Þarf að verja íslenskar jólahefðir? Siggeir Fannar Ævarsson skrifar 18. desember 2019 14:30 Í gær varð ég þess heiðurs aðnjótandi að fá inn um lúguna hjá mér Jólablað Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Fremst í blaðið skrifa þingmennirnir Birgir Þórarinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hvor sinn pistilinn, sem báðir taka algjörlega út fyrir allan þjófabálk í rangfærslum, mýtum og uppgerðarrökum. Þeir félagar gera sitt besta til að halda lífi í flökkusögum sem kristnir íhaldsmenn taka mjög nærri sér, en eiga sér engar stoðir í raunveruleikanum þegar betur er að gáð. Grein Sigmundar heitir hinu hetjulega nafni „Verjum íslenskar jólahefðir“, en gæti rétt eins hafa birst á Fox á ensku undir heitinu „The War on Christmas“. – Báðar þessar greinar eru einhverskonar endurómur af þessum áróðri Fox, um hið uppskáldaða stríð gegn jólunum, sem fer hvergi fram nema í hausnum á ofurviðkvæmum íhaldsmönnum. Báðir gera þeir félagar frídaga um jól að umtalsefni. Birgir spyr „hvenær verði farið að fetta fingur út í helgidagahald“, sem ég get svarað auðveldlega – aldrei. „Verður það jafn sjálfsagt að við fáum frí á kristnum helgidögum og verið hefur?“ – Já, enda eru þessir frídagar lögbundnir og í kjarasamningum, og getum við þakkað baráttu verkalýðsfélaganna fyrir það. Það er enginn sem berst fyrir því að þessir frídagar verði afnumdir eða þeim fækkað, það er bara ímyndun eða vísvitandi fyrirsláttur til að afvegaleiða umræðuna. Stefnan í þjóðfélaginu í dag er frekar að fjölga frídögum heldur en hitt. Birgir harmar mjög að Gídeonfélagið hafi ekki lengur óheftan aðgang að skólabörnum á skólatíma. Persónulega finnst mér það afar vafasamt að félög sem stunda trúboð hafi nokkurn aðgang að skólum og skólabörnum. Kristnir foreldrar geta alveg örugglega fengið Nýja testamentið frá Gídeonfélaginu ef þeir óska eftir því, utan skólatíma. Þá segir Birgir einnig að kristnifræði hafi verið bönnuð í skólum, sem er helber þvæla og útúrsnúningur. Kristnifræði er vissulega (og eðlilega) ekki lengur kennt sem sérstakt fag, en er ennþá lykilpartur af því sem nú heitir trúarbragðafræði. Þetta er svona eins og að segja að Íslandssaga hafi verið bönnuð í framhaldsskólum þegar Saga 103 varð til. Jafnframt segir í 1. málsgrein grunnskólalaga að starfshættir grunnskóla skuli mótast af kristinni arfleifð íslenskrar menningar. Það er því óhætt að fullyrða að staða kristninnar sé sterk í íslensku skólasamfélagi enn þann dag í dag. Sigmundur segir það „sérstakt áhyggjuefni að á undanförnum árum hafi verið leitast við að þrengja að hefðum og jafnvel grundvelli jólahalds á Íslandi og víðar.“ – Ég játa að ég skil varla hvað þetta þýðir. Ég veit ekki betur en flestar ef ekki allar íslenskar jólahefðir lifi góðu lífi. Má þar nefna: jólatré, jólahlaðborð, skötuveislur, hamborgarhrygg, hangikjöt, laufabrauð, jólasveina, og auðvitað sá ágæti siður að óska fólki gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Jólahefðirnar okkar eru ekki í neinni hættu, þó svo að einhverjar taki breytingum í takt við tímann, eins og hefðir hafa alltaf gert. En hver og einn þarf líka að fá að móta sínar jólahefðir, þó svo að jólin mín í ár sé um það bil 90% eins og þau voru þegar ég var barn fyrir 30 árum. Jólatréð stendur í stofunni hér fyrir framan mig og á því hanga m.a. englar og annað kristilegt skraut. Ætli stærsta breytingin sé ekki sú að ég er löngu hættur að sækja messu á jólum og svo er ég að vísu hættur að senda jólakort, það tók bara of mikinn tíma í desemberstressinu! Einnig fullyrðir Sigmundur að jólahaldi hafi að verulegu leyti verið úthýst úr sumum af mikilvægustu stofnunum samfélagsins. Kirkjuheimsóknir séu nú bannaðar, sem og litlu jólin og jólaleikrit. Allt er þetta rakin vitleysa og bull. Vissulega hafa verið settar reglur um samskipti trúfélaga og skóla, en ekkert hefur verið bannað. Stærsta breytingin er sennilega sú að mælst er til þess að kirkjuferðirnar séu fræðandi og á forsendum skólanna, en ekki trúboð af hendi kirkjunnar. Helgileikrit eru enn á dagskrá í fjölmörgum skólum, og ég fullyrði að hvergi hafi litlu jólunum verið úthýst úr skólastarfi, enda engin ástæða til. Kristnir hafa nefnilega engan einkarétt á jólunum, og því síður þeim litlu. Það er afskaplega eðlileg þróun að jólahald í skólum breytist og þróist eftir því sem samfélagið okkar breytist. Stór hluti þjóðarinnar tilheyrir ekki lengur kristnum trúfélögum, og það er ekkert nema bæði sjálfsagt og eðlilegt að tekið sé tillit til lífsskoðana allra Íslendinga þegar kemur að jólunum, en ekki bara sumra. Miðflokkurinn hefur endanlega stimplað sig inn sem þjóðernissinnaður (við á móti hinum) kristinn íhaldsflokkur. Það þarf svo sem ekkert að koma á óvart, það liggja mörg atkvæði á því pólítíska rófi. En það er alveg ljóst að hin íslensku jól eru ekki í neinni hættu, og Miðflokksmenn geta óhræddir haldið í sínar hefðir, meðan sum okkar sköpum okkar eigin. Höfundur er jólabarn og jafnframt framkvæmdstjóri Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Siggeir F. Ævarsson Trúmál Mest lesið Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær varð ég þess heiðurs aðnjótandi að fá inn um lúguna hjá mér Jólablað Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Fremst í blaðið skrifa þingmennirnir Birgir Þórarinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hvor sinn pistilinn, sem báðir taka algjörlega út fyrir allan þjófabálk í rangfærslum, mýtum og uppgerðarrökum. Þeir félagar gera sitt besta til að halda lífi í flökkusögum sem kristnir íhaldsmenn taka mjög nærri sér, en eiga sér engar stoðir í raunveruleikanum þegar betur er að gáð. Grein Sigmundar heitir hinu hetjulega nafni „Verjum íslenskar jólahefðir“, en gæti rétt eins hafa birst á Fox á ensku undir heitinu „The War on Christmas“. – Báðar þessar greinar eru einhverskonar endurómur af þessum áróðri Fox, um hið uppskáldaða stríð gegn jólunum, sem fer hvergi fram nema í hausnum á ofurviðkvæmum íhaldsmönnum. Báðir gera þeir félagar frídaga um jól að umtalsefni. Birgir spyr „hvenær verði farið að fetta fingur út í helgidagahald“, sem ég get svarað auðveldlega – aldrei. „Verður það jafn sjálfsagt að við fáum frí á kristnum helgidögum og verið hefur?“ – Já, enda eru þessir frídagar lögbundnir og í kjarasamningum, og getum við þakkað baráttu verkalýðsfélaganna fyrir það. Það er enginn sem berst fyrir því að þessir frídagar verði afnumdir eða þeim fækkað, það er bara ímyndun eða vísvitandi fyrirsláttur til að afvegaleiða umræðuna. Stefnan í þjóðfélaginu í dag er frekar að fjölga frídögum heldur en hitt. Birgir harmar mjög að Gídeonfélagið hafi ekki lengur óheftan aðgang að skólabörnum á skólatíma. Persónulega finnst mér það afar vafasamt að félög sem stunda trúboð hafi nokkurn aðgang að skólum og skólabörnum. Kristnir foreldrar geta alveg örugglega fengið Nýja testamentið frá Gídeonfélaginu ef þeir óska eftir því, utan skólatíma. Þá segir Birgir einnig að kristnifræði hafi verið bönnuð í skólum, sem er helber þvæla og útúrsnúningur. Kristnifræði er vissulega (og eðlilega) ekki lengur kennt sem sérstakt fag, en er ennþá lykilpartur af því sem nú heitir trúarbragðafræði. Þetta er svona eins og að segja að Íslandssaga hafi verið bönnuð í framhaldsskólum þegar Saga 103 varð til. Jafnframt segir í 1. málsgrein grunnskólalaga að starfshættir grunnskóla skuli mótast af kristinni arfleifð íslenskrar menningar. Það er því óhætt að fullyrða að staða kristninnar sé sterk í íslensku skólasamfélagi enn þann dag í dag. Sigmundur segir það „sérstakt áhyggjuefni að á undanförnum árum hafi verið leitast við að þrengja að hefðum og jafnvel grundvelli jólahalds á Íslandi og víðar.“ – Ég játa að ég skil varla hvað þetta þýðir. Ég veit ekki betur en flestar ef ekki allar íslenskar jólahefðir lifi góðu lífi. Má þar nefna: jólatré, jólahlaðborð, skötuveislur, hamborgarhrygg, hangikjöt, laufabrauð, jólasveina, og auðvitað sá ágæti siður að óska fólki gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Jólahefðirnar okkar eru ekki í neinni hættu, þó svo að einhverjar taki breytingum í takt við tímann, eins og hefðir hafa alltaf gert. En hver og einn þarf líka að fá að móta sínar jólahefðir, þó svo að jólin mín í ár sé um það bil 90% eins og þau voru þegar ég var barn fyrir 30 árum. Jólatréð stendur í stofunni hér fyrir framan mig og á því hanga m.a. englar og annað kristilegt skraut. Ætli stærsta breytingin sé ekki sú að ég er löngu hættur að sækja messu á jólum og svo er ég að vísu hættur að senda jólakort, það tók bara of mikinn tíma í desemberstressinu! Einnig fullyrðir Sigmundur að jólahaldi hafi að verulegu leyti verið úthýst úr sumum af mikilvægustu stofnunum samfélagsins. Kirkjuheimsóknir séu nú bannaðar, sem og litlu jólin og jólaleikrit. Allt er þetta rakin vitleysa og bull. Vissulega hafa verið settar reglur um samskipti trúfélaga og skóla, en ekkert hefur verið bannað. Stærsta breytingin er sennilega sú að mælst er til þess að kirkjuferðirnar séu fræðandi og á forsendum skólanna, en ekki trúboð af hendi kirkjunnar. Helgileikrit eru enn á dagskrá í fjölmörgum skólum, og ég fullyrði að hvergi hafi litlu jólunum verið úthýst úr skólastarfi, enda engin ástæða til. Kristnir hafa nefnilega engan einkarétt á jólunum, og því síður þeim litlu. Það er afskaplega eðlileg þróun að jólahald í skólum breytist og þróist eftir því sem samfélagið okkar breytist. Stór hluti þjóðarinnar tilheyrir ekki lengur kristnum trúfélögum, og það er ekkert nema bæði sjálfsagt og eðlilegt að tekið sé tillit til lífsskoðana allra Íslendinga þegar kemur að jólunum, en ekki bara sumra. Miðflokkurinn hefur endanlega stimplað sig inn sem þjóðernissinnaður (við á móti hinum) kristinn íhaldsflokkur. Það þarf svo sem ekkert að koma á óvart, það liggja mörg atkvæði á því pólítíska rófi. En það er alveg ljóst að hin íslensku jól eru ekki í neinni hættu, og Miðflokksmenn geta óhræddir haldið í sínar hefðir, meðan sum okkar sköpum okkar eigin. Höfundur er jólabarn og jafnframt framkvæmdstjóri Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun