Alba Berlin vann mikilvægan sigur á Bonn í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.
Alba komst aftur á sigurbraut í síðasta leik eftir að hafa tapað tveimur deildarleikjum í röð og var mikilvægt að Berlínarliðið myndi ekki misstíga sig gegn liði Bonn sem berst á botni deildarinnar.
Heimamenn í Bonn enduðu fyrsta leikhluta af miklum krafti og voru með forystuna mest allan annan leikhluta. Í hálfleik var staðan 41-35 fyrir Bonn.
Gestirnir tóku forystuna hins vegar snemma í þriðja leikhluta og gáfu hana ekki aftur. Undir lokin hefðu heimamenn getað stolið sigrinum en Alba hélt út og vann 90-87 sigur.
Martin Hermannsson skoraði 11 stig fyrir Berlínarliðið, var með 8 stoðsendingar og tók 2 fráköst.
Naumur sigur hjá Martin og félögum
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið





Guðrún kveður Rosengård
Fótbolti

Birnir Snær genginn til liðs við KA
Íslenski boltinn




Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City
Enski boltinn