Úrúgvæinn var keyptur fyrir 26 milljónir punda 2018 en hann átti gott HM og var svo fastamaður á síðustu leiktíð. Á þessari hefur hann svo verið í miklum vandræðum með að fá spiltíma.
Torreira hefur verið á eftir Matteo Guendouzi, Dani Ceballos, Granit Xhaka og Joe Willock í röðinni en Torreira hefur ekki spilað 90 mínútur í leik á tímabilinu það sem af er.
Lucas Torreira "no longer at ease" at Arsenal - and his agent says it's down to Unai Emery https://t.co/QMrcrflQTQpic.twitter.com/8C3ydJCrZN
— Mirror Football (@MirrorFootball) November 18, 2019
„Ég verð að segja að hlutverkaskipting hans hefur ekki verið góð. Honum líður ekki lengur vel og við vonumst til þess að hlutirnir breytist,“ sagði umboðsmaðurinn í samtali við Calciomercato.
„Það er áhugi á Torreira, sér í lagi frá Spáni, en ég hef ekki sest niður með honum og talað við hann um félagaskipti. Það er vegna þess hve mikla virðingu við berum fyrir félaginu og framkvæmdarstjóranum.“
Umboðsmaðurinn bætti einnig við að Torreira hafi alist upp á Ítalíu og þeir myndu ekki útiloka félagaskipti til Ítalíu.