Valur valtaði yfir austurríska liðið Bregenz í seinni leik liðanna í þriðju umferð Áskorendabikar Evrópu í handbolta.
Fyrri leikurinn fór fram í gær og gerðu liðin jafntefli 31-31. Það var því allt opið fyrir seinni leikinn.
Valsmenn mættu í hann af miklum krafti og komu sér fljótt upp nokkuð þægilegri forystu. Í hálfleik var staðan 17-10.
Valsmenn héldu áfram að keyra yfir Bregenz í seinni hálfleik og fór svo að Valur vann með 10 mörkum, 21-31, og eru Valsmenn því komnir áfram.
Finnur Ingi Stefánsson og Agnar Smári Jónsson voru markahæstir Valsmanna með sex mörk og Anton Rúnarsson skoraði fimm.
