Óttast blóðbað í Hong Kong Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2019 22:50 Mótmælandi handtekinn í áhlaupi lögreglu. AP/Kin Cheung Lögregluþjónar hafa ráðist til atlögu gegn mótmælendum sem haldið hafa til í tækniháskóla í Hong Kong síðustu daga. Umsátursástand ríkir þar og hefur lögreglan beitt táragasi og vatnsbyssum gegn mótmælendum sem hafa svarað með eldsprengjum og örvum. Umfangsmiklir eldar loga í skólanum en mótmælendur báru eld að inngangi skólans þegar lögregluþjónarnir réðust til atlögu.Fyrr í kvöld særðist einn lögregluþjónn sem fékk ör í gegnum kálfann. Lögreglan hafði hótað því að beita skotvopnum gegn mótmælendum ef þeir hættu ekki að skjóta örvum að þeim.Sjá einnig: Skutu lögreglumann með boga og kveiktu eld á brúNú er kominn morgunn í Hong Kong og hafa íbúar orðið varir við mikinn reyk bera frá skólanum.Massive plume of black smoke rising over #PolyU campus. #HongKongProtests#livepic.twitter.com/9HjQYlsmnm — Jeffrey Timmermans (@jtimmermans) November 17, 2019 Aukin harka hefur færst í mótmælin í Hong Kong sem beinast gegn stjórn sjálfstjórnarhéraðsins og kínverskum yfirvöldum. Upphaflega var stofnað til mótmælanna vegna framsalsfrumvarps sem myndi heimila framsal fólks frá Hong Kong til kínverskra yfirvalda á meginlandinu. Lögreglan sakar mótmælendur um aukið ofbeldi en mótmælendur segjast vera að bregðast við aukinni hörku lögreglu. Stjórnvöld hafa síðan dregið frumvarp sitt til baka en mótmælin hafa haldið áfram, meðal annars með kröfum um lýðræðisumbætur og rannsókn á meintu lögregluofbeldi. Eins og áður segir hafa mótmælendur haldið til í skólanum um nokkurra daga skeið. Á þeim víggirtu þeir skólann og undirbjuggu hann fyrir atlögu lögregluþjóna. Fyrir innan inngang skólans höfðu mótmælendur sett upp skjólveggi. Í fyrstu höfðu þeir þó verið fyrir utan skólann en þegar lögreglan kom aftan að þeim flúðu mótmælendurnir inn í skólann af ótta við að lenda í gildru lögregluþjóna.Poly U entrance in flames as riot police try to storm in #HK#HongKongProtests#StandwithHongKongpic.twitter.com/egcKyS4X5j — James Pomfret (@jamespomfret) November 17, 2019 Reuters segir lögreglu búna að loka öllum vegum að skólanum. Þúsundir annarra mótmælenda og íbúa reyndu í kvöld að komast til skólans og hjálpa eða bjarga mótmælendunum sem eru umkringdir þar. Óttast er að umsátrið endi í blóðbaði.Þar eru fjölmargir mótmælendur sagðir vera með brunasár frá efnum sem eru í vatninu í vatnsbyssum lögreglu. Einn mótmælandi sagði Reuters að þau þyrftu að halda aftur af lögreglu til morguns og þá myndi aðstoð berast. Hong Kong Kína Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Lögregluþjónar hafa ráðist til atlögu gegn mótmælendum sem haldið hafa til í tækniháskóla í Hong Kong síðustu daga. Umsátursástand ríkir þar og hefur lögreglan beitt táragasi og vatnsbyssum gegn mótmælendum sem hafa svarað með eldsprengjum og örvum. Umfangsmiklir eldar loga í skólanum en mótmælendur báru eld að inngangi skólans þegar lögregluþjónarnir réðust til atlögu.Fyrr í kvöld særðist einn lögregluþjónn sem fékk ör í gegnum kálfann. Lögreglan hafði hótað því að beita skotvopnum gegn mótmælendum ef þeir hættu ekki að skjóta örvum að þeim.Sjá einnig: Skutu lögreglumann með boga og kveiktu eld á brúNú er kominn morgunn í Hong Kong og hafa íbúar orðið varir við mikinn reyk bera frá skólanum.Massive plume of black smoke rising over #PolyU campus. #HongKongProtests#livepic.twitter.com/9HjQYlsmnm — Jeffrey Timmermans (@jtimmermans) November 17, 2019 Aukin harka hefur færst í mótmælin í Hong Kong sem beinast gegn stjórn sjálfstjórnarhéraðsins og kínverskum yfirvöldum. Upphaflega var stofnað til mótmælanna vegna framsalsfrumvarps sem myndi heimila framsal fólks frá Hong Kong til kínverskra yfirvalda á meginlandinu. Lögreglan sakar mótmælendur um aukið ofbeldi en mótmælendur segjast vera að bregðast við aukinni hörku lögreglu. Stjórnvöld hafa síðan dregið frumvarp sitt til baka en mótmælin hafa haldið áfram, meðal annars með kröfum um lýðræðisumbætur og rannsókn á meintu lögregluofbeldi. Eins og áður segir hafa mótmælendur haldið til í skólanum um nokkurra daga skeið. Á þeim víggirtu þeir skólann og undirbjuggu hann fyrir atlögu lögregluþjóna. Fyrir innan inngang skólans höfðu mótmælendur sett upp skjólveggi. Í fyrstu höfðu þeir þó verið fyrir utan skólann en þegar lögreglan kom aftan að þeim flúðu mótmælendurnir inn í skólann af ótta við að lenda í gildru lögregluþjóna.Poly U entrance in flames as riot police try to storm in #HK#HongKongProtests#StandwithHongKongpic.twitter.com/egcKyS4X5j — James Pomfret (@jamespomfret) November 17, 2019 Reuters segir lögreglu búna að loka öllum vegum að skólanum. Þúsundir annarra mótmælenda og íbúa reyndu í kvöld að komast til skólans og hjálpa eða bjarga mótmælendunum sem eru umkringdir þar. Óttast er að umsátrið endi í blóðbaði.Þar eru fjölmargir mótmælendur sagðir vera með brunasár frá efnum sem eru í vatninu í vatnsbyssum lögreglu. Einn mótmælandi sagði Reuters að þau þyrftu að halda aftur af lögreglu til morguns og þá myndi aðstoð berast.
Hong Kong Kína Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira