(Þrætu)epli bara á jólunum Siggeir F. Ævarsson skrifar 11. desember 2019 13:00 Um árabil var rifrildi um kirkjuheimsóknir skólabarna ómissandi partur af hverri aðventu. Ár eftir ár bárust Siðmennt fjölmargar tilkynningar og póstar frá foreldrum í desember, sem voru ósáttir við ríkjandi fyrirkomulag og varð þetta um tíma eitt af stærstu baráttumálum félagsins. Trú- og lífsskoðanir eru einkamál hvers og eins og leik- og grunnskólar sem hið opinbera rekur eða styrkir eiga að vera griðarstaðir barna þar sem þau eru laus undan einhliða áróðri trú- eða lífsskoðunarfélaga. Foreldrar voru eðli málsins samkvæmt ekki sáttir við að börnin þeirra þyrftu að sitja undir trúarinnrætingu á skólatíma, eða gefa upp lífsskoðun sína og þurfa svo að vera teknir út fyrir hópinn í kjölfarið. Ástandið var í alla staði algjörlega óboðlegt, og ég þekki það vel af eigin raun að það getur verið bæði erfitt og lýjandi að vera foreldrið sem tekur slaginn um kirkjuheimsóknir.Árið 2013 rofaði loks til í þessum málaflokki þegar Mennta- og menningarmálaráðuneytið gaf út meginviðmið um samskipti skóla og trúfélaga. Í kjölfarið hefur orðið mikil bragabót í þessum málaflokki, en betur má ef duga skal. Það eru tvær greinar í viðmiðum ráðuneytisins sem mér þykja sérstaklega mikilvægar, og miðað við þau erindi sem enn berast Siðmennt, þá eru þessi viðmið iðulega brotin: - Mikilvægt er að fræðsla þessi og heimsóknir sé gerð á vegum skólans og í þeim tilgangi að fræða nemendur um tiltekin trúarbrögð, inntak þeirra, helgidóma og siði en feli ekki í sér innrætingu tiltekinna trúarskoðana eða tilbeiðslu. - Eftir fremsta megni skal forðast að nemendur og foreldrar séu settir í þá aðstöðu að þurfa að gera grein fyrir lífsskoðunum sínum. Sem foreldri tveggja barna á grunnskólaaldri, og sem framkvæmdastjóri Siðmenntar, veit ég um alltof mörg dæmi þar sem foreldrar eru settir í óþægilegar aðstæður sem upp koma í tengslum við þessar heimsóknir og að oftar en ekki stýra prestarnir uppleggi þeirra, en ekki skólarnir eða kennarar. Í mínum huga er ákveðin tímaskekkja að hin svokallaða þjóðkirkja hafi jafn sterk ítök í helgihaldi skóla landsins og raun ber vitni, nú þegar rúmlega þriðjungur þjóðarinnar stendur utan kirkjunnar. Við höfum náð langt í þessum málaflokki með samstilltu átaki og málefnalegri umræðu. Flest getum við vonandi verið sammála um það að kirkjuheimsóknir skóla um jól eigi ekki að innihalda trúboð né innrætingu. Mér þykir það bæði eðlileg og sanngjörn krafa að við göngum alla leið og tryggjum það að skólar landsins séu sannarlega griðarstaðir fyrir alla, óháð lífsskoðunum, og engin þurfi að sitja undir trúarinnrætingu á skólatíma eða gera grein fyrir lífsskoðun sinni nema einstaklingurinn sjálfur kjósi. Að þessu sögðu óska ég ykkur öllum gleðilegra jóla!Höfundur er framkvæmdstjóri Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Siggeir F. Ævarsson Skóla - og menntamál Trúmál Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Um árabil var rifrildi um kirkjuheimsóknir skólabarna ómissandi partur af hverri aðventu. Ár eftir ár bárust Siðmennt fjölmargar tilkynningar og póstar frá foreldrum í desember, sem voru ósáttir við ríkjandi fyrirkomulag og varð þetta um tíma eitt af stærstu baráttumálum félagsins. Trú- og lífsskoðanir eru einkamál hvers og eins og leik- og grunnskólar sem hið opinbera rekur eða styrkir eiga að vera griðarstaðir barna þar sem þau eru laus undan einhliða áróðri trú- eða lífsskoðunarfélaga. Foreldrar voru eðli málsins samkvæmt ekki sáttir við að börnin þeirra þyrftu að sitja undir trúarinnrætingu á skólatíma, eða gefa upp lífsskoðun sína og þurfa svo að vera teknir út fyrir hópinn í kjölfarið. Ástandið var í alla staði algjörlega óboðlegt, og ég þekki það vel af eigin raun að það getur verið bæði erfitt og lýjandi að vera foreldrið sem tekur slaginn um kirkjuheimsóknir.Árið 2013 rofaði loks til í þessum málaflokki þegar Mennta- og menningarmálaráðuneytið gaf út meginviðmið um samskipti skóla og trúfélaga. Í kjölfarið hefur orðið mikil bragabót í þessum málaflokki, en betur má ef duga skal. Það eru tvær greinar í viðmiðum ráðuneytisins sem mér þykja sérstaklega mikilvægar, og miðað við þau erindi sem enn berast Siðmennt, þá eru þessi viðmið iðulega brotin: - Mikilvægt er að fræðsla þessi og heimsóknir sé gerð á vegum skólans og í þeim tilgangi að fræða nemendur um tiltekin trúarbrögð, inntak þeirra, helgidóma og siði en feli ekki í sér innrætingu tiltekinna trúarskoðana eða tilbeiðslu. - Eftir fremsta megni skal forðast að nemendur og foreldrar séu settir í þá aðstöðu að þurfa að gera grein fyrir lífsskoðunum sínum. Sem foreldri tveggja barna á grunnskólaaldri, og sem framkvæmdastjóri Siðmenntar, veit ég um alltof mörg dæmi þar sem foreldrar eru settir í óþægilegar aðstæður sem upp koma í tengslum við þessar heimsóknir og að oftar en ekki stýra prestarnir uppleggi þeirra, en ekki skólarnir eða kennarar. Í mínum huga er ákveðin tímaskekkja að hin svokallaða þjóðkirkja hafi jafn sterk ítök í helgihaldi skóla landsins og raun ber vitni, nú þegar rúmlega þriðjungur þjóðarinnar stendur utan kirkjunnar. Við höfum náð langt í þessum málaflokki með samstilltu átaki og málefnalegri umræðu. Flest getum við vonandi verið sammála um það að kirkjuheimsóknir skóla um jól eigi ekki að innihalda trúboð né innrætingu. Mér þykir það bæði eðlileg og sanngjörn krafa að við göngum alla leið og tryggjum það að skólar landsins séu sannarlega griðarstaðir fyrir alla, óháð lífsskoðunum, og engin þurfi að sitja undir trúarinnrætingu á skólatíma eða gera grein fyrir lífsskoðun sinni nema einstaklingurinn sjálfur kjósi. Að þessu sögðu óska ég ykkur öllum gleðilegra jóla!Höfundur er framkvæmdstjóri Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun