Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á mótum Suðurlandsvegar og Heiðmerkurvegar í morgun, en tilkynning um slysið barst kl. 9.04. Þar varð árekstur nokkurra bifreiða og voru fjórir fluttir á slysadeild, er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.
Þeir sem urðu vitni að árekstrinum eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í tölvupósti eða á Facebook. Greint hefur verið frá því að um hafi verið að ræða árekstur eins flutningabíls, eins jeppa og tveggja fólksbíla. Veginum var lokað í kjölfarið á meðan unnið var á slysstað.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði þurfti að klippa tvo farþega út úr bílunum eftir áreksturinn.
Lögreglan óskar eftir vitnum
Eiður Þór Árnason skrifar

Mest lesið

„Fólk er að deyja út af þessu“
Innlent


Friðrik Ólafsson er látinn
Innlent

Björguðu dreng úr gjótu
Innlent


Órói mældist við Torfajökul
Innlent



