Liverpool fær mun meiri tíma en Man. City og Leicester til að jafna sig á milli jólaleikjanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2019 09:30 Raheem Sterling í leik með Manchester City á móti Liverpool á Anfield fyrr í vetur. Getty/Simon Stacpoole Manchester City segist hafa gert athugasemd við uppröðun leikjanna í ensku úrvalsdeildinni yfir jólin en þar er ekki alveg jafnt á komið með toppliðunum. Það er stutt á milli leikja yfir hátíðirnar en það munar samt talsvert á álaginu á liðunum. Breska ríkisútvarpið tók saman tíma á milli leikja ensku liðanna á milli jóla og nýárs. Liverpool er tíu stigum á undan Leicester City og ellefu stigum á undan Manchester City. Liverpool færi miklu meiri hvíld milli leikja en helstu keppinautar þeirra í töflunni. BBC segir frá því að Manchester City hafi þegar kvartað við yfirmenn ensku úrvalsdeildarinnar af því að liðið þarf að spila tvisvar á 48 klukkutímum. Það líða nefnilega bara 46 klukkutímar og fimmtán mínútur á milli leikja liðsins á móti Wolves 27. desember og á móti Sheffield United 29. desember. Leikurinn við Úlfanna er á útivelli en það tekur um tvo klukkuttíma að keyra frá Manchester til Wolverhampton. There will be 44 hours 45 minutes between the start of Wolves v Man City and Liverpool v Wolves on 29 December. Liverpool - who play at Leicester on 26 December - have 68 hours and 30 minutes between the start of their two matches. But are we bothered? No. https://t.co/jhfk3V3A7E— John Bray (@johnbray69) December 23, 2019 Við þetta bætist að lið Sheffield United, mótherji Manchester City eftir þessa stuttu hvíld, fær 75 klukkutíma á milli leikja eða næstum því tvöfalt lengri tíma en City menn. „Ég skrifaði bréf til ensku úrvalsdeildarinnar til að þakka þeim fyrir,“ sagði Pep Guardiola fullur af kaldhæðni á blaðamannafundi. Á meðan það eru rúmir 46 klukkutímar milli leikja Manchester City og rúmir 45 klukkutímar milli leikja Leicester City þá líða 68 klukkutímar og 30 mínútur milli leikja hjá Liverpool á milli jóla og nýárs. Liverpool liðið mætir Leicester City klukkan 20.00 á öðrum degi jóla, 26. desember, en spilar síðan ekki næst fyrr en 29. desember klukkan 16.30 og þá á móti Wolverhampton Wanderers. Aðeins Arsenal, Chelsea og Sheffield United fá lengri tíma á milli leikja en Liverpool. Wolves er aftur á móti það lið sem fær minnsta tíma til að jafna sig á milli leikja og það fyrir leik á móti toppliði Liverpool. Það má sjá tíma milli leikja hjá öllum liðum deildarinnar með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Steig á tána á Mike Tyson Sport Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira
Manchester City segist hafa gert athugasemd við uppröðun leikjanna í ensku úrvalsdeildinni yfir jólin en þar er ekki alveg jafnt á komið með toppliðunum. Það er stutt á milli leikja yfir hátíðirnar en það munar samt talsvert á álaginu á liðunum. Breska ríkisútvarpið tók saman tíma á milli leikja ensku liðanna á milli jóla og nýárs. Liverpool er tíu stigum á undan Leicester City og ellefu stigum á undan Manchester City. Liverpool færi miklu meiri hvíld milli leikja en helstu keppinautar þeirra í töflunni. BBC segir frá því að Manchester City hafi þegar kvartað við yfirmenn ensku úrvalsdeildarinnar af því að liðið þarf að spila tvisvar á 48 klukkutímum. Það líða nefnilega bara 46 klukkutímar og fimmtán mínútur á milli leikja liðsins á móti Wolves 27. desember og á móti Sheffield United 29. desember. Leikurinn við Úlfanna er á útivelli en það tekur um tvo klukkuttíma að keyra frá Manchester til Wolverhampton. There will be 44 hours 45 minutes between the start of Wolves v Man City and Liverpool v Wolves on 29 December. Liverpool - who play at Leicester on 26 December - have 68 hours and 30 minutes between the start of their two matches. But are we bothered? No. https://t.co/jhfk3V3A7E— John Bray (@johnbray69) December 23, 2019 Við þetta bætist að lið Sheffield United, mótherji Manchester City eftir þessa stuttu hvíld, fær 75 klukkutíma á milli leikja eða næstum því tvöfalt lengri tíma en City menn. „Ég skrifaði bréf til ensku úrvalsdeildarinnar til að þakka þeim fyrir,“ sagði Pep Guardiola fullur af kaldhæðni á blaðamannafundi. Á meðan það eru rúmir 46 klukkutímar milli leikja Manchester City og rúmir 45 klukkutímar milli leikja Leicester City þá líða 68 klukkutímar og 30 mínútur milli leikja hjá Liverpool á milli jóla og nýárs. Liverpool liðið mætir Leicester City klukkan 20.00 á öðrum degi jóla, 26. desember, en spilar síðan ekki næst fyrr en 29. desember klukkan 16.30 og þá á móti Wolverhampton Wanderers. Aðeins Arsenal, Chelsea og Sheffield United fá lengri tíma á milli leikja en Liverpool. Wolves er aftur á móti það lið sem fær minnsta tíma til að jafna sig á milli leikja og það fyrir leik á móti toppliði Liverpool. Það má sjá tíma milli leikja hjá öllum liðum deildarinnar með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Steig á tána á Mike Tyson Sport Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira