Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Sindri Sverrisson skrifar 24. apríl 2025 16:03 Alfreð Gíslason er á leiðinni með Þýskaland á EM í byrjun næsta árs, þar sem Ísland verður einnig með. Getty/Sören Stache Þýskir miðlar segja Alfreð Gíslason hafa tekið afar óvænta ákvörðun í vali sínu á landsliðshópi Þýskalands fyrir komandi leiki í undankeppni EM karla í handbolta. Á meðal þeirra sem Alfreð valdi í hópinn er hinn 22 ára gamli línu- og varnarmaður Aron Seesing, nýliði sem spilar ekki í efstu heldur næstefstu deild Þýskalands. 🚨 National Team Surprise: Aron Seesing Called Up from 2nd Division! 🇩🇪Bundestrainer Gislason shocks with EM-Quali call-up of Bergischer HC pivot Aron Seesing — still a 2nd league player! Not the first to rise from the “Unterhaus” to the national spotlight#AronSeesing pic.twitter.com/uZ5gc1s8B3— Hen Livgot (@Hen_Livgot) April 24, 2025 Seesing er nefnilega lærisveinn Arnórs Þórs Gunnarssonar hjá Bergischer, liðinu sem er langefst í þýsku 2. deildinni. Alfreð hefur greinilega mætur á Seesing því hann hefur áður verið á 35 manna lista fyrir Ólympíuleikana í fyrra og fyrir HM í ár. Aron Seesing lék með Bergischer í efstu deild áður en liðið féll þaðan í fyrra. Hann mun taka sín fyrstu skref með landsliði Þýskalands sem 2. deildar leikmaður.Getty/Jürgen Fromme Þýskaland á fyrir höndum tvo síðustu leiki sína í undankeppninni fyrir EM sem fram fer í Danmörku, Svíþjóð og Noregi í byrjun næsta árs. Leikirnir eru við Sviss og Tyrkland og ljóst er að sigur í öðrum leikjanna dugar til að gulltryggja Þýskalandi sæti á EM. Þýskaland þarf hins vegar að spjara sig án öflugra leikmanna því Jannik Kohlbacher og Sebastian Heymann eru meiddir og þeir Rune Dahmke, Lukas Zerbe og Lukas Mertens eru sömuleiðis ekki með. Julian Köster snýr hins vegar aftur eftir meiðsli. Þýskaland er efst í sínum riðli með sjö stig, Sviss er með fimm, Austurríki fjögur og Tyrkland án stiga. Þýski landsliðshópurinn: Markmenn: Andreas Wolff (THW Kiel), David Späth (Rhein-Neckar Löwen), Joel Birlehm (TSV Hannover-Burgdorf) Vinstra horn: Tim Freihöfer (Füchse Berlin), Tim Nothdurft (Rhein-Neckar Löwen) Hægra horn: Timo Kastening (MT Melsungen), Mathis Häseler (VfL Gummersbach) Vinstri skyttur: Julian Köster (VfL Gummersbach), Marko Grgic (ThSV Eisenach), Miro Schluroff (VfL Gummersbach), Matthes Langhoff (Füchse Berlin) Miðjumenn: Juri Knorr (Rhein-Neckar Löwen), Luca Witzke (SC DHfK Leipzig), Nils Lichtlein (Füchse Berlin) Hægri skyttur: Renars Uščins (TSV Hannover-Burgdorf), Franz Semper (SC DHfK Leipzig) Línumenn: Johannes Golla (SG Flensburg-Handewitt), Justus Fischer (TSV Hannover-Burgdorf), Aron Seesing (Bergischer HC) EM karla í handbolta 2026 Þýski handboltinn Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Aldo: Ég ætla að kæfa Holloway Sport Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Á meðal þeirra sem Alfreð valdi í hópinn er hinn 22 ára gamli línu- og varnarmaður Aron Seesing, nýliði sem spilar ekki í efstu heldur næstefstu deild Þýskalands. 🚨 National Team Surprise: Aron Seesing Called Up from 2nd Division! 🇩🇪Bundestrainer Gislason shocks with EM-Quali call-up of Bergischer HC pivot Aron Seesing — still a 2nd league player! Not the first to rise from the “Unterhaus” to the national spotlight#AronSeesing pic.twitter.com/uZ5gc1s8B3— Hen Livgot (@Hen_Livgot) April 24, 2025 Seesing er nefnilega lærisveinn Arnórs Þórs Gunnarssonar hjá Bergischer, liðinu sem er langefst í þýsku 2. deildinni. Alfreð hefur greinilega mætur á Seesing því hann hefur áður verið á 35 manna lista fyrir Ólympíuleikana í fyrra og fyrir HM í ár. Aron Seesing lék með Bergischer í efstu deild áður en liðið féll þaðan í fyrra. Hann mun taka sín fyrstu skref með landsliði Þýskalands sem 2. deildar leikmaður.Getty/Jürgen Fromme Þýskaland á fyrir höndum tvo síðustu leiki sína í undankeppninni fyrir EM sem fram fer í Danmörku, Svíþjóð og Noregi í byrjun næsta árs. Leikirnir eru við Sviss og Tyrkland og ljóst er að sigur í öðrum leikjanna dugar til að gulltryggja Þýskalandi sæti á EM. Þýskaland þarf hins vegar að spjara sig án öflugra leikmanna því Jannik Kohlbacher og Sebastian Heymann eru meiddir og þeir Rune Dahmke, Lukas Zerbe og Lukas Mertens eru sömuleiðis ekki með. Julian Köster snýr hins vegar aftur eftir meiðsli. Þýskaland er efst í sínum riðli með sjö stig, Sviss er með fimm, Austurríki fjögur og Tyrkland án stiga. Þýski landsliðshópurinn: Markmenn: Andreas Wolff (THW Kiel), David Späth (Rhein-Neckar Löwen), Joel Birlehm (TSV Hannover-Burgdorf) Vinstra horn: Tim Freihöfer (Füchse Berlin), Tim Nothdurft (Rhein-Neckar Löwen) Hægra horn: Timo Kastening (MT Melsungen), Mathis Häseler (VfL Gummersbach) Vinstri skyttur: Julian Köster (VfL Gummersbach), Marko Grgic (ThSV Eisenach), Miro Schluroff (VfL Gummersbach), Matthes Langhoff (Füchse Berlin) Miðjumenn: Juri Knorr (Rhein-Neckar Löwen), Luca Witzke (SC DHfK Leipzig), Nils Lichtlein (Füchse Berlin) Hægri skyttur: Renars Uščins (TSV Hannover-Burgdorf), Franz Semper (SC DHfK Leipzig) Línumenn: Johannes Golla (SG Flensburg-Handewitt), Justus Fischer (TSV Hannover-Burgdorf), Aron Seesing (Bergischer HC)
EM karla í handbolta 2026 Þýski handboltinn Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Aldo: Ég ætla að kæfa Holloway Sport Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira