Þarf að verja íslenskar jólahefðir? Siggeir Fannar Ævarsson skrifar 18. desember 2019 14:30 Í gær varð ég þess heiðurs aðnjótandi að fá inn um lúguna hjá mér Jólablað Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Fremst í blaðið skrifa þingmennirnir Birgir Þórarinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hvor sinn pistilinn, sem báðir taka algjörlega út fyrir allan þjófabálk í rangfærslum, mýtum og uppgerðarrökum. Þeir félagar gera sitt besta til að halda lífi í flökkusögum sem kristnir íhaldsmenn taka mjög nærri sér, en eiga sér engar stoðir í raunveruleikanum þegar betur er að gáð. Grein Sigmundar heitir hinu hetjulega nafni „Verjum íslenskar jólahefðir“, en gæti rétt eins hafa birst á Fox á ensku undir heitinu „The War on Christmas“. – Báðar þessar greinar eru einhverskonar endurómur af þessum áróðri Fox, um hið uppskáldaða stríð gegn jólunum, sem fer hvergi fram nema í hausnum á ofurviðkvæmum íhaldsmönnum. Báðir gera þeir félagar frídaga um jól að umtalsefni. Birgir spyr „hvenær verði farið að fetta fingur út í helgidagahald“, sem ég get svarað auðveldlega – aldrei. „Verður það jafn sjálfsagt að við fáum frí á kristnum helgidögum og verið hefur?“ – Já, enda eru þessir frídagar lögbundnir og í kjarasamningum, og getum við þakkað baráttu verkalýðsfélaganna fyrir það. Það er enginn sem berst fyrir því að þessir frídagar verði afnumdir eða þeim fækkað, það er bara ímyndun eða vísvitandi fyrirsláttur til að afvegaleiða umræðuna. Stefnan í þjóðfélaginu í dag er frekar að fjölga frídögum heldur en hitt. Birgir harmar mjög að Gídeonfélagið hafi ekki lengur óheftan aðgang að skólabörnum á skólatíma. Persónulega finnst mér það afar vafasamt að félög sem stunda trúboð hafi nokkurn aðgang að skólum og skólabörnum. Kristnir foreldrar geta alveg örugglega fengið Nýja testamentið frá Gídeonfélaginu ef þeir óska eftir því, utan skólatíma. Þá segir Birgir einnig að kristnifræði hafi verið bönnuð í skólum, sem er helber þvæla og útúrsnúningur. Kristnifræði er vissulega (og eðlilega) ekki lengur kennt sem sérstakt fag, en er ennþá lykilpartur af því sem nú heitir trúarbragðafræði. Þetta er svona eins og að segja að Íslandssaga hafi verið bönnuð í framhaldsskólum þegar Saga 103 varð til. Jafnframt segir í 1. málsgrein grunnskólalaga að starfshættir grunnskóla skuli mótast af kristinni arfleifð íslenskrar menningar. Það er því óhætt að fullyrða að staða kristninnar sé sterk í íslensku skólasamfélagi enn þann dag í dag. Sigmundur segir það „sérstakt áhyggjuefni að á undanförnum árum hafi verið leitast við að þrengja að hefðum og jafnvel grundvelli jólahalds á Íslandi og víðar.“ – Ég játa að ég skil varla hvað þetta þýðir. Ég veit ekki betur en flestar ef ekki allar íslenskar jólahefðir lifi góðu lífi. Má þar nefna: jólatré, jólahlaðborð, skötuveislur, hamborgarhrygg, hangikjöt, laufabrauð, jólasveina, og auðvitað sá ágæti siður að óska fólki gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Jólahefðirnar okkar eru ekki í neinni hættu, þó svo að einhverjar taki breytingum í takt við tímann, eins og hefðir hafa alltaf gert. En hver og einn þarf líka að fá að móta sínar jólahefðir, þó svo að jólin mín í ár sé um það bil 90% eins og þau voru þegar ég var barn fyrir 30 árum. Jólatréð stendur í stofunni hér fyrir framan mig og á því hanga m.a. englar og annað kristilegt skraut. Ætli stærsta breytingin sé ekki sú að ég er löngu hættur að sækja messu á jólum og svo er ég að vísu hættur að senda jólakort, það tók bara of mikinn tíma í desemberstressinu! Einnig fullyrðir Sigmundur að jólahaldi hafi að verulegu leyti verið úthýst úr sumum af mikilvægustu stofnunum samfélagsins. Kirkjuheimsóknir séu nú bannaðar, sem og litlu jólin og jólaleikrit. Allt er þetta rakin vitleysa og bull. Vissulega hafa verið settar reglur um samskipti trúfélaga og skóla, en ekkert hefur verið bannað. Stærsta breytingin er sennilega sú að mælst er til þess að kirkjuferðirnar séu fræðandi og á forsendum skólanna, en ekki trúboð af hendi kirkjunnar. Helgileikrit eru enn á dagskrá í fjölmörgum skólum, og ég fullyrði að hvergi hafi litlu jólunum verið úthýst úr skólastarfi, enda engin ástæða til. Kristnir hafa nefnilega engan einkarétt á jólunum, og því síður þeim litlu. Það er afskaplega eðlileg þróun að jólahald í skólum breytist og þróist eftir því sem samfélagið okkar breytist. Stór hluti þjóðarinnar tilheyrir ekki lengur kristnum trúfélögum, og það er ekkert nema bæði sjálfsagt og eðlilegt að tekið sé tillit til lífsskoðana allra Íslendinga þegar kemur að jólunum, en ekki bara sumra. Miðflokkurinn hefur endanlega stimplað sig inn sem þjóðernissinnaður (við á móti hinum) kristinn íhaldsflokkur. Það þarf svo sem ekkert að koma á óvart, það liggja mörg atkvæði á því pólítíska rófi. En það er alveg ljóst að hin íslensku jól eru ekki í neinni hættu, og Miðflokksmenn geta óhræddir haldið í sínar hefðir, meðan sum okkar sköpum okkar eigin. Höfundur er jólabarn og jafnframt framkvæmdstjóri Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Siggeir F. Ævarsson Trúmál Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Í gær varð ég þess heiðurs aðnjótandi að fá inn um lúguna hjá mér Jólablað Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Fremst í blaðið skrifa þingmennirnir Birgir Þórarinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hvor sinn pistilinn, sem báðir taka algjörlega út fyrir allan þjófabálk í rangfærslum, mýtum og uppgerðarrökum. Þeir félagar gera sitt besta til að halda lífi í flökkusögum sem kristnir íhaldsmenn taka mjög nærri sér, en eiga sér engar stoðir í raunveruleikanum þegar betur er að gáð. Grein Sigmundar heitir hinu hetjulega nafni „Verjum íslenskar jólahefðir“, en gæti rétt eins hafa birst á Fox á ensku undir heitinu „The War on Christmas“. – Báðar þessar greinar eru einhverskonar endurómur af þessum áróðri Fox, um hið uppskáldaða stríð gegn jólunum, sem fer hvergi fram nema í hausnum á ofurviðkvæmum íhaldsmönnum. Báðir gera þeir félagar frídaga um jól að umtalsefni. Birgir spyr „hvenær verði farið að fetta fingur út í helgidagahald“, sem ég get svarað auðveldlega – aldrei. „Verður það jafn sjálfsagt að við fáum frí á kristnum helgidögum og verið hefur?“ – Já, enda eru þessir frídagar lögbundnir og í kjarasamningum, og getum við þakkað baráttu verkalýðsfélaganna fyrir það. Það er enginn sem berst fyrir því að þessir frídagar verði afnumdir eða þeim fækkað, það er bara ímyndun eða vísvitandi fyrirsláttur til að afvegaleiða umræðuna. Stefnan í þjóðfélaginu í dag er frekar að fjölga frídögum heldur en hitt. Birgir harmar mjög að Gídeonfélagið hafi ekki lengur óheftan aðgang að skólabörnum á skólatíma. Persónulega finnst mér það afar vafasamt að félög sem stunda trúboð hafi nokkurn aðgang að skólum og skólabörnum. Kristnir foreldrar geta alveg örugglega fengið Nýja testamentið frá Gídeonfélaginu ef þeir óska eftir því, utan skólatíma. Þá segir Birgir einnig að kristnifræði hafi verið bönnuð í skólum, sem er helber þvæla og útúrsnúningur. Kristnifræði er vissulega (og eðlilega) ekki lengur kennt sem sérstakt fag, en er ennþá lykilpartur af því sem nú heitir trúarbragðafræði. Þetta er svona eins og að segja að Íslandssaga hafi verið bönnuð í framhaldsskólum þegar Saga 103 varð til. Jafnframt segir í 1. málsgrein grunnskólalaga að starfshættir grunnskóla skuli mótast af kristinni arfleifð íslenskrar menningar. Það er því óhætt að fullyrða að staða kristninnar sé sterk í íslensku skólasamfélagi enn þann dag í dag. Sigmundur segir það „sérstakt áhyggjuefni að á undanförnum árum hafi verið leitast við að þrengja að hefðum og jafnvel grundvelli jólahalds á Íslandi og víðar.“ – Ég játa að ég skil varla hvað þetta þýðir. Ég veit ekki betur en flestar ef ekki allar íslenskar jólahefðir lifi góðu lífi. Má þar nefna: jólatré, jólahlaðborð, skötuveislur, hamborgarhrygg, hangikjöt, laufabrauð, jólasveina, og auðvitað sá ágæti siður að óska fólki gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Jólahefðirnar okkar eru ekki í neinni hættu, þó svo að einhverjar taki breytingum í takt við tímann, eins og hefðir hafa alltaf gert. En hver og einn þarf líka að fá að móta sínar jólahefðir, þó svo að jólin mín í ár sé um það bil 90% eins og þau voru þegar ég var barn fyrir 30 árum. Jólatréð stendur í stofunni hér fyrir framan mig og á því hanga m.a. englar og annað kristilegt skraut. Ætli stærsta breytingin sé ekki sú að ég er löngu hættur að sækja messu á jólum og svo er ég að vísu hættur að senda jólakort, það tók bara of mikinn tíma í desemberstressinu! Einnig fullyrðir Sigmundur að jólahaldi hafi að verulegu leyti verið úthýst úr sumum af mikilvægustu stofnunum samfélagsins. Kirkjuheimsóknir séu nú bannaðar, sem og litlu jólin og jólaleikrit. Allt er þetta rakin vitleysa og bull. Vissulega hafa verið settar reglur um samskipti trúfélaga og skóla, en ekkert hefur verið bannað. Stærsta breytingin er sennilega sú að mælst er til þess að kirkjuferðirnar séu fræðandi og á forsendum skólanna, en ekki trúboð af hendi kirkjunnar. Helgileikrit eru enn á dagskrá í fjölmörgum skólum, og ég fullyrði að hvergi hafi litlu jólunum verið úthýst úr skólastarfi, enda engin ástæða til. Kristnir hafa nefnilega engan einkarétt á jólunum, og því síður þeim litlu. Það er afskaplega eðlileg þróun að jólahald í skólum breytist og þróist eftir því sem samfélagið okkar breytist. Stór hluti þjóðarinnar tilheyrir ekki lengur kristnum trúfélögum, og það er ekkert nema bæði sjálfsagt og eðlilegt að tekið sé tillit til lífsskoðana allra Íslendinga þegar kemur að jólunum, en ekki bara sumra. Miðflokkurinn hefur endanlega stimplað sig inn sem þjóðernissinnaður (við á móti hinum) kristinn íhaldsflokkur. Það þarf svo sem ekkert að koma á óvart, það liggja mörg atkvæði á því pólítíska rófi. En það er alveg ljóst að hin íslensku jól eru ekki í neinni hættu, og Miðflokksmenn geta óhræddir haldið í sínar hefðir, meðan sum okkar sköpum okkar eigin. Höfundur er jólabarn og jafnframt framkvæmdstjóri Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun