öll tengsl við Goudreau og Alcalá í kjölfar fundarins vegna þess að þeir voru sannfærðir um að það sem þeir voru að skipuleggja væri feygðarflan og gæti ekki skilað árangri. Goudreau og Alcalá héldu þó áætlunum sínum áfram, um tíma. Áttu aldrei séns AP fréttaveitan ræddi við Mattos, fyrrverandi sérsveitarmann, sem fór til umræddra leynibúða, eftir að hann heyrði af þeim frá vini sínum, og reyndi hann að þjálfa sjálboðaliða í grunn-sjúkraliðastörfum. Það gerði hann í gegnum hjálparsamtök sín en hann ferðast um átakasvæði og reynir að þjálfa fólk í að bjarga lífum. Mattos segir að sjálfboðaliðar Alcalá og Goudreau hafi aldrei átt séns á því að velta Maduro úr sessi. Hann sagði aðstæður í búðunum hafa verið hræðilegar og mennirnir hafi verið vannærðir. Þar að auki hafi þeir þjálfað skotfimi með kústsköftum í stað vopna. Sjálfboðaliðarnir sögðu Mattos þó að Goudreau, sem Mattos hitti aldrei, hafi sagt þeim að hann myndi tryggja þeim vopn frá Bandaríkjunum og stuðning bandaríska hersins úr lofti. Þeir sýndu Mattos einnig skjal sem Goudreau hafði skrifað þar sem hann fór yfir þann búnað sem uppreisnin gegn Maduro þyrfti frá Bandaríkjunum. Sá búnaður hefði kostað margar milljónir en Mattos sýndi blaðamönnum AP það. Hér má sjá myndir af málaliðunum sem voru gómaðir á mánudaginn. RT @teleSURtv: #ENFOTOS | First images of the arrest of 8 new mercenaries who were trying to enter Venezuela, were apprehended by fishermen on the coast of Chuao, a town located in the state of Aragua https://t.co/hvSTJ3fpSK pic.twitter.com/XUq2gK7dUA— Nicolás Maduro (@maduro_en) May 4, 2020 Rannsókn AP leiddi þó ekki í ljós að Goudreau hafi verið í nokkrum samskiptum við embættismenn í ríkisstjórn Trump. Hins vegar vissu margir af því sem Goudreau var að gera og bárust fregnir af því til Bandaríkjanna. Stærði sig af vinskap sínum við Goudreau Alcalá mun einnig hafa sagt öllum sem vildu heyra frá áætlunum þeirra og stærði hann sig af vináttu sinni við Goudreau við kólumbíska embættismenn. Hershöfðinginn lýsti Goudreau ítrekaði sem fyrrverandi útsendara CIA, leyniþjónustu Bandaríkjanna. Fáir vildu þó nokkuð með þá Alcalá og Goudreau hafa. Skömmu eftir að einn sjálfboðaliðanna var handsamaður í mars við það að reyna að smygla sér inn í Venesúela fór allt um þúfur. Lögreglan í Kólumbíu lagði í kjölfarið hald á búnað og vopn sem áttu að berast til uppreisnarmannanna. Þar á meðal voru hjálmar sem framleiddir eru í Bandaríkjunum af fyrirtæki sem er í eigu manns sem hafði flust þangað frá Venesúela. Hann svaraði ekki fyrirspurnum AP. Skömmu seinna gaf Alcalá sig fram í Kólumbíu vegna áðurnefndar ákæru í Bandaríkjunum og sagðist hann eiga búnaðinn og vopnin. Í myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðlum sagði hann uppreisnina hafa verið tilbúna en þeir hafi verið sviknir. Sjálfboðaliðarnir yfirgáfu leynilegu búðirnar eftir að Alcalá var handtekinn. Maduro fylgdist náið með Diosdado Cabello, næst valdamesti maður í Venesúela, heldur því fram að leyniþjónsta landsins hafi vitað af áætlun Alcalá og Goudreau frá upphafi. AP fréttaveitan hefur eftir honum að ríkið hafi meira að segja greitt kostnaðinn fyrir nokkra fundi þeirra Útsendarar þeirra hafi verið það útbreiddir meðal þeirra sem tóku þátt í uppreisninni sem aldrei varð. Virðist hafa haldið áfram Svo virðist þó sem að Goudreau hafi þó ekki alfarið hætt við ætlanir hans og Alcalá. Snemma á sunnudaginn fóru að berast fregnir af hernaðaraðgerðum undan ströndum Macuto í Venesúela. Um klukkan hálf átta að morgni sunnudagsins ávarpaði Nestor Reverol, innanríkisráðherra Venesúela, þjóðina í sjónvarpi. Hann sagði „hryðjuverka-málaliða“ hafa reynt að gera innrás frá Kólumbíu. Skömmu eftir það bárust fregnir af því að átta menn hefðu verið skotnir til bana um borð í bát undan ströndum Macuto og tveir handsamaðir. Seinna var ljóst að sex voru skotnir en ekki átta og lögðu yfirvöld hald á vopn og annan búnað. Til skotbardaga kom á hafi úti.AP/Matias Delacroix Seinna á sunnudeginum birti miðillinn Factores de Poder myndband á Twitter þar sem Goudreau lýsir yfir ábyrgð á aðgerðunum við Macuto og gefur í skyn að mun fleiri útsendarar hans séu í Venesúela. Annar maður sem var með honum sagði markmiðið að fella stjórn Maduro. Hablan los que saben. pic.twitter.com/hR7N2yKi1J— Factores de Poder (@FactoresdePoder) May 3, 2020 Sami miðill birti svo mynd af samningi Goudreau á að hafa skrifað undir með Guaídó í október í fyrra. Silvercorp átti samkvæmt þessum samningi að fá 212,9 milljónir dala og fyrir að þjálfa sjálfboðaliðana 300. Guaídó hefur þó eins og áður hefur komið fram sagt að hann hafi aldrei skrifað undir samkning við Goudreau. Blaðamenn AP hafa ítrekað beðið Goudreau um afrit af samningnum en hafa ekki fengið svör. Eftir það birti miðillinn einnig undarlegt viðtal við Goudreau þar sem hann segir Guadió ekki hafa greitt sér fyrir þjónustu sína en hann hafi samt ákveðið að reyna að koma Maduro frá völdum. Hann endaði það viðtal einnig á því að gefa í skyn að mun fleiri útsendarar hans væru að störfum í Venesúela. .@PattyPoleo conversó en exclusiva con Jordan Goudreau, sobre el incumplimiento de contrato del gobierno interino. El veterano de guerra estadounidense afirmó: "Jamás había visto tal cantidad de puñaladas por la espalda, de traiciones." #Agárrate https://t.co/KzaRFjH7UQ pic.twitter.com/1mG5XepPsc— Factores de Poder (@FactoresdePoder) May 4, 2020 Seinna á sunnudagskvöldið birtist tíst á Twittersíðu Silvercorp, sem hefur verið lokað, en í því stóð að 60 fyrrverandi hermenn Venesúela tækju þátt í aðgerðunum og tveir fyrrverandi bandarískir hermenn. Donald Trump, forseti, var taggaður í tístinu. Framhaldið óljóst Það er alfarið óljóst hvert framhald málsins verður og hvort Goudreau stjórni fjölmörgum útsendurum í Venesúela eins og hann heldur fram. Sérfræðingar segja þó mjög ólíklegt að hann njóti stuðnings Bandaríkjanna á nokkurn hátt. „Það er ótrúlegt hve klikkaðir þeir voru,“ sagði Mike Vigil, fyrrverandi yfirmaður Alþjóðaaðgerða hjá bandarísku fíkniefnalögreglunni, DEA, við AP fréttaveituna. Hann sagði ómögulegt að ríkisstórn Bandaríkjanna hafi stutt þessa aðgerð með nokkrum hætti. Venesúela Bandaríkin Donald Trump Fréttaskýringar Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir ríkisstjórn sína ekki hafa komið að undarlegri valdaránstilraun sem stöðvuð var í Venesúela á sunnudaginn og mánudaginn. Tveir bandarískir fyrrverandi hermenn hafa verið handteknir þar í landi en Nicolás Maduro, forseti Venesúela, segir þá hafa verið aðila að valdaránstilraun og að þeir hafi ætlað að myrða hann með stuðningi Bandaríkjanna og Kólumbíu. Mennirnir tveir heita Luke Denman og Airan Berry. Þeir eru báðir fyrrverandi sérsveitarmenn og hafa starfað hjá öryggisfyrirtækinu Silvercorp USA. Þeir voru handsamaðir undan ströndum Venesúela á sunnudaginn og sex aðrir voru skotnir til bana. Annar hópur var svo gómaður á mánudaginn Þriðji Bandaríkjamaðurinn og stofnandi Silvercorp, Jordan Goudreau, segist hafa staðið við aðgerðina sem ku heita „Operation Gideon“. Goudreau hefur sagt að markmiðið hafi verið að handsama Maduro og aðgerðin hafi verið gerð í samstarfi við Juan Guaídó, sem leiðir stjórnarandstöðuna í Venesúela. Guaídó segir það fjarri lagi að hann hafi átt í samstarfi við Silvercorp og Goudreau. Hér má sjá tíst frá fréttakonu ríkisútvarps Venesúela. Það inniheldur myndband sem tekið var skömmu eftir að Bandaríkjamennirnir voru handsamaðir. CAPTURED: U.S. mercenaries Luke Alexander Denman and Aaron Barry are in custody of the Venezuelan government. The two Silvercorp terrorists claim work security for President Trump. pic.twitter.com/jc7vwmjuTB— Camila (@camilateleSUR) May 5, 2020 Í samtali við AP fréttaveituna hafa fyrrverandi félagar Goudreau í hernum lýst honum vel og sagt hann hafa verið góðan hermann. Árið 2013 var hann þó grunaður um að svíkja fé af hernum en málinu var lokað án ákæru. Goudreau stofnaði Silvercorp USA í Flórída árið 2018, skömmu eftir árásina í Parkland, þar sem 17 voru skotnir til bana, og átti öryggisfyrirtækið að sporna gegn skotárásum í skólum, samkvæmt AP. Silvercorp vildi koma útsendurum fyrir í skólum svo þeir gætu brugðist við árásum. Á vefsíðu Silvercorp USA segir að fyrirtækið hafi komið að aðgerðum í rúmlega 50 löndum og ráðgjafastjórn þess innihaldi fyrrverandi erindreka, hermenn og forstjóra alþjóðafyrirtækja. Enginn þeirra er þó nefndur á nafn. Þar er því einnig haldið fram að fyrirtækið hafi leitt alþjóðleg öryggisteymi fyrir forseta Bandaríkjanna. Erfitt er að segja um sannleiksgildi þess að fyrirtækið hafi leitt alþjóðleg öryggisteymi fyrir Donald Trump. Goudreau hefur þó komið að öryggisgæslu á kosningafundum Trump, miðað við myndband á síðu fyrirtækisins. Rannsakendur Bellingcat hafa staðfest það frekar. Á Instagramsíðu Silvercorp má sjá myndir af Goudreau berum að ofan með byssur, hann ferðast með einkaflugvél, á hlaupabretti og ýmislegt annað. View this post on Instagram - They make you CRF boys pretty big - Its that good army chow sir! #activeshootertraining #ourgreatestasset #nutrition #activeshooter #silvercorpusa #nousdefions #school #schoolsecurity #canecorso #harleydavidson #5thspecialforcesgroup #airborne #military #tactics #crossfit A post shared by Silvercorp USA (@silvercorpusa) on Aug 15, 2018 at 6:24am PDT Hin undarlegasta valdaránstilraun Það er erfitt að fanga í texta hve undarleg þessi valdaránstilraun er. Upphaf málsins má þó mögulega rekja til fréttar AP fréttaveitunnar sem birt var þann 1. maí. Hún fjallar um það að Goudreau hafi verið bendlaður við sambærilega valdaránstilraun í fyrra. Þá hafi 300 fyrrverandi hermenn frá Venesúela ætlað að lauma sér inn Venesúela frá Kólumbíu. Þeir hafi átt að koma af stað byltingu með því að ráðast á herstöðvar og fá aðra hermenn til að ganga til liðs við þá. Drew White, fyrrverandi samstarfsmaður Goudreau í Silvercorp, segir hann alltaf hafa verið á eftir auðunnum auðæfum og ekkert sem hann hafi ætlað sér hafi nokkurn tímann gengið eftir. White segir Goudreau hafa fengið mikinn áhuga á Venesúela eftir að hafa unnið við öryggisgæslu á tónleikum í febrúar 2019, sem skipulagðir voru af breska auðjöfrinum Richard Branson og voru til stuðnings Juan Guaídó. Goudreau sagðist hafa viljað nýta sér aukinn áhuga ríkisstjórnar Trump á því að koma Maduro frá völdum. Hann kynntist Keith Schiller, fyrrverandi lífverði Trump til margra ára og í kjölfar þess fór Goudreau með honum á fund með samstarfsmanni Guaídó um aukna öryggisgæslu fyrir stjórnmálamanninn og bandamenn hans. Heimildarmaður AP segir að Schiller hafi ekki þótt mikið til Goudreau koma á fundinum og að hann hafi slitið öll tengsl við hann. Goudreau komst þó í samband við Lester Toledo, samstarfsmann Guaídó, og í gegnum hann kynntist Goudreau Cliver Alcalá, fyrrverandi hershöfðingja frá Venesúela og andstæðingi Maduro. Hershöfðingi sem smyglaði kókaíni Alcalá var eitt sinn beittur refsiaðgerðum af Bandaríkjunum fyrir að hafa veitt uppreisnarmönnum í Kólumbíu flugskeyti í skiptum fyrir kókaín. Hershöfðinginn fyrrverandi er nú í haldi Bandaríkjamanna og er sakaður um umfangsmikil smygl kókaíns til Bandaríkjanna. Í fyrra hélt Alcalá fund á hóteli í Kólumbíu þar sem hann og aðrir andstæðingar Maduro lögðu á ráðin. Toledo og Goudreau sóttu þann fund og ræddu lengi við Alcalá. Nicolas Maduro, forseti Venesúela.AP/Matias Delacroix Alcalá hafði valið um 300 sjálfboðaliða úr hópi fyrrverandi hermanna sem höfðu flúið frá Venesúela til Kólumbíu. Silvercorp átti að þjálfa þá í þremur leynilegum búðum við landamæri ríkjanna og senda þá til Venesúela. Þar áttu þeir að hefja uppreisn gegn Maduro. Samkvæmt heimildarmönnum AP fréttaveitunnar sagði Goudreau að hann gæti fengið ríkisstjórn Trump til að styðja uppreisnina, án þess þó að útskýra hvernig. Toledo og aðrir Guaídó-liðar sem sóttu fundinn, munu hafa slitið öll tengsl við Goudreau og Alcalá í kjölfar fundarins vegna þess að þeir voru sannfærðir um að það sem þeir voru að skipuleggja væri feygðarflan og gæti ekki skilað árangri. Goudreau og Alcalá héldu þó áætlunum sínum áfram, um tíma. Áttu aldrei séns AP fréttaveitan ræddi við Mattos, fyrrverandi sérsveitarmann, sem fór til umræddra leynibúða, eftir að hann heyrði af þeim frá vini sínum, og reyndi hann að þjálfa sjálboðaliða í grunn-sjúkraliðastörfum. Það gerði hann í gegnum hjálparsamtök sín en hann ferðast um átakasvæði og reynir að þjálfa fólk í að bjarga lífum. Mattos segir að sjálfboðaliðar Alcalá og Goudreau hafi aldrei átt séns á því að velta Maduro úr sessi. Hann sagði aðstæður í búðunum hafa verið hræðilegar og mennirnir hafi verið vannærðir. Þar að auki hafi þeir þjálfað skotfimi með kústsköftum í stað vopna. Sjálfboðaliðarnir sögðu Mattos þó að Goudreau, sem Mattos hitti aldrei, hafi sagt þeim að hann myndi tryggja þeim vopn frá Bandaríkjunum og stuðning bandaríska hersins úr lofti. Þeir sýndu Mattos einnig skjal sem Goudreau hafði skrifað þar sem hann fór yfir þann búnað sem uppreisnin gegn Maduro þyrfti frá Bandaríkjunum. Sá búnaður hefði kostað margar milljónir en Mattos sýndi blaðamönnum AP það. Hér má sjá myndir af málaliðunum sem voru gómaðir á mánudaginn. RT @teleSURtv: #ENFOTOS | First images of the arrest of 8 new mercenaries who were trying to enter Venezuela, were apprehended by fishermen on the coast of Chuao, a town located in the state of Aragua https://t.co/hvSTJ3fpSK pic.twitter.com/XUq2gK7dUA— Nicolás Maduro (@maduro_en) May 4, 2020 Rannsókn AP leiddi þó ekki í ljós að Goudreau hafi verið í nokkrum samskiptum við embættismenn í ríkisstjórn Trump. Hins vegar vissu margir af því sem Goudreau var að gera og bárust fregnir af því til Bandaríkjanna. Stærði sig af vinskap sínum við Goudreau Alcalá mun einnig hafa sagt öllum sem vildu heyra frá áætlunum þeirra og stærði hann sig af vináttu sinni við Goudreau við kólumbíska embættismenn. Hershöfðinginn lýsti Goudreau ítrekaði sem fyrrverandi útsendara CIA, leyniþjónustu Bandaríkjanna. Fáir vildu þó nokkuð með þá Alcalá og Goudreau hafa. Skömmu eftir að einn sjálfboðaliðanna var handsamaður í mars við það að reyna að smygla sér inn í Venesúela fór allt um þúfur. Lögreglan í Kólumbíu lagði í kjölfarið hald á búnað og vopn sem áttu að berast til uppreisnarmannanna. Þar á meðal voru hjálmar sem framleiddir eru í Bandaríkjunum af fyrirtæki sem er í eigu manns sem hafði flust þangað frá Venesúela. Hann svaraði ekki fyrirspurnum AP. Skömmu seinna gaf Alcalá sig fram í Kólumbíu vegna áðurnefndar ákæru í Bandaríkjunum og sagðist hann eiga búnaðinn og vopnin. Í myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðlum sagði hann uppreisnina hafa verið tilbúna en þeir hafi verið sviknir. Sjálfboðaliðarnir yfirgáfu leynilegu búðirnar eftir að Alcalá var handtekinn. Maduro fylgdist náið með Diosdado Cabello, næst valdamesti maður í Venesúela, heldur því fram að leyniþjónsta landsins hafi vitað af áætlun Alcalá og Goudreau frá upphafi. AP fréttaveitan hefur eftir honum að ríkið hafi meira að segja greitt kostnaðinn fyrir nokkra fundi þeirra Útsendarar þeirra hafi verið það útbreiddir meðal þeirra sem tóku þátt í uppreisninni sem aldrei varð. Virðist hafa haldið áfram Svo virðist þó sem að Goudreau hafi þó ekki alfarið hætt við ætlanir hans og Alcalá. Snemma á sunnudaginn fóru að berast fregnir af hernaðaraðgerðum undan ströndum Macuto í Venesúela. Um klukkan hálf átta að morgni sunnudagsins ávarpaði Nestor Reverol, innanríkisráðherra Venesúela, þjóðina í sjónvarpi. Hann sagði „hryðjuverka-málaliða“ hafa reynt að gera innrás frá Kólumbíu. Skömmu eftir það bárust fregnir af því að átta menn hefðu verið skotnir til bana um borð í bát undan ströndum Macuto og tveir handsamaðir. Seinna var ljóst að sex voru skotnir en ekki átta og lögðu yfirvöld hald á vopn og annan búnað. Til skotbardaga kom á hafi úti.AP/Matias Delacroix Seinna á sunnudeginum birti miðillinn Factores de Poder myndband á Twitter þar sem Goudreau lýsir yfir ábyrgð á aðgerðunum við Macuto og gefur í skyn að mun fleiri útsendarar hans séu í Venesúela. Annar maður sem var með honum sagði markmiðið að fella stjórn Maduro. Hablan los que saben. pic.twitter.com/hR7N2yKi1J— Factores de Poder (@FactoresdePoder) May 3, 2020 Sami miðill birti svo mynd af samningi Goudreau á að hafa skrifað undir með Guaídó í október í fyrra. Silvercorp átti samkvæmt þessum samningi að fá 212,9 milljónir dala og fyrir að þjálfa sjálfboðaliðana 300. Guaídó hefur þó eins og áður hefur komið fram sagt að hann hafi aldrei skrifað undir samkning við Goudreau. Blaðamenn AP hafa ítrekað beðið Goudreau um afrit af samningnum en hafa ekki fengið svör. Eftir það birti miðillinn einnig undarlegt viðtal við Goudreau þar sem hann segir Guadió ekki hafa greitt sér fyrir þjónustu sína en hann hafi samt ákveðið að reyna að koma Maduro frá völdum. Hann endaði það viðtal einnig á því að gefa í skyn að mun fleiri útsendarar hans væru að störfum í Venesúela. .@PattyPoleo conversó en exclusiva con Jordan Goudreau, sobre el incumplimiento de contrato del gobierno interino. El veterano de guerra estadounidense afirmó: "Jamás había visto tal cantidad de puñaladas por la espalda, de traiciones." #Agárrate https://t.co/KzaRFjH7UQ pic.twitter.com/1mG5XepPsc— Factores de Poder (@FactoresdePoder) May 4, 2020 Seinna á sunnudagskvöldið birtist tíst á Twittersíðu Silvercorp, sem hefur verið lokað, en í því stóð að 60 fyrrverandi hermenn Venesúela tækju þátt í aðgerðunum og tveir fyrrverandi bandarískir hermenn. Donald Trump, forseti, var taggaður í tístinu. Framhaldið óljóst Það er alfarið óljóst hvert framhald málsins verður og hvort Goudreau stjórni fjölmörgum útsendurum í Venesúela eins og hann heldur fram. Sérfræðingar segja þó mjög ólíklegt að hann njóti stuðnings Bandaríkjanna á nokkurn hátt. „Það er ótrúlegt hve klikkaðir þeir voru,“ sagði Mike Vigil, fyrrverandi yfirmaður Alþjóðaaðgerða hjá bandarísku fíkniefnalögreglunni, DEA, við AP fréttaveituna. Hann sagði ómögulegt að ríkisstórn Bandaríkjanna hafi stutt þessa aðgerð með nokkrum hætti.
Venesúela Bandaríkin Donald Trump Fréttaskýringar Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira