Guðmundur Andri telur Svanhildi Hólm ekki góðan kost í Efstaleitið Jakob Bjarnar skrifar 17. desember 2019 08:57 Guðmundur Andri telur umsókn Svanhildar Hólm, aðstoðarmanns fjármálaráðherra, athyglisvert uppátæki. Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar telur umsókn Svanhildar Hólm Valsdóttur, aðstoðarmanns Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins, um stöðu útvarpsstjóra uppátæki sem sýni furðulegt samband Sjálfstæðismanna við Ríkisútvarpið. Þetta kemur fram í pistli sem þingmaðurinn birti nú í morgun á Facebooksíðu sinni. Mikil spenna ríkir um þessa stöðuveitingu og hitnar í kolum ef eitthvað er. Málið er hápólitískt og orðið að stjórnskipulegu bitbeini. Umsækjendur sem sótt hafa um eru 41 talsins í ferli sem stjórn Ríkisútvarpsins hefur kosið að hafa leynilegt. Vísir greindi í gær frá viðbrögðum fyrrverandi Björns Bjarnasonar og Gunnars Braga Sveinssonar veltu fyrir sér uppleggi Eiríks Guðmundssonar útvarpsmanns sem taldi það ekki góðan kost að útvarpsstjóri kæmi beint úr röðum Sjálfstæðismanna. Svanhildur ekki trúverðugur fulltrúi stofnunarinnar Guðmundur Andri segir Sjálfstæðisflokkinn ekki endilega hinn eðlilega vettvang valda og samskipta í samfélaginu, og trúnaðarstörf fyrir flokkinn ekki endilega góðan undirbúning að valdastöðum á samfélagsvísu. „Því er manneskja sem hefur aðstoðað formann flokksins árum saman, meðal annars við framkomu í fjölmiðlum, ekki heppileg til þess að gegna starfi á borð við útvarpsstjóra – það segir sig eiginlega sjálft,“ segir meðal annars í pistli Guðmundar Andra. Hann segir ekki þar með sagt að Svanhildur sé ekki góður og frambærilegur starfskraftur, það hafi hún sýnt. En „manneskja sem sinnt hefur slíkri trúnaðarstöðu fyrir slíkan valdamann, sem á mikið undir opinberri umfjöllun um sig og sinn flokk, er einfaldlega ekki trúverðugur fulltrúi stofnunar sem okkur er öllum mikið í mun að sé sjálfstæð og sterk og ekki í þjónustuhlutverki við ríkisstjórnir hverju sinni.“ Furðulegt samband Sjálfstæðisflokks við RÚV Þá telur Guðmundur Andri umsókn Svanhildar sýna mótsagnakennd viðhorf Sjálfstæðismanna til Ríkisútvarpsins. „Þetta uppátæki Svanhildar Hólm - að sækja um stöðu útvarpsstjóra - sýnir okkur hið furðulega samband Sjálfstæðismanna við Ríkisútvarpið. Annars vegar standa þeim í linnulausum árásum á stofnunina, með hótunum og hlutdrægnibrigslum gagnvart hverjum þeim sem ekki hefur svarið trúnaðareiða í Valhöll – láta eins og það sé sérstakt keppikefli allra sem þarna starfa að ráðast á Sjálfstæðisflokkinn – og hins vegar telja þeir sig geta gengið þarna inn og út að vild og tekið sér þær stöður sem þá fýsir hverju sinni ...“ Alþingi Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Hið óháða, ópólitíska og óþarfa RUV ohf.“ Eiríkur Guðmundsson útvarpsmaður telur óásættanlegt að Sjálfstæðismaður verði skipaður útvarpsstjóri. 16. desember 2019 10:24 Lilja vill svör um pukur Ríkisútvarpsins Mennta- og menningarmálaráðherra hefur sent stjórn Ríkisútvarpsins bréf þar sem hún óskar eftir skýringum á því hvers vegna listi yfir umsækjendur útvarpsstjóra verður ekki birtur. 2. desember 2019 16:00 41 vill verða útvarpsstjóri Alls barst 41 umsókn um starf útvarpsstjóra en umsóknarfrestur rann út á miðnætti í gær. Svo segir í tilkynningu frá stjórn Ríkisútvarpsins. 10. desember 2019 16:00 Lilja og Kári í störukeppni vegna stöðu útvarpsstjóra Kári Jónasson formaður stjórnar ætlar ekki láta segja sér fyrir verkum. 10. desember 2019 13:00 RÚV þarf ekki að segja almenningi frá umsækjendum um starf útvarpsstjóra Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur synjaði beiðni blaðamanns Vísis um aðgang að upplýsingum um umsækjendur í starf útvarpsstjóra hjá Ríkisútvarpinu. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í dag. 4. desember 2019 16:15 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Sjá meira
Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar telur umsókn Svanhildar Hólm Valsdóttur, aðstoðarmanns Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins, um stöðu útvarpsstjóra uppátæki sem sýni furðulegt samband Sjálfstæðismanna við Ríkisútvarpið. Þetta kemur fram í pistli sem þingmaðurinn birti nú í morgun á Facebooksíðu sinni. Mikil spenna ríkir um þessa stöðuveitingu og hitnar í kolum ef eitthvað er. Málið er hápólitískt og orðið að stjórnskipulegu bitbeini. Umsækjendur sem sótt hafa um eru 41 talsins í ferli sem stjórn Ríkisútvarpsins hefur kosið að hafa leynilegt. Vísir greindi í gær frá viðbrögðum fyrrverandi Björns Bjarnasonar og Gunnars Braga Sveinssonar veltu fyrir sér uppleggi Eiríks Guðmundssonar útvarpsmanns sem taldi það ekki góðan kost að útvarpsstjóri kæmi beint úr röðum Sjálfstæðismanna. Svanhildur ekki trúverðugur fulltrúi stofnunarinnar Guðmundur Andri segir Sjálfstæðisflokkinn ekki endilega hinn eðlilega vettvang valda og samskipta í samfélaginu, og trúnaðarstörf fyrir flokkinn ekki endilega góðan undirbúning að valdastöðum á samfélagsvísu. „Því er manneskja sem hefur aðstoðað formann flokksins árum saman, meðal annars við framkomu í fjölmiðlum, ekki heppileg til þess að gegna starfi á borð við útvarpsstjóra – það segir sig eiginlega sjálft,“ segir meðal annars í pistli Guðmundar Andra. Hann segir ekki þar með sagt að Svanhildur sé ekki góður og frambærilegur starfskraftur, það hafi hún sýnt. En „manneskja sem sinnt hefur slíkri trúnaðarstöðu fyrir slíkan valdamann, sem á mikið undir opinberri umfjöllun um sig og sinn flokk, er einfaldlega ekki trúverðugur fulltrúi stofnunar sem okkur er öllum mikið í mun að sé sjálfstæð og sterk og ekki í þjónustuhlutverki við ríkisstjórnir hverju sinni.“ Furðulegt samband Sjálfstæðisflokks við RÚV Þá telur Guðmundur Andri umsókn Svanhildar sýna mótsagnakennd viðhorf Sjálfstæðismanna til Ríkisútvarpsins. „Þetta uppátæki Svanhildar Hólm - að sækja um stöðu útvarpsstjóra - sýnir okkur hið furðulega samband Sjálfstæðismanna við Ríkisútvarpið. Annars vegar standa þeim í linnulausum árásum á stofnunina, með hótunum og hlutdrægnibrigslum gagnvart hverjum þeim sem ekki hefur svarið trúnaðareiða í Valhöll – láta eins og það sé sérstakt keppikefli allra sem þarna starfa að ráðast á Sjálfstæðisflokkinn – og hins vegar telja þeir sig geta gengið þarna inn og út að vild og tekið sér þær stöður sem þá fýsir hverju sinni ...“
Alþingi Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Hið óháða, ópólitíska og óþarfa RUV ohf.“ Eiríkur Guðmundsson útvarpsmaður telur óásættanlegt að Sjálfstæðismaður verði skipaður útvarpsstjóri. 16. desember 2019 10:24 Lilja vill svör um pukur Ríkisútvarpsins Mennta- og menningarmálaráðherra hefur sent stjórn Ríkisútvarpsins bréf þar sem hún óskar eftir skýringum á því hvers vegna listi yfir umsækjendur útvarpsstjóra verður ekki birtur. 2. desember 2019 16:00 41 vill verða útvarpsstjóri Alls barst 41 umsókn um starf útvarpsstjóra en umsóknarfrestur rann út á miðnætti í gær. Svo segir í tilkynningu frá stjórn Ríkisútvarpsins. 10. desember 2019 16:00 Lilja og Kári í störukeppni vegna stöðu útvarpsstjóra Kári Jónasson formaður stjórnar ætlar ekki láta segja sér fyrir verkum. 10. desember 2019 13:00 RÚV þarf ekki að segja almenningi frá umsækjendum um starf útvarpsstjóra Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur synjaði beiðni blaðamanns Vísis um aðgang að upplýsingum um umsækjendur í starf útvarpsstjóra hjá Ríkisútvarpinu. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í dag. 4. desember 2019 16:15 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Sjá meira
„Hið óháða, ópólitíska og óþarfa RUV ohf.“ Eiríkur Guðmundsson útvarpsmaður telur óásættanlegt að Sjálfstæðismaður verði skipaður útvarpsstjóri. 16. desember 2019 10:24
Lilja vill svör um pukur Ríkisútvarpsins Mennta- og menningarmálaráðherra hefur sent stjórn Ríkisútvarpsins bréf þar sem hún óskar eftir skýringum á því hvers vegna listi yfir umsækjendur útvarpsstjóra verður ekki birtur. 2. desember 2019 16:00
41 vill verða útvarpsstjóri Alls barst 41 umsókn um starf útvarpsstjóra en umsóknarfrestur rann út á miðnætti í gær. Svo segir í tilkynningu frá stjórn Ríkisútvarpsins. 10. desember 2019 16:00
Lilja og Kári í störukeppni vegna stöðu útvarpsstjóra Kári Jónasson formaður stjórnar ætlar ekki láta segja sér fyrir verkum. 10. desember 2019 13:00
RÚV þarf ekki að segja almenningi frá umsækjendum um starf útvarpsstjóra Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur synjaði beiðni blaðamanns Vísis um aðgang að upplýsingum um umsækjendur í starf útvarpsstjóra hjá Ríkisútvarpinu. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í dag. 4. desember 2019 16:15