Hátíðarhöld í Hong Kong raskast vegna mótmæla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. desember 2019 10:58 Mótmælandi kastar táragasi aftur á lögreglu. getty/Billy H.C. Kwok Mótmæli í Hong Kong héldu áfram þrátt fyrir hátíðarhöld og kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Lögreglan beitti mótmælendur piparspreyi og táragasi þegar þeir söfnuðust saman í nokkrum verslunarhverfum í Hong Kong. Mótmælendur söfnuðust saman á aðfangadagskvöld og köstuðu þeir meðal annars bensínsprengjum þegar til átaka kom við lögreglu. Carrie Lam, leiðtogi sjálfstjórnarhéraðsins, sagði að hátíðarhöld margra íbúa og ferðamanna hafi verið eyðilögð vegna eigingjarnra og kærulausra óeirðarmanna. „Þetta ólöglega athæfi hefur ekki aðeins svert hátíðarhöldin heldur hefur það einnig haft áhrif á fyrirtæki á svæðinu,“ sagði hún í Facebook færslu á miðvikudag. Mótmælin í Hong Kong hófust í Júní þegar lögð var fram lagabreytingatillaga sem hefði heimilað stjórnvöldum í Hong Kong að framselja grunaða til meginlands Kína. Tillagan var síðar dregin til baka en áherslur mótmælahreyfingarinnar hafa síðan breyst og krefjast mótmælendur nú að aðgerðir lögreglu verði rannsakaðar og lýðræði verði aukið. Mótmælin höfðu verið friðsæl að mestu leiti síðustu vikur en átök brutust út að nýju í aðdraganda jólanna. Á miðvikudag gengu mótmælendur í gegn um verslunarhverfi í Hong Kong og kölluðu ýmis slagorð, þar á meðal „Frelsið Hong Kong! Bylting á okkar tímum!“ Lögreglan hefur handtekið hóp fólks eftir að það var beitt piparspreyi. Átök voru ekki eins mikil á miðvikudag og á þriðjudag þegar mótmælendur settu upp vegatálma og köstuðu bensínsprengjum víða um borgina á meðan lögreglan beitti táragasi og kylfum. Hong Kong var bresk nýlenda þar til 1997 en þá var héraðinu skilað aftur til meginlands Kína en þá tók gildi svokallaður „eitt land, tvö kerfi“ samningur. Samkvæmt samkomulaginu hefur Hong Kong töluvert sjálfstæði frá meginlandi Kína og njóta íbúar meiri réttinda en þeir á meginlandinu. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Undirritar lög til stuðnings lýðræðissinnum í Hong Kong Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað lög sem veita lýðræðissinnum og mótmælendum í Hong Kong ákveðinn stuðning. 28. nóvember 2019 07:15 Mótmælendur streyma niður götur Hong Kong Tugir þúsunda hafa safnast saman til að taka þátt í kröfugöngu á götum Hong Kong. 8. desember 2019 09:31 Segir kostnaðarsamara fyrir Kínverja að ráðast inn í Hong Kong en að leyfa borginni að brenna "Þeir hafa lært það í gegn um tíðina hvað gerist þegar þú sendir inn hermenn og skriðdreka, við sáum það á torgi Hins himneska friðar árið 1989. Þá var Kína allt öðruvísi land en það er í dag. Kína hefur vissulega, þó að stjórnvöld í Peking séu mjög hörð á svona hlutum, þá myndu þeir bara hafa miklu meiru að tapa núna á þessum tíma en áður fyrr.“ 25. nóvember 2019 23:30 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Mótmæli í Hong Kong héldu áfram þrátt fyrir hátíðarhöld og kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Lögreglan beitti mótmælendur piparspreyi og táragasi þegar þeir söfnuðust saman í nokkrum verslunarhverfum í Hong Kong. Mótmælendur söfnuðust saman á aðfangadagskvöld og köstuðu þeir meðal annars bensínsprengjum þegar til átaka kom við lögreglu. Carrie Lam, leiðtogi sjálfstjórnarhéraðsins, sagði að hátíðarhöld margra íbúa og ferðamanna hafi verið eyðilögð vegna eigingjarnra og kærulausra óeirðarmanna. „Þetta ólöglega athæfi hefur ekki aðeins svert hátíðarhöldin heldur hefur það einnig haft áhrif á fyrirtæki á svæðinu,“ sagði hún í Facebook færslu á miðvikudag. Mótmælin í Hong Kong hófust í Júní þegar lögð var fram lagabreytingatillaga sem hefði heimilað stjórnvöldum í Hong Kong að framselja grunaða til meginlands Kína. Tillagan var síðar dregin til baka en áherslur mótmælahreyfingarinnar hafa síðan breyst og krefjast mótmælendur nú að aðgerðir lögreglu verði rannsakaðar og lýðræði verði aukið. Mótmælin höfðu verið friðsæl að mestu leiti síðustu vikur en átök brutust út að nýju í aðdraganda jólanna. Á miðvikudag gengu mótmælendur í gegn um verslunarhverfi í Hong Kong og kölluðu ýmis slagorð, þar á meðal „Frelsið Hong Kong! Bylting á okkar tímum!“ Lögreglan hefur handtekið hóp fólks eftir að það var beitt piparspreyi. Átök voru ekki eins mikil á miðvikudag og á þriðjudag þegar mótmælendur settu upp vegatálma og köstuðu bensínsprengjum víða um borgina á meðan lögreglan beitti táragasi og kylfum. Hong Kong var bresk nýlenda þar til 1997 en þá var héraðinu skilað aftur til meginlands Kína en þá tók gildi svokallaður „eitt land, tvö kerfi“ samningur. Samkvæmt samkomulaginu hefur Hong Kong töluvert sjálfstæði frá meginlandi Kína og njóta íbúar meiri réttinda en þeir á meginlandinu.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Undirritar lög til stuðnings lýðræðissinnum í Hong Kong Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað lög sem veita lýðræðissinnum og mótmælendum í Hong Kong ákveðinn stuðning. 28. nóvember 2019 07:15 Mótmælendur streyma niður götur Hong Kong Tugir þúsunda hafa safnast saman til að taka þátt í kröfugöngu á götum Hong Kong. 8. desember 2019 09:31 Segir kostnaðarsamara fyrir Kínverja að ráðast inn í Hong Kong en að leyfa borginni að brenna "Þeir hafa lært það í gegn um tíðina hvað gerist þegar þú sendir inn hermenn og skriðdreka, við sáum það á torgi Hins himneska friðar árið 1989. Þá var Kína allt öðruvísi land en það er í dag. Kína hefur vissulega, þó að stjórnvöld í Peking séu mjög hörð á svona hlutum, þá myndu þeir bara hafa miklu meiru að tapa núna á þessum tíma en áður fyrr.“ 25. nóvember 2019 23:30 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Undirritar lög til stuðnings lýðræðissinnum í Hong Kong Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað lög sem veita lýðræðissinnum og mótmælendum í Hong Kong ákveðinn stuðning. 28. nóvember 2019 07:15
Mótmælendur streyma niður götur Hong Kong Tugir þúsunda hafa safnast saman til að taka þátt í kröfugöngu á götum Hong Kong. 8. desember 2019 09:31
Segir kostnaðarsamara fyrir Kínverja að ráðast inn í Hong Kong en að leyfa borginni að brenna "Þeir hafa lært það í gegn um tíðina hvað gerist þegar þú sendir inn hermenn og skriðdreka, við sáum það á torgi Hins himneska friðar árið 1989. Þá var Kína allt öðruvísi land en það er í dag. Kína hefur vissulega, þó að stjórnvöld í Peking séu mjög hörð á svona hlutum, þá myndu þeir bara hafa miklu meiru að tapa núna á þessum tíma en áður fyrr.“ 25. nóvember 2019 23:30