Greta auglýsti á dögunum eftir leiðum til að komast sjóleiðina frá Ameríku til Spánar eftir að ákveðið var að flytja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP25, frá Santíagó í Chile og til Madrídar á Spáni. Ráðstefnan hefst 2. desember og stendur til 13. sama mánaðar.
„Við siglum í átt að Evrópu í fyrramálið,“ sagði hin sextán ára Greta á Facebook í gærkvöldi. Siglt verður frá Virginíu í Bandaríkjunum. „Ég er svo glöð að segja að ég kemst vonandi á COP25 í Madríd.“
Greta Thunberg neitar að ferðast milli staða með flugi og ferðast því bara landleiðina eða sjóleiðina. Tvíbytnan er knúin endurnýjanlegum orkugjöfum.
Whitlum og Carausu birta vikuleg myndbönd á YouTube af ferð sinni í kringum heiminn með ellefu mánaða gömlum syni sínum.