Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sindri Sverrisson skrifar 11. apríl 2025 13:37 Olga Bjarnadóttir er í stjórn ÍSÍ og sækist eftir því að verða nýr forseti sambandsins. Ljósmynd/Hulda Margrét Olga Bjarnadóttir, 2. varaforseti í framkvæmdastjórn Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, hefur lýst yfir framboði til embættis forseta sambandsins. Íþróttaþing ÍSÍ verður haldið í Reykjavík 16. og 17. maí og er frestur til að lýsa yfir framboði til 25. apríl. Auk Olgu hefur Willum Þór Þórsson lýst yfir framboði og því ljóst að kosið verður á þinginum um arftaka Lárusar Blöndal sem ákveðið hefur að gefa ekki kost á sér til endurkjörs. Olga, sem auk þess að vera í stjórn ÍSÍ er framkvæmdastjóri fimleikafélagsins Gerplu, lýsti yfir framboði sínu á Facebook í dag. Þar bendir hún á að hún hafi víðtæka reynslu innan íþróttahreyfingarinnar, allt frá því að vera iðkandi í að leiða eitt stærsta íþróttafélag landsins. Hún hafi verið keppandi, þjálfari, dómari, stjórnarmaður, sjálfboðaliði og móðir á hliðarlínunni. Olga hefur starfað í íþróttahreyfingunni í meira en þrjá áratugi og verið í stjórn ÍSÍ síðustu sex ár, þar af síðsutu tvö ár sem 2. varaforseti. Hér að neðan má sjá tilkynningu Olgu í heild sinni. Kæru vinir og félagar, Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til embættis forseta ÍSÍ á komandi þingi. Eftir mikla hvatningu frá ýmsum áttum, ígrundun og samtöl við fjölbreyttan hóp hef ég ákveðið að bjóða mig fram í þetta mikilvæga embætti. Íþróttir hafa mótað mig og gefið mér ómetanleg tækifæri til að vaxa og þroskast sem manneskja og leiðtogi. Ég hef víðtæka reynslu innan hreyfingarinnar, allt frá því að vera iðkandi yfir í að leiða eitt stærsta íþróttafélag landsins. Ég hef sinnt fjölbreyttum verkefnum í hreyfingunni sem keppandi, þjálfari, dómari, stjórnarmaður, sjálfboðaliði og móðir á hliðarlínunni. Árið 2019 var ég kosin í stjórn ÍSÍ og hef gegnt embætti annars varaforseta síðastliðin tvö ár. Starf mitt í þágu íþróttahreyfingarinnar spannar nú yfir þrjá áratugi. Ég er tilbúin að leiða íþróttahreyfinguna með krafti og metnaði. Framboð mitt byggir á áratuga reynslu á öllum sviðum innan hreyfingarinnar, og langar mig að halda áfram að leggja mitt af mörkum í þágu íþróttanna, fólksins og framtíðar íþróttahreyfingarinnar. Framundan eru spennandi verkefni og tækifæri til eflingar og nýsköpunar. Ég hlakka til að vinna áfram með því sterka, samhenta og ómetanlega samfélagi sem heldur íslensku íþróttalífi gangandi. Á næstu vikum mun ég leitast við að eiga samtal við ykkur sem komið að hreyfingunni, samtal um hvernig við getum eflt og styrkt íþróttahreyfinguna enn frekar. Samtal sem er lykillinn að sameiginlegri framtíðarsýn. Með íþróttakveðju, Olga Bjarnadóttir ÍSÍ Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Íþróttaþing ÍSÍ verður haldið í Reykjavík 16. og 17. maí og er frestur til að lýsa yfir framboði til 25. apríl. Auk Olgu hefur Willum Þór Þórsson lýst yfir framboði og því ljóst að kosið verður á þinginum um arftaka Lárusar Blöndal sem ákveðið hefur að gefa ekki kost á sér til endurkjörs. Olga, sem auk þess að vera í stjórn ÍSÍ er framkvæmdastjóri fimleikafélagsins Gerplu, lýsti yfir framboði sínu á Facebook í dag. Þar bendir hún á að hún hafi víðtæka reynslu innan íþróttahreyfingarinnar, allt frá því að vera iðkandi í að leiða eitt stærsta íþróttafélag landsins. Hún hafi verið keppandi, þjálfari, dómari, stjórnarmaður, sjálfboðaliði og móðir á hliðarlínunni. Olga hefur starfað í íþróttahreyfingunni í meira en þrjá áratugi og verið í stjórn ÍSÍ síðustu sex ár, þar af síðsutu tvö ár sem 2. varaforseti. Hér að neðan má sjá tilkynningu Olgu í heild sinni. Kæru vinir og félagar, Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til embættis forseta ÍSÍ á komandi þingi. Eftir mikla hvatningu frá ýmsum áttum, ígrundun og samtöl við fjölbreyttan hóp hef ég ákveðið að bjóða mig fram í þetta mikilvæga embætti. Íþróttir hafa mótað mig og gefið mér ómetanleg tækifæri til að vaxa og þroskast sem manneskja og leiðtogi. Ég hef víðtæka reynslu innan hreyfingarinnar, allt frá því að vera iðkandi yfir í að leiða eitt stærsta íþróttafélag landsins. Ég hef sinnt fjölbreyttum verkefnum í hreyfingunni sem keppandi, þjálfari, dómari, stjórnarmaður, sjálfboðaliði og móðir á hliðarlínunni. Árið 2019 var ég kosin í stjórn ÍSÍ og hef gegnt embætti annars varaforseta síðastliðin tvö ár. Starf mitt í þágu íþróttahreyfingarinnar spannar nú yfir þrjá áratugi. Ég er tilbúin að leiða íþróttahreyfinguna með krafti og metnaði. Framboð mitt byggir á áratuga reynslu á öllum sviðum innan hreyfingarinnar, og langar mig að halda áfram að leggja mitt af mörkum í þágu íþróttanna, fólksins og framtíðar íþróttahreyfingarinnar. Framundan eru spennandi verkefni og tækifæri til eflingar og nýsköpunar. Ég hlakka til að vinna áfram með því sterka, samhenta og ómetanlega samfélagi sem heldur íslensku íþróttalífi gangandi. Á næstu vikum mun ég leitast við að eiga samtal við ykkur sem komið að hreyfingunni, samtal um hvernig við getum eflt og styrkt íþróttahreyfinguna enn frekar. Samtal sem er lykillinn að sameiginlegri framtíðarsýn. Með íþróttakveðju, Olga Bjarnadóttir
Kæru vinir og félagar, Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til embættis forseta ÍSÍ á komandi þingi. Eftir mikla hvatningu frá ýmsum áttum, ígrundun og samtöl við fjölbreyttan hóp hef ég ákveðið að bjóða mig fram í þetta mikilvæga embætti. Íþróttir hafa mótað mig og gefið mér ómetanleg tækifæri til að vaxa og þroskast sem manneskja og leiðtogi. Ég hef víðtæka reynslu innan hreyfingarinnar, allt frá því að vera iðkandi yfir í að leiða eitt stærsta íþróttafélag landsins. Ég hef sinnt fjölbreyttum verkefnum í hreyfingunni sem keppandi, þjálfari, dómari, stjórnarmaður, sjálfboðaliði og móðir á hliðarlínunni. Árið 2019 var ég kosin í stjórn ÍSÍ og hef gegnt embætti annars varaforseta síðastliðin tvö ár. Starf mitt í þágu íþróttahreyfingarinnar spannar nú yfir þrjá áratugi. Ég er tilbúin að leiða íþróttahreyfinguna með krafti og metnaði. Framboð mitt byggir á áratuga reynslu á öllum sviðum innan hreyfingarinnar, og langar mig að halda áfram að leggja mitt af mörkum í þágu íþróttanna, fólksins og framtíðar íþróttahreyfingarinnar. Framundan eru spennandi verkefni og tækifæri til eflingar og nýsköpunar. Ég hlakka til að vinna áfram með því sterka, samhenta og ómetanlega samfélagi sem heldur íslensku íþróttalífi gangandi. Á næstu vikum mun ég leitast við að eiga samtal við ykkur sem komið að hreyfingunni, samtal um hvernig við getum eflt og styrkt íþróttahreyfinguna enn frekar. Samtal sem er lykillinn að sameiginlegri framtíðarsýn. Með íþróttakveðju, Olga Bjarnadóttir
ÍSÍ Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira