Hollensku stelpurnar enduðu sigurgöngu Rússa og komust í úrslitaleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2019 10:00 Hollendingurinn Lois Abbingh fagnar sigri á móti Rússum í dag. EPA-EFE/HIROSHI YAMAMURA Holland endaði átta leikja sigurgöngu Rússa á heimsmeistaramóti kvenna í handbolta þegar liðið vann eins marka sigur á Rússlandi í fyrri undanúrslitaleik keppninnar. Svartfjallaland hefur aldrei náð betri árangri en á þessu heimsmeistaramóti og sænsku stelpurnar léku sér af Þýskalandi í leiknum um sjöunda sætið. Undanúrslitaleikur Hollands og Rússlands var frábær skemmtun og endaði með 33-32 sigri Hollands. Laura Van Der Heijden skoraði sigurmarkið með gegnumbroti átján sekúndum fyrir leiklok. Anna Vyakhireva átti frábæran leik fyrir Rússa og skoraði 11 mörk í leiknum en hún var niðurbrotin í lokin eftir að hafa klikkað á lokaskoti leiksins. Rússar höfðu fyrir leikinn unnið alla átta leiki sína í keppninni og voru með augun á fyrsta heimsmeistaratitli sínum í tíu ár. Hollendingar enduðu þær vonir og Holland mætir annaðhvort Noregi eða Spáni í úrslitaleiknum en seinni undanúrslitaleikurinn er á eftir. Hollensku stelpurnar byrjuðu bæði riðlakeppnina og keppnina í milliriðli á því að tapa en hafa komið sterkar til baka í bæði skiptin. Hollenska liðið vann meðal annars Noreg í milliriðlinum og liðin gætu mæst aftur í úrslitaleiknum takist Þóri Hergeirssyni og stelpunum hans að vinna sinn undanúrslitaleik á eftir. Estavana Polman var markahæst í hollenska liðinu með níu mörk en Lois Abbingh skoraði átta mörk. Hetjan í lokin, Laura Van Der Heijden, skoraði fimm mörk. Þetta verður í annað skiptið sem Holland spilar til úrslita á HM kvenna í handbolta en liðið tapaði á móti Noregi í úrslitaleiknum á HM í Danmörku 2015. Sænsku stelpurnar tryggðu sér sjöunda sætið með sannfærandi stórsigri á Þjóðverjum. Svíþjóð vann leikinn með ellefu marka mun, 35-24, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 18-13. Þýsku stelpurnar voru reyndar 8-4 yfir í leiknum þegar þrettán mínútur voru liðnar en þá fór allt í baklás og Svíar unnu síðustu sautján mínútur fyrri hálfleiksins 14-5. Svíar komust síðan í 20-13 og 27-16 í upphafi seinni hálfleiksins og sænsku stelpurnar voru búnar að gera út um leikinn eftir 47 mínútur. Isabelle Gulldén var markahæst í sænska liðinu með sjö mörk þrátt fyrir að spila bara í rúmar átta mínútur. Hún kom bara inn á til að taka vítaköst og skoraði úr öllum sjö vítum sínum. Carin Strömberg og Jamina Roberts voru báðar með fjögur mörk og fimm stoðsendingar. Svartfjallaland endaði í fimmta sæti eftir tveggja marka sigur á Serbíu, 28-26, í nágrannaslag. Þetta er besti árangur kvennaliðs Svartfellinga á heimsmeistaramóti. Serbar byrjuðu vel, komust í 6-2 og voru 8-6 yfir þegar Svartfellingar skoruðu sex mörk í röð og tóku frumkvæðið. Svartfjallaland var 13-12 yfir í hálfleik og var síðan skrefi á undan nær allan seinni hálfleikinn.Undanúrslitaleikir: Rússland - Holland 32-33 Noregur - Spánn - seinna í dagLeikur um fimmta sætið: Serbía - Svartfjallaland 26-28Leikur um sjöunda sætið: Þýskaland - Svíþjóð 24-35 Handbolti Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Sjá meira
Holland endaði átta leikja sigurgöngu Rússa á heimsmeistaramóti kvenna í handbolta þegar liðið vann eins marka sigur á Rússlandi í fyrri undanúrslitaleik keppninnar. Svartfjallaland hefur aldrei náð betri árangri en á þessu heimsmeistaramóti og sænsku stelpurnar léku sér af Þýskalandi í leiknum um sjöunda sætið. Undanúrslitaleikur Hollands og Rússlands var frábær skemmtun og endaði með 33-32 sigri Hollands. Laura Van Der Heijden skoraði sigurmarkið með gegnumbroti átján sekúndum fyrir leiklok. Anna Vyakhireva átti frábæran leik fyrir Rússa og skoraði 11 mörk í leiknum en hún var niðurbrotin í lokin eftir að hafa klikkað á lokaskoti leiksins. Rússar höfðu fyrir leikinn unnið alla átta leiki sína í keppninni og voru með augun á fyrsta heimsmeistaratitli sínum í tíu ár. Hollendingar enduðu þær vonir og Holland mætir annaðhvort Noregi eða Spáni í úrslitaleiknum en seinni undanúrslitaleikurinn er á eftir. Hollensku stelpurnar byrjuðu bæði riðlakeppnina og keppnina í milliriðli á því að tapa en hafa komið sterkar til baka í bæði skiptin. Hollenska liðið vann meðal annars Noreg í milliriðlinum og liðin gætu mæst aftur í úrslitaleiknum takist Þóri Hergeirssyni og stelpunum hans að vinna sinn undanúrslitaleik á eftir. Estavana Polman var markahæst í hollenska liðinu með níu mörk en Lois Abbingh skoraði átta mörk. Hetjan í lokin, Laura Van Der Heijden, skoraði fimm mörk. Þetta verður í annað skiptið sem Holland spilar til úrslita á HM kvenna í handbolta en liðið tapaði á móti Noregi í úrslitaleiknum á HM í Danmörku 2015. Sænsku stelpurnar tryggðu sér sjöunda sætið með sannfærandi stórsigri á Þjóðverjum. Svíþjóð vann leikinn með ellefu marka mun, 35-24, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 18-13. Þýsku stelpurnar voru reyndar 8-4 yfir í leiknum þegar þrettán mínútur voru liðnar en þá fór allt í baklás og Svíar unnu síðustu sautján mínútur fyrri hálfleiksins 14-5. Svíar komust síðan í 20-13 og 27-16 í upphafi seinni hálfleiksins og sænsku stelpurnar voru búnar að gera út um leikinn eftir 47 mínútur. Isabelle Gulldén var markahæst í sænska liðinu með sjö mörk þrátt fyrir að spila bara í rúmar átta mínútur. Hún kom bara inn á til að taka vítaköst og skoraði úr öllum sjö vítum sínum. Carin Strömberg og Jamina Roberts voru báðar með fjögur mörk og fimm stoðsendingar. Svartfjallaland endaði í fimmta sæti eftir tveggja marka sigur á Serbíu, 28-26, í nágrannaslag. Þetta er besti árangur kvennaliðs Svartfellinga á heimsmeistaramóti. Serbar byrjuðu vel, komust í 6-2 og voru 8-6 yfir þegar Svartfellingar skoruðu sex mörk í röð og tóku frumkvæðið. Svartfjallaland var 13-12 yfir í hálfleik og var síðan skrefi á undan nær allan seinni hálfleikinn.Undanúrslitaleikir: Rússland - Holland 32-33 Noregur - Spánn - seinna í dagLeikur um fimmta sætið: Serbía - Svartfjallaland 26-28Leikur um sjöunda sætið: Þýskaland - Svíþjóð 24-35
Handbolti Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Sjá meira