Bjóða sjötíu manns í mat á aðfangadagskvöld Stefán Árni Pálsson skrifar 16. desember 2019 13:30 Einar Karl er hér lengst til hægri ásamt starfsmönnum Gumma Ben bar. „Ég hef alltaf fyrir jólin reynt að gera eitthvað gott, en hef ekki gert það svona opinberlega eins og núna,“ segir Einar Karl Birgisson sem ætlar að bjóða sjötíu manns í mat á Gumma Ben bar á aðfangadagskvöld. Matarboðið er ætlað þeim sem hafa ekki tök á því að halda jól eða sjá fyrir að eyða kvöldinu ein. „Eftir að hafa sett mig í samband við góðgerðarfélög um hvað væri hægt að gera, hvernig hægt væri að leggja lóð á vogarskálarnar, þá kom þessi hugmynd upp.“ Hann segist hafa haft samband við eigendur Gumma Ben bar til að athuga hvort það væri möguleiki að fá húsnæðið til afnota, en Einar tekur það skýrt fram að eigendur staðarins tengist honum fjölskylduböndum. „Eftir að eigendur barsins voru klárir heyrði ég í þremur starfsmönnum þar hvort þeir væru til í að standa vaktina með mér og það var ekkert mál og allir til í að taka þátt í þessu. Fjölskylduaðstæður okkar allra leyfa það þessi jólin að gera þetta að veruleika, svo þá var ekki aftur snúið.“ Gott að fá umfjöllun Einar segist hafa haft samband við nokkur fyrirtæki um hvort þau væru til í að aðstoða hann við verkefnið og leggja því til mat og drykki. „Eftir að þetta fór svo á Facebook hafa átt í hundrað aðilar, einstaklingar og fyrirtæki verið í sambandi, til að kanna hvernig þeir geti lagt verkefninu lið. Eins hafa einstaklingar boðist til að vinna með okkur á aðfangadag,“ segir Einar og bætir við að um fjörutíu manns hafi skráð sig. „Fólk er ekki að skrá sig sjálft, heldur er ég að fá skilaboð frá aðilum sem segja að það koma þrír aðilar á þeirra vegum. Þess vegna er fjölmiðlaumfjöllun af hinu góða því við þurfum að fá fólk til að hugsa er einhver sem ég þekki sem ætti að kíkja þangað.“ Skráning fer fram í gengum jolamatur2019@gmail.com og á Facebook síðunni sem við stofnuðum. „Ég er óendanlega þakklátur öllum þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem leggja verkefninu lið. Það munu allir fá jólapakka, og hafa fyrirtæki og einstaklingar verið að koma með pakka, en það má koma þeim niður á Gumma Ben bar frá klukkan 12 á Þorláksmessu.“ Fjórmenningarnir munu bjóða upp á rammíslenskt hangikjöt með öllu tilheyrandi og ís á eftir. Hjálparstarf Jól Reykjavík Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
„Ég hef alltaf fyrir jólin reynt að gera eitthvað gott, en hef ekki gert það svona opinberlega eins og núna,“ segir Einar Karl Birgisson sem ætlar að bjóða sjötíu manns í mat á Gumma Ben bar á aðfangadagskvöld. Matarboðið er ætlað þeim sem hafa ekki tök á því að halda jól eða sjá fyrir að eyða kvöldinu ein. „Eftir að hafa sett mig í samband við góðgerðarfélög um hvað væri hægt að gera, hvernig hægt væri að leggja lóð á vogarskálarnar, þá kom þessi hugmynd upp.“ Hann segist hafa haft samband við eigendur Gumma Ben bar til að athuga hvort það væri möguleiki að fá húsnæðið til afnota, en Einar tekur það skýrt fram að eigendur staðarins tengist honum fjölskylduböndum. „Eftir að eigendur barsins voru klárir heyrði ég í þremur starfsmönnum þar hvort þeir væru til í að standa vaktina með mér og það var ekkert mál og allir til í að taka þátt í þessu. Fjölskylduaðstæður okkar allra leyfa það þessi jólin að gera þetta að veruleika, svo þá var ekki aftur snúið.“ Gott að fá umfjöllun Einar segist hafa haft samband við nokkur fyrirtæki um hvort þau væru til í að aðstoða hann við verkefnið og leggja því til mat og drykki. „Eftir að þetta fór svo á Facebook hafa átt í hundrað aðilar, einstaklingar og fyrirtæki verið í sambandi, til að kanna hvernig þeir geti lagt verkefninu lið. Eins hafa einstaklingar boðist til að vinna með okkur á aðfangadag,“ segir Einar og bætir við að um fjörutíu manns hafi skráð sig. „Fólk er ekki að skrá sig sjálft, heldur er ég að fá skilaboð frá aðilum sem segja að það koma þrír aðilar á þeirra vegum. Þess vegna er fjölmiðlaumfjöllun af hinu góða því við þurfum að fá fólk til að hugsa er einhver sem ég þekki sem ætti að kíkja þangað.“ Skráning fer fram í gengum jolamatur2019@gmail.com og á Facebook síðunni sem við stofnuðum. „Ég er óendanlega þakklátur öllum þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem leggja verkefninu lið. Það munu allir fá jólapakka, og hafa fyrirtæki og einstaklingar verið að koma með pakka, en það má koma þeim niður á Gumma Ben bar frá klukkan 12 á Þorláksmessu.“ Fjórmenningarnir munu bjóða upp á rammíslenskt hangikjöt með öllu tilheyrandi og ís á eftir.
Hjálparstarf Jól Reykjavík Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira