Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2025 07:33 Það er óhætt að segja að Eric Cantona sé ekki aðdáandi þess sem er í gangi hjá Manchester Unted þessi misserin. Getty/Ash Donelon Manchester United goðsögnin Eric Cantona hefur ekki mikið álit á því sem er í gangi hjá hans gamla félagi eftir að Sir Jim Ratcliffe eignaðist hlut í félaginu. Ratcliffe hefur verið með niðurskurðarhnífinn á lofti og ekki einu sinni sjálfur Sir Alex Ferguson slapp við hann. „Síðan Ratcliffe kom þá eru stjórnendurnir að reyna að eyðileggja allt og þeir bera ekki virðingu fyrir einum eða neinum,“ sagði Eric Cantona á samkomu á vegum FC United of Manchester. Guardian segir frá. „Þeir ætla meira að segja að breyta leikvanginum. Sál félagsins og liðsins liggur ekki i leikmönnunum sjálfum. Hún liggur hját fólkinu í kringum leikmennina sem eru eins og stór fjölskylda,“ sagði Cantona. View this post on Instagram A post shared by Premier League (@premierleague) Ratcliffe er þessa dagana að losa sig við fleiri starfsmenn félagsins og hann hefur sagt upp 450 starfsmönnum hjá United. „Það er mjög mikilvægt að bera virðingu fyrir þessu góða fólki alveg eins og þú berð virðingu fyrir knattspyrnustjóranum og leikmönnunum. Síðan Ratcliffe kom þá hefur það verið algjörlega öfugt farið,“ sagði Cantona. „Hann vill ekki hafa Sir Alex Ferguson áfram sem sendiherra. Hann er meira en goðsögn og við verðum að finna sál félagsins aftur,“ sagði Cantona. „Að mínu mati þá glataði Arsenal sál sinni þegar félagið yfirgaf Highbury og ég er viss um að margir stuðningsmenn sakna Highbury. Það er eins og þú kemur í hús og finnur allt aðra orku. Getur þú ímyndað þér Liverpool spila á öðrum velli en Anfield? Það er óhugsandi. Ég tel að United geti spilað á öðrum leikvangi en Old Trafford,“ sagði Cantona. Cantona sagðist hafa boðið Ratcliffe aðstoð sína en að því hafi verið hafnað. „Þeim var alveg sama. Ég bað ekki um neitt en það er bara svo sorglegt að horfa upp á Manchester United í svona stöðu,“ sagði Cantona. „Ég styð United af þvi að ég elska þetta félag. Ef ég væri hins vegar að velja mér félag í dag þá myndi ég örugglega ekki velja United,“ sagði Cantona. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Enski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sjá meira
Ratcliffe hefur verið með niðurskurðarhnífinn á lofti og ekki einu sinni sjálfur Sir Alex Ferguson slapp við hann. „Síðan Ratcliffe kom þá eru stjórnendurnir að reyna að eyðileggja allt og þeir bera ekki virðingu fyrir einum eða neinum,“ sagði Eric Cantona á samkomu á vegum FC United of Manchester. Guardian segir frá. „Þeir ætla meira að segja að breyta leikvanginum. Sál félagsins og liðsins liggur ekki i leikmönnunum sjálfum. Hún liggur hját fólkinu í kringum leikmennina sem eru eins og stór fjölskylda,“ sagði Cantona. View this post on Instagram A post shared by Premier League (@premierleague) Ratcliffe er þessa dagana að losa sig við fleiri starfsmenn félagsins og hann hefur sagt upp 450 starfsmönnum hjá United. „Það er mjög mikilvægt að bera virðingu fyrir þessu góða fólki alveg eins og þú berð virðingu fyrir knattspyrnustjóranum og leikmönnunum. Síðan Ratcliffe kom þá hefur það verið algjörlega öfugt farið,“ sagði Cantona. „Hann vill ekki hafa Sir Alex Ferguson áfram sem sendiherra. Hann er meira en goðsögn og við verðum að finna sál félagsins aftur,“ sagði Cantona. „Að mínu mati þá glataði Arsenal sál sinni þegar félagið yfirgaf Highbury og ég er viss um að margir stuðningsmenn sakna Highbury. Það er eins og þú kemur í hús og finnur allt aðra orku. Getur þú ímyndað þér Liverpool spila á öðrum velli en Anfield? Það er óhugsandi. Ég tel að United geti spilað á öðrum leikvangi en Old Trafford,“ sagði Cantona. Cantona sagðist hafa boðið Ratcliffe aðstoð sína en að því hafi verið hafnað. „Þeim var alveg sama. Ég bað ekki um neitt en það er bara svo sorglegt að horfa upp á Manchester United í svona stöðu,“ sagði Cantona. „Ég styð United af þvi að ég elska þetta félag. Ef ég væri hins vegar að velja mér félag í dag þá myndi ég örugglega ekki velja United,“ sagði Cantona. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport)
Enski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sjá meira