Stakk upp á því að íbúar Seoul yrðu fluttir um set Samúel Karl Ólason skrifar 13. desember 2019 15:25 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lagði til að fundi í Hvíta húsinu að allir íbúar Seoul, höfuðborgar Suður-Kóreu, yrðu færðir um set. Þetta á forsetinn að hafa gert þegar spennan á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu var hvað mest snemma í forsetatíð hans. Helstu embættismenn Hvíta hússins, sem voru á fundinum í apríl 2017, voru ekki vissir um það hvort að Trump væri að grínast en ítrekaði orð sín: „Þau þurfa að flytja!“. Að endingu var forsetinn hunsaður. Um 25 milljónir manna búa í Seoul. Þegar Trump sá loftmyndir af Kóreuskaganum að nóttu til, hélt hann fyrst að myrkri hlutinn á milli Kína og Suður-Kóreu væri haf. Seinna meir spurði hann ráðgjafa sína af hverju Seoul væri svo stutt frá landamærum Norður- og Suður-Kóreu. Borgin er í um 30 kílómetra frá landamærunum. Þetta kemur fram í nýrri bók um samband Trump og herafla Bandaríkjanna; Trump and his Generals: The Cost of Chaos, sem er skrifuð af Peter Bergen. Blaðamenn Guardian hafa fengið eintak til skoðunar.Sú staðreynd að hermenn Norður-Kóreu miða sífellt gífurlegum fjölda fallbyssa á Seoul og gætu valdið gífurlegu mannfalli þar á mjög skömmum til ef til átaka kæmi, hefur takmarkað möguleika Suður-Kóreu og Bandaríkjanna gagnvart einræðisríkinu. Í bókinni kemur einnig fram að á fundi í janúar 2018 sagði Trump að hann vildi að fjölskyldu allra hermanna Bandaríkjanna í Suður-Kóreu yrðu fluttar til Bandaríkjanna. Honum var snarlega ráðlagt að yfirvöld Norður-Kóreu myndu gera ráð fyrir að slíkir flutningar væru undirbúningur fyrir stríð og aðgerðin myndi koma verulega niður á hlutabréfamarkaði Norður-Kóreu. Trump hélt sínu striki þrátt fyrir það og skipaði ráðgjöfum sínum að flytja fjölskyldurnar. Aftur var hann hunsaður og James Mattis, þáverandi varnarmálaráðherra, varð ekki við skipuninni. Trump nefndi hana sömuleiðis ekki aftur. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lagði til að fundi í Hvíta húsinu að allir íbúar Seoul, höfuðborgar Suður-Kóreu, yrðu færðir um set. Þetta á forsetinn að hafa gert þegar spennan á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu var hvað mest snemma í forsetatíð hans. Helstu embættismenn Hvíta hússins, sem voru á fundinum í apríl 2017, voru ekki vissir um það hvort að Trump væri að grínast en ítrekaði orð sín: „Þau þurfa að flytja!“. Að endingu var forsetinn hunsaður. Um 25 milljónir manna búa í Seoul. Þegar Trump sá loftmyndir af Kóreuskaganum að nóttu til, hélt hann fyrst að myrkri hlutinn á milli Kína og Suður-Kóreu væri haf. Seinna meir spurði hann ráðgjafa sína af hverju Seoul væri svo stutt frá landamærum Norður- og Suður-Kóreu. Borgin er í um 30 kílómetra frá landamærunum. Þetta kemur fram í nýrri bók um samband Trump og herafla Bandaríkjanna; Trump and his Generals: The Cost of Chaos, sem er skrifuð af Peter Bergen. Blaðamenn Guardian hafa fengið eintak til skoðunar.Sú staðreynd að hermenn Norður-Kóreu miða sífellt gífurlegum fjölda fallbyssa á Seoul og gætu valdið gífurlegu mannfalli þar á mjög skömmum til ef til átaka kæmi, hefur takmarkað möguleika Suður-Kóreu og Bandaríkjanna gagnvart einræðisríkinu. Í bókinni kemur einnig fram að á fundi í janúar 2018 sagði Trump að hann vildi að fjölskyldu allra hermanna Bandaríkjanna í Suður-Kóreu yrðu fluttar til Bandaríkjanna. Honum var snarlega ráðlagt að yfirvöld Norður-Kóreu myndu gera ráð fyrir að slíkir flutningar væru undirbúningur fyrir stríð og aðgerðin myndi koma verulega niður á hlutabréfamarkaði Norður-Kóreu. Trump hélt sínu striki þrátt fyrir það og skipaði ráðgjöfum sínum að flytja fjölskyldurnar. Aftur var hann hunsaður og James Mattis, þáverandi varnarmálaráðherra, varð ekki við skipuninni. Trump nefndi hana sömuleiðis ekki aftur.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira