Ákæra Trump fyrir að misnota vald sitt og standa í vegi þingsins Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2019 14:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Uppfært 14:15 Demókratar hafa opinberað tvær ákærur gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. Hann er sakaður um að misnota vald sitt og að standa í vegi þingsins varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári. Sú viðleitni hafi staðið yfir um mánaða skeið og hafi verið stýrt af Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump. Demókratar segja Trump hafa ógnað bæði heillindum kosninga í Bandaríkjunum og þjóðaröryggi en rannsókn hefur nú staðið yfir frá því að í ljós kom að Trump hafði haldið aftur af neyðaraðstoð til Úkraínu. Vitni og aðrir segja það hafa verið gert til að þrýsta á Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu. Trump hafði krafið Zelensky um að tilkynna opinberlega að hann ætlaði að hefja tvær rannsóknir sem myndu nýtast Trump fyrir kosningarnar á næsta ári. Á því byggir ákæran um að Trump hafi misnotað vald sitt. „Hann ógnar lýðræði okkar og þjóðaröryggi,“ sagði Jerrold Nadler, formaður dómsmálanefndar fulltrúadeildarinnar. „Næstu kosningar okkar eru í hættu. Þess vegna verðum við að bregðast við núna.“ NADLER: "Elections are the cornerstone of democracy and foundational to the rule of law. The integrity of our next election is at risk from a president who has already sawed foreign interference in 2016 and 2020 elections. That is why we must act now." pic.twitter.com/quenVR8LeE— Aaron Rupar (@atrupar) December 10, 2019 Hvíta húsið hefur neitað að koma að ferlinu að nokkrum hætti. Þá hefur ríkisstjórnin meinað fjölda núverandi og fyrrverandi starfsmanna að bera vitni og neitað að afhenda gögn sem þingið hefur krafist. Á því byggir ákæran um að Trump hafi staðið í vegi þingsins.? Demókratar vonast til þess að greiða atkvæði um ákærurnar fyrir jól. Eftir það færi málið fyrir öldungadeildina þar sem nokkurs konar réttarhöld færu fram. Þingmennirnir sjálfir yrðu í raun kviðdómendur og myndu hlusta á málflutning fylkinga. Þegar Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, var spurð í gær að því hvort nægilega margir þingmenn myndu kjósa að ákæra Trump, sagðist hún ekki vita það. Hver þingmaður Demókrataflokksins myndi greiða atkvæði eftir eigin samvisku. Lögmenn Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins svöruðu spurningum meðlimi dómsmálanefndar fulltrúadeildarinnar í gær varðandi rannsókn deildarinnar. Lítið til í ásökunum Trump Forsetinn og bandamenn hans hafa sakað Joe Biden um spillingu vegna þess að hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að reka saksóknara á sama tíma og Hunter, sonur hans, sat í stjórn olíufyrirtækisins Burisma Holdings. Það eigi Biden að hafa gert til að stöðva rannsókn sem beindist að Burisma, samkvæmt kenningu Trump-liða og vill forsetinn að Úkraínumenn rannsaki það. Ekkert hefur þó komið fram sem bendir til þess að Biden-feðgarnir hafi gert nokkuð ólöglega eða að rannsókn hafi yfir höfuð staðið yfir á Burisma á þeim tíma sem þáverandi varaforsetinn reyndi að koma saksóknara frá. Sú viðleitni var hluti af alþjóðlegum þrýstingi þar sem vestræn ríki töldu saksóknarann ljón í vegi þess að uppræta langvarandi spillingu í Úkraínu. Hin rannsóknin tengist samsæriskenningu um tölvupóstþjón landsnefndar Demókrataflokksins sem rússneskir hakkarar brutust inn í fyrir forsetakosningarnar 2016 og láku vandræðalegum póstum í gegnum Wikileaks. Trump hefur lengi verið gramur vegna niðurstöðu bandarísku leyniþjónustunnar að rússnesk stjórnvöld hafi háð upplýsingastríð og framið tölvuinnbrot til að hjálpa honum til sigurs. Trump og bandamenn hans hafa því haldið þeirri hugmynd á lofti um að það hafi í reynd verið úkraínskir útsendarar sem frömdu innbrotið í tölvupóstþjón demókrata og að þeir hafi bókstaflega falið áþreifanlegan tölvupóstþjón í Úkraínu. Markmiðið hafi verið að koma sök á Rússa. Það er, eins og áður hefur komið fram, þvert á öll sönnunargögn og niðurstöður öryggisstofnanna í bandaríkjunum og sérfræðinga. Þessu hafa Trump-liðar og þar með taldir nokkrir þingmenn, haldið áfram að dreifa. Þrátt fyrir að embættismenn og forsvarsmenn öryggisstofnanna hafi varað þá við því að ásakanirnar gegn Úkraínu séu runnar undan rifjum þeirra sömu Rússa og gerðu árásina á tölvukerfi Landsnefndar Demókrataflokksins. Gróf tímalína Í stuttu máli sagt, eða eins stuttu máli og mögulegt er, þá hófst rannsókn fulltrúadeildarinnar eftir að í ljós kom að uppljóstrari hafði lagt fram formlega kvörtun vegna símtals Trump og Zelensky þann 25. júlí. Kvörtunin var lögð fram þann 12. ágúst af starfsmanni leyniþjónustu Bandaríkjanna til innri endurskoðenda leyniþjónusta Bandaríkjanna. Innri endurskoðandinn, Michael Atkinson sem skipaður var í embætti af Trump, tók málið til skoðunar og ákvað að kvörtunin væri trúverðug og að málið væri „aðkallandi áhyggjuefni“. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanan kom þó í veg fyrir að kvörtunin yrði afhent þinginu, eins og lög segja til um. Í kjölfarið kom einnig í ljós að Trump hafði fryst neyðaraðstoðina til Úkraínu og rannsóknin hófst þann 9. september. Þingmenn fengu ekki aðgang að upprunalegu kvörtuninni fyrr en þann 25. september. Í millitíðinni birti Trump gróft eftirrit af símtali hans og Zelensky þar sem kom skýrt fram að þegar Zelensky talaði um að kaupa vopn af Bandaríkjunum, stöðvaði Trump hann og sagði: „Þú verður samt að gera okkur greiða“. Eftir það fór hann að tala um meinta spillingu Biden og samsæriskenninguna um vefþjóninn. Þá hafa vitni sagt að Trump og Giuliani hafi krafist þess af Úkraínumönnum að Zelensky myndi tilkynna rannsóknirnar tvær opinberlega. Fyrr fengi hann ekki fund með Trump, eins og hann vildi, og hefur Trump sömuleiðis verið sakaður um að halda aftur af neyðaraðstoðinni til að þrýsta á Zelensky. Eftir birtingu eftirritsins hóf fulltrúadeildin rannsóknina. Þá var aðstoðin afhent þann 11. september. Tveimur dögum eftir að rannsóknin hófst. Strax í kjölfar þess tilkynntu aðstoðarmenn Zelensky forsvarsmönnum CNN að hann myndi ekki mæta í sjónvarpsviðtal á næstu dögum, eins og til stóð. Forsetinn er sagður hafa ætlað að verða við beiðni Trump í því viðtali og lýsa yfir því að áðurnefndar rannsóknir væru hafnar.Sjá einnig: Sluppu með naumindum við að verða við kröfum TrumpSkömmu eftir að rannsóknin hófst sagði Mulvaney á blaðamannafundi að Trump hafi haldið aftur af neyðaraðstoðinni til að þrýsta á yfirvöld Úkraínu. Blaðamenn ættu bara að jafna sig á því. Hann reyndi þó að draga orð sín til baka skömmu eftir það.Sjá einnig: „Forsetanum er drullusama um Úkraínu“Síðan þá hafa bandamenn forsetans haldið því fram að Trump hafi haldið aftur af neyðaraðstoðinni vegna áhyggja hans af spillingu í Úkraínu. Rannsóknunum sem hann vildi að Zelensky tilkynnti hafi einnig verið ætlað að koma niður á spillingu. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Úkraína Tengdar fréttir Segja Trump hafa brotið af sér í starfi Donald Trump fórnaði öryggishagsmunum Bandaríkjanna í eigin hag og rík ástæða er til að ákæra hann fyrir embættisbrot í starfi forseta. 3. desember 2019 19:57 Trump mætir ekki fyrir nefndina til að svara fyrir meint embættisbrot Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og lögfræðingar hans hafa gefið það út að þeir ætli ekki mæta fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings næstkomandi miðvikudag til þess að gefa skýrslu. 2. desember 2019 06:23 Ætla að ákæra Trump fyrir embættisbrot Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í dag að fulltrúadeildin myndi greiða atkvæði um að ákæra Donald Trump forseta fyrir embættisbrot. 5. desember 2019 18:00 Prófessorar segja tilefni til að ákæra Trump Þrír fræðimenn um stjórnarskrá Bandaríkjanna segja tilefni til að ákæra Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Sá fjórði dregur í efa að tilefni sé til staðar. 4. desember 2019 21:30 Trump rangtúlkar orð Zelensky og segist hreinsaður af sök Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, er ekki þeirrar skoðunar að umdeilt símtal hans og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi falið í sér svokallað "kaup kaups“ (e. Quid pro quo). Hann gagnrýndi Bandaríkin þó harðlega fyrir að koma fram við Úkraínu sem peð í pólitískri skák. 2. desember 2019 23:00 Rannsókn FBI á tengslum Trumps og Rússlands ekki pólitískt hlutdræg Eftirlitsnefnd Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna úrskurðaði í dag að rannsókn bandarísku Alríkislögreglunnar, FBI, á tengslum forsetaframboðs Donalds Trumps og Rússlands hafi ekki stjórnast af pólitískri hlutdrægni. 9. desember 2019 23:07 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Uppfært 14:15 Demókratar hafa opinberað tvær ákærur gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. Hann er sakaður um að misnota vald sitt og að standa í vegi þingsins varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári. Sú viðleitni hafi staðið yfir um mánaða skeið og hafi verið stýrt af Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump. Demókratar segja Trump hafa ógnað bæði heillindum kosninga í Bandaríkjunum og þjóðaröryggi en rannsókn hefur nú staðið yfir frá því að í ljós kom að Trump hafði haldið aftur af neyðaraðstoð til Úkraínu. Vitni og aðrir segja það hafa verið gert til að þrýsta á Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu. Trump hafði krafið Zelensky um að tilkynna opinberlega að hann ætlaði að hefja tvær rannsóknir sem myndu nýtast Trump fyrir kosningarnar á næsta ári. Á því byggir ákæran um að Trump hafi misnotað vald sitt. „Hann ógnar lýðræði okkar og þjóðaröryggi,“ sagði Jerrold Nadler, formaður dómsmálanefndar fulltrúadeildarinnar. „Næstu kosningar okkar eru í hættu. Þess vegna verðum við að bregðast við núna.“ NADLER: "Elections are the cornerstone of democracy and foundational to the rule of law. The integrity of our next election is at risk from a president who has already sawed foreign interference in 2016 and 2020 elections. That is why we must act now." pic.twitter.com/quenVR8LeE— Aaron Rupar (@atrupar) December 10, 2019 Hvíta húsið hefur neitað að koma að ferlinu að nokkrum hætti. Þá hefur ríkisstjórnin meinað fjölda núverandi og fyrrverandi starfsmanna að bera vitni og neitað að afhenda gögn sem þingið hefur krafist. Á því byggir ákæran um að Trump hafi staðið í vegi þingsins.? Demókratar vonast til þess að greiða atkvæði um ákærurnar fyrir jól. Eftir það færi málið fyrir öldungadeildina þar sem nokkurs konar réttarhöld færu fram. Þingmennirnir sjálfir yrðu í raun kviðdómendur og myndu hlusta á málflutning fylkinga. Þegar Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, var spurð í gær að því hvort nægilega margir þingmenn myndu kjósa að ákæra Trump, sagðist hún ekki vita það. Hver þingmaður Demókrataflokksins myndi greiða atkvæði eftir eigin samvisku. Lögmenn Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins svöruðu spurningum meðlimi dómsmálanefndar fulltrúadeildarinnar í gær varðandi rannsókn deildarinnar. Lítið til í ásökunum Trump Forsetinn og bandamenn hans hafa sakað Joe Biden um spillingu vegna þess að hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að reka saksóknara á sama tíma og Hunter, sonur hans, sat í stjórn olíufyrirtækisins Burisma Holdings. Það eigi Biden að hafa gert til að stöðva rannsókn sem beindist að Burisma, samkvæmt kenningu Trump-liða og vill forsetinn að Úkraínumenn rannsaki það. Ekkert hefur þó komið fram sem bendir til þess að Biden-feðgarnir hafi gert nokkuð ólöglega eða að rannsókn hafi yfir höfuð staðið yfir á Burisma á þeim tíma sem þáverandi varaforsetinn reyndi að koma saksóknara frá. Sú viðleitni var hluti af alþjóðlegum þrýstingi þar sem vestræn ríki töldu saksóknarann ljón í vegi þess að uppræta langvarandi spillingu í Úkraínu. Hin rannsóknin tengist samsæriskenningu um tölvupóstþjón landsnefndar Demókrataflokksins sem rússneskir hakkarar brutust inn í fyrir forsetakosningarnar 2016 og láku vandræðalegum póstum í gegnum Wikileaks. Trump hefur lengi verið gramur vegna niðurstöðu bandarísku leyniþjónustunnar að rússnesk stjórnvöld hafi háð upplýsingastríð og framið tölvuinnbrot til að hjálpa honum til sigurs. Trump og bandamenn hans hafa því haldið þeirri hugmynd á lofti um að það hafi í reynd verið úkraínskir útsendarar sem frömdu innbrotið í tölvupóstþjón demókrata og að þeir hafi bókstaflega falið áþreifanlegan tölvupóstþjón í Úkraínu. Markmiðið hafi verið að koma sök á Rússa. Það er, eins og áður hefur komið fram, þvert á öll sönnunargögn og niðurstöður öryggisstofnanna í bandaríkjunum og sérfræðinga. Þessu hafa Trump-liðar og þar með taldir nokkrir þingmenn, haldið áfram að dreifa. Þrátt fyrir að embættismenn og forsvarsmenn öryggisstofnanna hafi varað þá við því að ásakanirnar gegn Úkraínu séu runnar undan rifjum þeirra sömu Rússa og gerðu árásina á tölvukerfi Landsnefndar Demókrataflokksins. Gróf tímalína Í stuttu máli sagt, eða eins stuttu máli og mögulegt er, þá hófst rannsókn fulltrúadeildarinnar eftir að í ljós kom að uppljóstrari hafði lagt fram formlega kvörtun vegna símtals Trump og Zelensky þann 25. júlí. Kvörtunin var lögð fram þann 12. ágúst af starfsmanni leyniþjónustu Bandaríkjanna til innri endurskoðenda leyniþjónusta Bandaríkjanna. Innri endurskoðandinn, Michael Atkinson sem skipaður var í embætti af Trump, tók málið til skoðunar og ákvað að kvörtunin væri trúverðug og að málið væri „aðkallandi áhyggjuefni“. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanan kom þó í veg fyrir að kvörtunin yrði afhent þinginu, eins og lög segja til um. Í kjölfarið kom einnig í ljós að Trump hafði fryst neyðaraðstoðina til Úkraínu og rannsóknin hófst þann 9. september. Þingmenn fengu ekki aðgang að upprunalegu kvörtuninni fyrr en þann 25. september. Í millitíðinni birti Trump gróft eftirrit af símtali hans og Zelensky þar sem kom skýrt fram að þegar Zelensky talaði um að kaupa vopn af Bandaríkjunum, stöðvaði Trump hann og sagði: „Þú verður samt að gera okkur greiða“. Eftir það fór hann að tala um meinta spillingu Biden og samsæriskenninguna um vefþjóninn. Þá hafa vitni sagt að Trump og Giuliani hafi krafist þess af Úkraínumönnum að Zelensky myndi tilkynna rannsóknirnar tvær opinberlega. Fyrr fengi hann ekki fund með Trump, eins og hann vildi, og hefur Trump sömuleiðis verið sakaður um að halda aftur af neyðaraðstoðinni til að þrýsta á Zelensky. Eftir birtingu eftirritsins hóf fulltrúadeildin rannsóknina. Þá var aðstoðin afhent þann 11. september. Tveimur dögum eftir að rannsóknin hófst. Strax í kjölfar þess tilkynntu aðstoðarmenn Zelensky forsvarsmönnum CNN að hann myndi ekki mæta í sjónvarpsviðtal á næstu dögum, eins og til stóð. Forsetinn er sagður hafa ætlað að verða við beiðni Trump í því viðtali og lýsa yfir því að áðurnefndar rannsóknir væru hafnar.Sjá einnig: Sluppu með naumindum við að verða við kröfum TrumpSkömmu eftir að rannsóknin hófst sagði Mulvaney á blaðamannafundi að Trump hafi haldið aftur af neyðaraðstoðinni til að þrýsta á yfirvöld Úkraínu. Blaðamenn ættu bara að jafna sig á því. Hann reyndi þó að draga orð sín til baka skömmu eftir það.Sjá einnig: „Forsetanum er drullusama um Úkraínu“Síðan þá hafa bandamenn forsetans haldið því fram að Trump hafi haldið aftur af neyðaraðstoðinni vegna áhyggja hans af spillingu í Úkraínu. Rannsóknunum sem hann vildi að Zelensky tilkynnti hafi einnig verið ætlað að koma niður á spillingu.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Úkraína Tengdar fréttir Segja Trump hafa brotið af sér í starfi Donald Trump fórnaði öryggishagsmunum Bandaríkjanna í eigin hag og rík ástæða er til að ákæra hann fyrir embættisbrot í starfi forseta. 3. desember 2019 19:57 Trump mætir ekki fyrir nefndina til að svara fyrir meint embættisbrot Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og lögfræðingar hans hafa gefið það út að þeir ætli ekki mæta fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings næstkomandi miðvikudag til þess að gefa skýrslu. 2. desember 2019 06:23 Ætla að ákæra Trump fyrir embættisbrot Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í dag að fulltrúadeildin myndi greiða atkvæði um að ákæra Donald Trump forseta fyrir embættisbrot. 5. desember 2019 18:00 Prófessorar segja tilefni til að ákæra Trump Þrír fræðimenn um stjórnarskrá Bandaríkjanna segja tilefni til að ákæra Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Sá fjórði dregur í efa að tilefni sé til staðar. 4. desember 2019 21:30 Trump rangtúlkar orð Zelensky og segist hreinsaður af sök Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, er ekki þeirrar skoðunar að umdeilt símtal hans og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi falið í sér svokallað "kaup kaups“ (e. Quid pro quo). Hann gagnrýndi Bandaríkin þó harðlega fyrir að koma fram við Úkraínu sem peð í pólitískri skák. 2. desember 2019 23:00 Rannsókn FBI á tengslum Trumps og Rússlands ekki pólitískt hlutdræg Eftirlitsnefnd Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna úrskurðaði í dag að rannsókn bandarísku Alríkislögreglunnar, FBI, á tengslum forsetaframboðs Donalds Trumps og Rússlands hafi ekki stjórnast af pólitískri hlutdrægni. 9. desember 2019 23:07 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Segja Trump hafa brotið af sér í starfi Donald Trump fórnaði öryggishagsmunum Bandaríkjanna í eigin hag og rík ástæða er til að ákæra hann fyrir embættisbrot í starfi forseta. 3. desember 2019 19:57
Trump mætir ekki fyrir nefndina til að svara fyrir meint embættisbrot Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og lögfræðingar hans hafa gefið það út að þeir ætli ekki mæta fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings næstkomandi miðvikudag til þess að gefa skýrslu. 2. desember 2019 06:23
Ætla að ákæra Trump fyrir embættisbrot Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í dag að fulltrúadeildin myndi greiða atkvæði um að ákæra Donald Trump forseta fyrir embættisbrot. 5. desember 2019 18:00
Prófessorar segja tilefni til að ákæra Trump Þrír fræðimenn um stjórnarskrá Bandaríkjanna segja tilefni til að ákæra Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Sá fjórði dregur í efa að tilefni sé til staðar. 4. desember 2019 21:30
Trump rangtúlkar orð Zelensky og segist hreinsaður af sök Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, er ekki þeirrar skoðunar að umdeilt símtal hans og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi falið í sér svokallað "kaup kaups“ (e. Quid pro quo). Hann gagnrýndi Bandaríkin þó harðlega fyrir að koma fram við Úkraínu sem peð í pólitískri skák. 2. desember 2019 23:00
Rannsókn FBI á tengslum Trumps og Rússlands ekki pólitískt hlutdræg Eftirlitsnefnd Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna úrskurðaði í dag að rannsókn bandarísku Alríkislögreglunnar, FBI, á tengslum forsetaframboðs Donalds Trumps og Rússlands hafi ekki stjórnast af pólitískri hlutdrægni. 9. desember 2019 23:07
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent