Fjármálaráðherra fær mig til að hugsa upphátt Sandra B. Franks skrifar 17. desember 2019 07:00 Er fólk ekki almennt meðvitað um að eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu ræðst af samfélagsgerðinni en ekki hagstæðri aldursamsetningu þjóðarinnar í samanburði við OECD ríkin. Ætli fjármálaráðherra telji að minna framlag til heilbrigðismála leiði sjálfkrafa til þess að eftirspurn eftir þjónustu á Landspítalanum minnki? Að fólk leyfi sér ekki að slasast eða verða veikt umfram heimildir fjárlaga? Það þarf auðvitað skilgreina hvaða heilbrigðisþjónustu á að veita og kostnaðargreina hana. Framlag ríkisins þarf að vera í samræmi við niðurstöðuna. Það þarf að taka tillit til sérstöðu samfélagsins og mannfjöldaspá, annað er ábyrgðarlaus fjármálastjórnun. Vaxandi umfang á starfsemi Landspítalans síðustu ár er vegna fjölmargra samverkandi þátta. Ekki bara vegna þess að menn hafa ekki gefið sér tíma til að kostnaðarmeta kjarasamninga. Menn hljóta að sjá að hér á landi hefur orðið vaxandi fjöldi ferðamanna sem því miður hefur þurft í einhverjum tilvikum að þiggja þjónustu spítalans, og það stendur ekki utan á fólki hvort það sé með gildar sjúkratryggingar. Umsýslan og þjónustan í kringum þennan hóp hlýtur að vera nokkur ársverk, og ég velti því fyrir mér hvort gefist hafi tími til að kostnaðarmeta hana? Eins hefur hækkandi lífaldur fólks sitt að segja. Fjármálaráðherra veit að þjóðin er að eldast. Eldri borgarar koma á Landspítalann með fjölþætt og flókin vandamál og fá þjónustu, og svo komast þeir ekki út af spítalanum því það er ekkert sem tekur við. Það hlýtur að vera kostnaðarsamt þegar hópur eldra fólks liggur inn á hátæknisjúkrahúsi, en hefur hins vegar þörf fyrir ódýrari úrræðum eins og félagslegum stuðningi og hjúkrunarþjónustu. Er búið að kostnaðarmeta fráflæðisvandann? Svo vitum við hvernig húsakynni Landspítalans eru. Ætli fjármálaráðherra sé meðvitaður um óhagræðið sem hlýst af lélegu húsnæði þar sem heilbrigðisstarfsfólkinu er ætlað að veita hverjum og einum heilbrigðisþjónustu? Skortur á einangrunarrýmum og velferðartæknilausnum gera störfin ekki auðveldari fyrir. Ætli afleiðingar af óviðunandi vinnuaðstöðu starfsmanna hafi verið kannaðar og kostnaðarmetnar? Það sætir furðu að fjármálaráðherra réttlæti ákvörðun um lægri framlög til heilbrigðismála og harkalegan niðurskurð á Landspítalanum með því að benda á samanburðarrannsókn OECD ríkjanna.Vissulega hefur framlag til heilbrigðismála aukist á síðustu árum, sem er eðlileg framvinda eftir erfiðar aðhaldsaðgerðir sem grípa þurfti til í kjölfar efnahagshrunsins. Vandi Landspítalans á undanförnum árum hefur verið margvíslegur og þá ekki síst vegna skorts á heilbrigðisstarfsfólki, og þá einkum sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum. Við sem til þekkjum vitum að aðhaldsaðgerðir á Landspítala eykur álag á starfsfólk og bætir því ekki þann vanda. Markvissara væri að leita allra leiða til að draga úr álagi og bæta kjörin til að fjölga í þessum nauðsynlegu fagstéttum.Nú eru kjarasamningar opinberra starfsmanna lausir, þar með talið sjúkraliða og annarra sem starfa á Landspítalanum. Það er því fáránlegt innlegg inn í kjaraviðræðurnar, og alls ekki til þess að greiða fyrir um gerð kjarasamninga, að boða þennan niðurskurð og auka þannig enn frekar álagið á þá starfsmenn sem eftir eru.Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Sandra B. Franks Tengdar fréttir Svikin loforð eða óþolandi seinagangur? Í sérstakri yfirlýsingu ríkisstjórnar frá því í maí 2015 var aðgerðum um menntamál lofað. 11. desember 2019 11:00 Aukin framleiðni í heilbrigðisþjónustu Formaður Sjúkraliðafélags Íslands skrifar um hvernig megi auka framleiðni í heilbrigðisþjónustu. 20. nóvember 2019 16:30 Ólíðandi kynjamisrétti Alþekkt er að menntun kvenna hefur aukist verulega á Íslandi síðustu ár og atvinnuþátttaka þeirra hefur jafnframt vaxið gríðarlega. 12. nóvember 2019 12:30 Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Er fólk ekki almennt meðvitað um að eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu ræðst af samfélagsgerðinni en ekki hagstæðri aldursamsetningu þjóðarinnar í samanburði við OECD ríkin. Ætli fjármálaráðherra telji að minna framlag til heilbrigðismála leiði sjálfkrafa til þess að eftirspurn eftir þjónustu á Landspítalanum minnki? Að fólk leyfi sér ekki að slasast eða verða veikt umfram heimildir fjárlaga? Það þarf auðvitað skilgreina hvaða heilbrigðisþjónustu á að veita og kostnaðargreina hana. Framlag ríkisins þarf að vera í samræmi við niðurstöðuna. Það þarf að taka tillit til sérstöðu samfélagsins og mannfjöldaspá, annað er ábyrgðarlaus fjármálastjórnun. Vaxandi umfang á starfsemi Landspítalans síðustu ár er vegna fjölmargra samverkandi þátta. Ekki bara vegna þess að menn hafa ekki gefið sér tíma til að kostnaðarmeta kjarasamninga. Menn hljóta að sjá að hér á landi hefur orðið vaxandi fjöldi ferðamanna sem því miður hefur þurft í einhverjum tilvikum að þiggja þjónustu spítalans, og það stendur ekki utan á fólki hvort það sé með gildar sjúkratryggingar. Umsýslan og þjónustan í kringum þennan hóp hlýtur að vera nokkur ársverk, og ég velti því fyrir mér hvort gefist hafi tími til að kostnaðarmeta hana? Eins hefur hækkandi lífaldur fólks sitt að segja. Fjármálaráðherra veit að þjóðin er að eldast. Eldri borgarar koma á Landspítalann með fjölþætt og flókin vandamál og fá þjónustu, og svo komast þeir ekki út af spítalanum því það er ekkert sem tekur við. Það hlýtur að vera kostnaðarsamt þegar hópur eldra fólks liggur inn á hátæknisjúkrahúsi, en hefur hins vegar þörf fyrir ódýrari úrræðum eins og félagslegum stuðningi og hjúkrunarþjónustu. Er búið að kostnaðarmeta fráflæðisvandann? Svo vitum við hvernig húsakynni Landspítalans eru. Ætli fjármálaráðherra sé meðvitaður um óhagræðið sem hlýst af lélegu húsnæði þar sem heilbrigðisstarfsfólkinu er ætlað að veita hverjum og einum heilbrigðisþjónustu? Skortur á einangrunarrýmum og velferðartæknilausnum gera störfin ekki auðveldari fyrir. Ætli afleiðingar af óviðunandi vinnuaðstöðu starfsmanna hafi verið kannaðar og kostnaðarmetnar? Það sætir furðu að fjármálaráðherra réttlæti ákvörðun um lægri framlög til heilbrigðismála og harkalegan niðurskurð á Landspítalanum með því að benda á samanburðarrannsókn OECD ríkjanna.Vissulega hefur framlag til heilbrigðismála aukist á síðustu árum, sem er eðlileg framvinda eftir erfiðar aðhaldsaðgerðir sem grípa þurfti til í kjölfar efnahagshrunsins. Vandi Landspítalans á undanförnum árum hefur verið margvíslegur og þá ekki síst vegna skorts á heilbrigðisstarfsfólki, og þá einkum sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum. Við sem til þekkjum vitum að aðhaldsaðgerðir á Landspítala eykur álag á starfsfólk og bætir því ekki þann vanda. Markvissara væri að leita allra leiða til að draga úr álagi og bæta kjörin til að fjölga í þessum nauðsynlegu fagstéttum.Nú eru kjarasamningar opinberra starfsmanna lausir, þar með talið sjúkraliða og annarra sem starfa á Landspítalanum. Það er því fáránlegt innlegg inn í kjaraviðræðurnar, og alls ekki til þess að greiða fyrir um gerð kjarasamninga, að boða þennan niðurskurð og auka þannig enn frekar álagið á þá starfsmenn sem eftir eru.Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Svikin loforð eða óþolandi seinagangur? Í sérstakri yfirlýsingu ríkisstjórnar frá því í maí 2015 var aðgerðum um menntamál lofað. 11. desember 2019 11:00
Aukin framleiðni í heilbrigðisþjónustu Formaður Sjúkraliðafélags Íslands skrifar um hvernig megi auka framleiðni í heilbrigðisþjónustu. 20. nóvember 2019 16:30
Ólíðandi kynjamisrétti Alþekkt er að menntun kvenna hefur aukist verulega á Íslandi síðustu ár og atvinnuþátttaka þeirra hefur jafnframt vaxið gríðarlega. 12. nóvember 2019 12:30
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun