Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Sindri Sverrisson skrifar 24. apríl 2025 16:03 Alfreð Gíslason er á leiðinni með Þýskaland á EM í byrjun næsta árs, þar sem Ísland verður einnig með. Getty/Sören Stache Þýskir miðlar segja Alfreð Gíslason hafa tekið afar óvænta ákvörðun í vali sínu á landsliðshópi Þýskalands fyrir komandi leiki í undankeppni EM karla í handbolta. Á meðal þeirra sem Alfreð valdi í hópinn er hinn 22 ára gamli línu- og varnarmaður Aron Seesing, nýliði sem spilar ekki í efstu heldur næstefstu deild Þýskalands. 🚨 National Team Surprise: Aron Seesing Called Up from 2nd Division! 🇩🇪Bundestrainer Gislason shocks with EM-Quali call-up of Bergischer HC pivot Aron Seesing — still a 2nd league player! Not the first to rise from the “Unterhaus” to the national spotlight#AronSeesing pic.twitter.com/uZ5gc1s8B3— Hen Livgot (@Hen_Livgot) April 24, 2025 Seesing er nefnilega lærisveinn Arnórs Þórs Gunnarssonar hjá Bergischer, liðinu sem er langefst í þýsku 2. deildinni. Alfreð hefur greinilega mætur á Seesing því hann hefur áður verið á 35 manna lista fyrir Ólympíuleikana í fyrra og fyrir HM í ár. Aron Seesing lék með Bergischer í efstu deild áður en liðið féll þaðan í fyrra. Hann mun taka sín fyrstu skref með landsliði Þýskalands sem 2. deildar leikmaður.Getty/Jürgen Fromme Þýskaland á fyrir höndum tvo síðustu leiki sína í undankeppninni fyrir EM sem fram fer í Danmörku, Svíþjóð og Noregi í byrjun næsta árs. Leikirnir eru við Sviss og Tyrkland og ljóst er að sigur í öðrum leikjanna dugar til að gulltryggja Þýskalandi sæti á EM. Þýskaland þarf hins vegar að spjara sig án öflugra leikmanna því Jannik Kohlbacher og Sebastian Heymann eru meiddir og þeir Rune Dahmke, Lukas Zerbe og Lukas Mertens eru sömuleiðis ekki með. Julian Köster snýr hins vegar aftur eftir meiðsli. Þýskaland er efst í sínum riðli með sjö stig, Sviss er með fimm, Austurríki fjögur og Tyrkland án stiga. Þýski landsliðshópurinn: Markmenn: Andreas Wolff (THW Kiel), David Späth (Rhein-Neckar Löwen), Joel Birlehm (TSV Hannover-Burgdorf) Vinstra horn: Tim Freihöfer (Füchse Berlin), Tim Nothdurft (Rhein-Neckar Löwen) Hægra horn: Timo Kastening (MT Melsungen), Mathis Häseler (VfL Gummersbach) Vinstri skyttur: Julian Köster (VfL Gummersbach), Marko Grgic (ThSV Eisenach), Miro Schluroff (VfL Gummersbach), Matthes Langhoff (Füchse Berlin) Miðjumenn: Juri Knorr (Rhein-Neckar Löwen), Luca Witzke (SC DHfK Leipzig), Nils Lichtlein (Füchse Berlin) Hægri skyttur: Renars Uščins (TSV Hannover-Burgdorf), Franz Semper (SC DHfK Leipzig) Línumenn: Johannes Golla (SG Flensburg-Handewitt), Justus Fischer (TSV Hannover-Burgdorf), Aron Seesing (Bergischer HC) EM karla í handbolta 2026 Þýski handboltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjá meira
Á meðal þeirra sem Alfreð valdi í hópinn er hinn 22 ára gamli línu- og varnarmaður Aron Seesing, nýliði sem spilar ekki í efstu heldur næstefstu deild Þýskalands. 🚨 National Team Surprise: Aron Seesing Called Up from 2nd Division! 🇩🇪Bundestrainer Gislason shocks with EM-Quali call-up of Bergischer HC pivot Aron Seesing — still a 2nd league player! Not the first to rise from the “Unterhaus” to the national spotlight#AronSeesing pic.twitter.com/uZ5gc1s8B3— Hen Livgot (@Hen_Livgot) April 24, 2025 Seesing er nefnilega lærisveinn Arnórs Þórs Gunnarssonar hjá Bergischer, liðinu sem er langefst í þýsku 2. deildinni. Alfreð hefur greinilega mætur á Seesing því hann hefur áður verið á 35 manna lista fyrir Ólympíuleikana í fyrra og fyrir HM í ár. Aron Seesing lék með Bergischer í efstu deild áður en liðið féll þaðan í fyrra. Hann mun taka sín fyrstu skref með landsliði Þýskalands sem 2. deildar leikmaður.Getty/Jürgen Fromme Þýskaland á fyrir höndum tvo síðustu leiki sína í undankeppninni fyrir EM sem fram fer í Danmörku, Svíþjóð og Noregi í byrjun næsta árs. Leikirnir eru við Sviss og Tyrkland og ljóst er að sigur í öðrum leikjanna dugar til að gulltryggja Þýskalandi sæti á EM. Þýskaland þarf hins vegar að spjara sig án öflugra leikmanna því Jannik Kohlbacher og Sebastian Heymann eru meiddir og þeir Rune Dahmke, Lukas Zerbe og Lukas Mertens eru sömuleiðis ekki með. Julian Köster snýr hins vegar aftur eftir meiðsli. Þýskaland er efst í sínum riðli með sjö stig, Sviss er með fimm, Austurríki fjögur og Tyrkland án stiga. Þýski landsliðshópurinn: Markmenn: Andreas Wolff (THW Kiel), David Späth (Rhein-Neckar Löwen), Joel Birlehm (TSV Hannover-Burgdorf) Vinstra horn: Tim Freihöfer (Füchse Berlin), Tim Nothdurft (Rhein-Neckar Löwen) Hægra horn: Timo Kastening (MT Melsungen), Mathis Häseler (VfL Gummersbach) Vinstri skyttur: Julian Köster (VfL Gummersbach), Marko Grgic (ThSV Eisenach), Miro Schluroff (VfL Gummersbach), Matthes Langhoff (Füchse Berlin) Miðjumenn: Juri Knorr (Rhein-Neckar Löwen), Luca Witzke (SC DHfK Leipzig), Nils Lichtlein (Füchse Berlin) Hægri skyttur: Renars Uščins (TSV Hannover-Burgdorf), Franz Semper (SC DHfK Leipzig) Línumenn: Johannes Golla (SG Flensburg-Handewitt), Justus Fischer (TSV Hannover-Burgdorf), Aron Seesing (Bergischer HC)
EM karla í handbolta 2026 Þýski handboltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjá meira