Fékk múrstein í höfuðið og lést Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. nóvember 2019 06:53 Stjórnvöld segja mótmælanda hafa kastað múrsteininum sem varð manninum að bana. Getty/Anthony Kwan Maður lést í Hong Kong í nótt þegar hann varð fyrir múrsteini sem þarlend stjórnvöld segja að mótmælendur hafi kastað, þegar til átaka kom á milli þeirra og lögreglu. Yfirvöld segja jafnframt að maðurinn hafi ekki verið að taka þátt í átökunum en um sjötugan ræstingamann var að ræða. Ástandið í Hong Kong er á suðupunkti. Athygli vakti þegar lögreglumaður skaut mótmælanda í magann á mánudag og þegar námsmaður á þrítugsaldri féll til bana í aðgerð lögreglunnar í síðustu viku. Forseti Kína, Xi Jinping, var í nótt harðorður í garð mótmælenda og sagði þá stefna því í hættu að Kína geti verið með Tvö kerfi í einu ríki, eins og tíðkast hefur undanfarna áratugi. Með því er átt að á svæðum á borð við Hong Kong og Macao fái íbúar ákveðna sjálfstjórn og frelsi til að haga sínum málum sjálfir án of mikilla afskipta frá stjórnvöldum í Peking. Sjötugi maðurinn sem lést í nótt er sagður hafa verið að taka myndir af mótmælunum þegar hann fékk múrsteininn í hausinn. Hann er talinn hafa komið þar við í hádegishléi sínu, en hann starfaði sem verktaki fyrir heilbrigðiseftirlit borgarinnar. Mótmælin hafa einnig teygt úr sér til annara landa. Í London veittust mótmælendur að dómsmálaráðherra Hong Kong, Theresu Cheng, með þeim afleiðingum að hún féll í jörðina og slasaðist alvarlega, að því er yfirvöld í Hong Kong segja. Hér að neðan má sjá myndband sem breska ríkisútvarpið tók saman um mótmælin á þriðjudag. Þá studdust mótmælendur við boga og örvar. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Ekkert lát á mótmælunum í Hong Kong Gríðarlegar öryggisráðstafanir hafa verið á lestarstöðvum í morgunumferðinni sem varð þess valdandi að tafir urðu miklar og sumar lestarferðir féllu alfarið niður. 12. nóvember 2019 07:33 Hong Kong á barmi upplausnar Lögreglan í Hong Kong segir borgina á barmi upplausnar eftir fimm mánaða mótmæli. Mótmælendur saka lögreglu um ofbeldi og krefjast lýðræðisumbóta. 13. nóvember 2019 07:45 Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong í morgun þegar mótmælendur reyndu að koma í veg fyrir að fólk kæmist til vinnu sinnar í lestarkerfi borgarinnar. 11. nóvember 2019 06:59 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Maður lést í Hong Kong í nótt þegar hann varð fyrir múrsteini sem þarlend stjórnvöld segja að mótmælendur hafi kastað, þegar til átaka kom á milli þeirra og lögreglu. Yfirvöld segja jafnframt að maðurinn hafi ekki verið að taka þátt í átökunum en um sjötugan ræstingamann var að ræða. Ástandið í Hong Kong er á suðupunkti. Athygli vakti þegar lögreglumaður skaut mótmælanda í magann á mánudag og þegar námsmaður á þrítugsaldri féll til bana í aðgerð lögreglunnar í síðustu viku. Forseti Kína, Xi Jinping, var í nótt harðorður í garð mótmælenda og sagði þá stefna því í hættu að Kína geti verið með Tvö kerfi í einu ríki, eins og tíðkast hefur undanfarna áratugi. Með því er átt að á svæðum á borð við Hong Kong og Macao fái íbúar ákveðna sjálfstjórn og frelsi til að haga sínum málum sjálfir án of mikilla afskipta frá stjórnvöldum í Peking. Sjötugi maðurinn sem lést í nótt er sagður hafa verið að taka myndir af mótmælunum þegar hann fékk múrsteininn í hausinn. Hann er talinn hafa komið þar við í hádegishléi sínu, en hann starfaði sem verktaki fyrir heilbrigðiseftirlit borgarinnar. Mótmælin hafa einnig teygt úr sér til annara landa. Í London veittust mótmælendur að dómsmálaráðherra Hong Kong, Theresu Cheng, með þeim afleiðingum að hún féll í jörðina og slasaðist alvarlega, að því er yfirvöld í Hong Kong segja. Hér að neðan má sjá myndband sem breska ríkisútvarpið tók saman um mótmælin á þriðjudag. Þá studdust mótmælendur við boga og örvar.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Ekkert lát á mótmælunum í Hong Kong Gríðarlegar öryggisráðstafanir hafa verið á lestarstöðvum í morgunumferðinni sem varð þess valdandi að tafir urðu miklar og sumar lestarferðir féllu alfarið niður. 12. nóvember 2019 07:33 Hong Kong á barmi upplausnar Lögreglan í Hong Kong segir borgina á barmi upplausnar eftir fimm mánaða mótmæli. Mótmælendur saka lögreglu um ofbeldi og krefjast lýðræðisumbóta. 13. nóvember 2019 07:45 Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong í morgun þegar mótmælendur reyndu að koma í veg fyrir að fólk kæmist til vinnu sinnar í lestarkerfi borgarinnar. 11. nóvember 2019 06:59 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Ekkert lát á mótmælunum í Hong Kong Gríðarlegar öryggisráðstafanir hafa verið á lestarstöðvum í morgunumferðinni sem varð þess valdandi að tafir urðu miklar og sumar lestarferðir féllu alfarið niður. 12. nóvember 2019 07:33
Hong Kong á barmi upplausnar Lögreglan í Hong Kong segir borgina á barmi upplausnar eftir fimm mánaða mótmæli. Mótmælendur saka lögreglu um ofbeldi og krefjast lýðræðisumbóta. 13. nóvember 2019 07:45
Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong í morgun þegar mótmælendur reyndu að koma í veg fyrir að fólk kæmist til vinnu sinnar í lestarkerfi borgarinnar. 11. nóvember 2019 06:59