Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2025 07:33 Það er óhætt að segja að Eric Cantona sé ekki aðdáandi þess sem er í gangi hjá Manchester Unted þessi misserin. Getty/Ash Donelon Manchester United goðsögnin Eric Cantona hefur ekki mikið álit á því sem er í gangi hjá hans gamla félagi eftir að Sir Jim Ratcliffe eignaðist hlut í félaginu. Ratcliffe hefur verið með niðurskurðarhnífinn á lofti og ekki einu sinni sjálfur Sir Alex Ferguson slapp við hann. „Síðan Ratcliffe kom þá eru stjórnendurnir að reyna að eyðileggja allt og þeir bera ekki virðingu fyrir einum eða neinum,“ sagði Eric Cantona á samkomu á vegum FC United of Manchester. Guardian segir frá. „Þeir ætla meira að segja að breyta leikvanginum. Sál félagsins og liðsins liggur ekki i leikmönnunum sjálfum. Hún liggur hját fólkinu í kringum leikmennina sem eru eins og stór fjölskylda,“ sagði Cantona. View this post on Instagram A post shared by Premier League (@premierleague) Ratcliffe er þessa dagana að losa sig við fleiri starfsmenn félagsins og hann hefur sagt upp 450 starfsmönnum hjá United. „Það er mjög mikilvægt að bera virðingu fyrir þessu góða fólki alveg eins og þú berð virðingu fyrir knattspyrnustjóranum og leikmönnunum. Síðan Ratcliffe kom þá hefur það verið algjörlega öfugt farið,“ sagði Cantona. „Hann vill ekki hafa Sir Alex Ferguson áfram sem sendiherra. Hann er meira en goðsögn og við verðum að finna sál félagsins aftur,“ sagði Cantona. „Að mínu mati þá glataði Arsenal sál sinni þegar félagið yfirgaf Highbury og ég er viss um að margir stuðningsmenn sakna Highbury. Það er eins og þú kemur í hús og finnur allt aðra orku. Getur þú ímyndað þér Liverpool spila á öðrum velli en Anfield? Það er óhugsandi. Ég tel að United geti spilað á öðrum leikvangi en Old Trafford,“ sagði Cantona. Cantona sagðist hafa boðið Ratcliffe aðstoð sína en að því hafi verið hafnað. „Þeim var alveg sama. Ég bað ekki um neitt en það er bara svo sorglegt að horfa upp á Manchester United í svona stöðu,“ sagði Cantona. „Ég styð United af þvi að ég elska þetta félag. Ef ég væri hins vegar að velja mér félag í dag þá myndi ég örugglega ekki velja United,“ sagði Cantona. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Enski boltinn Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Fleiri fréttir Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Sjá meira
Ratcliffe hefur verið með niðurskurðarhnífinn á lofti og ekki einu sinni sjálfur Sir Alex Ferguson slapp við hann. „Síðan Ratcliffe kom þá eru stjórnendurnir að reyna að eyðileggja allt og þeir bera ekki virðingu fyrir einum eða neinum,“ sagði Eric Cantona á samkomu á vegum FC United of Manchester. Guardian segir frá. „Þeir ætla meira að segja að breyta leikvanginum. Sál félagsins og liðsins liggur ekki i leikmönnunum sjálfum. Hún liggur hját fólkinu í kringum leikmennina sem eru eins og stór fjölskylda,“ sagði Cantona. View this post on Instagram A post shared by Premier League (@premierleague) Ratcliffe er þessa dagana að losa sig við fleiri starfsmenn félagsins og hann hefur sagt upp 450 starfsmönnum hjá United. „Það er mjög mikilvægt að bera virðingu fyrir þessu góða fólki alveg eins og þú berð virðingu fyrir knattspyrnustjóranum og leikmönnunum. Síðan Ratcliffe kom þá hefur það verið algjörlega öfugt farið,“ sagði Cantona. „Hann vill ekki hafa Sir Alex Ferguson áfram sem sendiherra. Hann er meira en goðsögn og við verðum að finna sál félagsins aftur,“ sagði Cantona. „Að mínu mati þá glataði Arsenal sál sinni þegar félagið yfirgaf Highbury og ég er viss um að margir stuðningsmenn sakna Highbury. Það er eins og þú kemur í hús og finnur allt aðra orku. Getur þú ímyndað þér Liverpool spila á öðrum velli en Anfield? Það er óhugsandi. Ég tel að United geti spilað á öðrum leikvangi en Old Trafford,“ sagði Cantona. Cantona sagðist hafa boðið Ratcliffe aðstoð sína en að því hafi verið hafnað. „Þeim var alveg sama. Ég bað ekki um neitt en það er bara svo sorglegt að horfa upp á Manchester United í svona stöðu,“ sagði Cantona. „Ég styð United af þvi að ég elska þetta félag. Ef ég væri hins vegar að velja mér félag í dag þá myndi ég örugglega ekki velja United,“ sagði Cantona. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport)
Enski boltinn Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Fleiri fréttir Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Sjá meira