Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. apríl 2025 09:32 Vuk Oskar Dimitrijevic, Alexander Helgi Sigurðarson, Mathias Rosenørn og Oliver Sigurjónsson skiptu um lið í vetur. vísir/hulda margrét Vísir tók saman tíu leikmenn í Bestu deild karla sem færðu sig um set fyrir tímabilið og gætu blómstrað á nýjum stað. Þetta eru ekki endilega stærstu nöfnin í deildinni sem skiptu um lið, samanber Gylfi Þór Sigurðsson, heldur leikmenn sem hafa kannski ekki náð sér á strik undanfarin ár eða verið í litlu hlutverki en gætu fundið taktinn hjá nýju liði. Alexander Helgi Sigurðarson (KR) KR hefur fengið ótal leikmenn undanfarna mánuði en ein bestu félagaskiptin gætu reynst að hafa náð í Alexander frá Breiðabliki. Hann er gríðarlega hæfileikaríkaríkur leikmaður en hefur verið þjakaður af meiðslum stærstan hluta ferilsins. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, þekkir Alexander vel en hann var í lykilhlutverki hjá honum og spilaði stórvel þegar Breiðablik var hársbreidd frá því að verða Íslandsmeistari 2021. Óskar vonast væntanlega eftir því að geta náð aftur því besta fram hjá Alexander í svarthvítu treyjunni. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélag Reykjavíkur - FC Reykjavik, KR (@krreykjavik1899) Vuk Oskar Dimitrijevic (Fram) Eftir að hafa leikið með FH í þrjú ár gekk Vuk í raðir Fram í vetur. Hæfileikarnir eru svo sannarlega til staðar hjá þessum hávaxna framherja en framlagið síðustu ár hefur ekki verið í samræmi við þá. Vuk, sem sló í gegn hjá Leikni tímabilið 2020, hefur leikið áttatíu leiki í efstu deild og skorað tíu mörk sem gerir mark í áttunda hverjum leik. Vuk fær stórt hlutverk hjá Fram á þessu tímabili og liðið treystir á mörk og stoðsendingar frá honum. View this post on Instagram A post shared by Fram knattspyrna (@fram_knattspyrna) Mathias Rosenørn (FH) Eftir að spilað vel í slöku Keflavíkurliði 2023 samdi Rosenørn við Stjörnuna fyrir síðasta tímabil. Daninn spilaði lítið fyrir Garðabæjarliðið í fyrra en FH-ingar sáu sér leik á borði og sóttu hann. Markvarslan var til vandræða hjá FH á síðasta tímabili og hefur ekki verið styrkleiki hjá liðinu í mörg ár en Rosenørn er ætlað að breyta því. Hann gæti haft mikil áhrif á gengi FH-inga sem ætla að halda sér inni í úrslitakeppni efri hlutans. View this post on Instagram A post shared by Fimleikafélag Hafnarfjarðar (@fhingar) Oliver Sigurjónsson (Afturelding) Hlutverk Olivers hjá Breiðabliki minnkaði talsvert á síðasta tímabili og hann var aðeins tvisvar sinnum í byrjunarliði liðsins í Bestu deildinni. Í byrjun desember var Oliver kynntur sem nýr leikmaður Aftureldingar sem vann sér sæti í Bestu deildinni í fyrra. Miðjumaðurinn er aðeins þrítugur, hefur enn mikið fram að færa og Mosfellingar gera miklar væntingar til hans. Hann gæti öðlast nýtt líf hjá Aftureldingu. View this post on Instagram A post shared by Afturelding Knattspyrnudeild (@aftureldingknattspyrna) Daði Berg Jónsson (Víkingur) Daði fékk kannski ekki mörg tækifæri með Víkingi í fyrra en nýtti sínar mínútur vel, skoraði tvö mörk og sýndi að það er hellingur í hann spunnið. Hann vakti allavega athygli Vestra sem fékk hann á láni út tímabilið. Daði var í byrjunarliði Vestra gegn Val í 1. umferð Bestu deildarinnar og verður væntanlega í stóru hlutverki hjá Djúpmönnum í sumar. Hann leggur þar eflaust vel inn á reynslubankann fyrir framtíðina og Vestramenn vonast til að hann hjálpi liðinu að vera réttu megin við strikið í mótslok. View this post on Instagram A post shared by Vestri Knattspyrna (@vestriknattspyrna) Eiður Gauti Sæbjörnsson (KR) Uppgangur Eiðs undanfarna mánuði hefur verið með ólíkindum. Hann tók slaginn með HK síðasta sumar eftir að hafa spilað með Ými í neðri deildunum allan sinn feril. Eiður sýndi góða takta með HK-ingum og vakti athygli á sér. Óskar Hrafn var allavega hrifinn af því sem hann sá og fékk Eið í Vesturbæinn. Eiður lék sinn fyrsta leik í efstu deild 21. maí í fyrra en er nú orðinn framherji númer eitt hjá KR. Eiður var sjóðheitur á undirbúningstímabilinu og ætti að geta raðað inn mörkum í sókndjörfu liði KR. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélag Reykjavíkur - FC Reykjavik, KR (@krreykjavik1899) Guy Smit (Vestri) Hollendingurinn gekk til liðs við KR fyrir síðasta tímabil og átti afar erfitt uppdráttar framan af því. Hann spilaði þó betur eftir því sem á sumarið leið og eftir tímabilið fékk Vestri hann til að leysa William Eskelinen af hólmi. Hjá Vestra fær Guy í sínum þægindaramma og gera það sem hann er góður í. Hann er nefnilega hörku markvörður eins og hann sýndi sérstaklega sumarið 2021 með Leikni. Guy lék vel gegn Val í fyrsta leik Vestra í Bestu deildinni og mun hafa mikið um það að segja hvar Ísfirðingar enda í lok tímabilsins. Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA) Skömmu eftir brotthvarf Hinriks Harðarsonar til Odd í Noregi keypti ÍA Gísla aftur frá Val. Gísli lék með ÍA fyrstu ár ferilsins og er því kominn aftur heim á Akranes. Hann var ekki í stóru hlutverki hjá Val en fær núna tækifæri til að komast aftur á flug á kunnuglegum slóðum. Gísli er áræðinn og beinskeyttur sóknarmaður sem hentar vel í leikstíl ÍA. Gaman verður að fylgjast með samvinnu þeirra Viktors Jónssonar. View this post on Instagram A post shared by ÍA Akranes FC (@ia_akranes) Birkir Valur Jónsson (FH) Birkir hefur verið í lykilhlutverki hjá HK í mörg ár og er einn leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins. HK féll úr Bestu deildinni síðasta haust og FH sótti Birki í kjölfarið. Þessi öflugi bakvörður var frábær fyrstu árin sín hjá HK en hefur staðnað síðustu ár og þurfti nauðsynlega á nýrri áskorun að halda. Hann fær hana svo sannarlega í Krikanum en Birkir er hægri bakvörður númer eitt hjá FH sem freistar þess að halda sér í efri hluta deildarinnar. View this post on Instagram A post shared by Fimleikafélag Hafnarfjarðar (@fhingar) Axel Óskar Andrésson (Afturelding) Eftir að hafa verið lengi erlendis sneri Axel heim fyrir síðasta tímabil og gekk í raðir KR. Hlutirnir gengu ekki upp hjá honum í Vesturbænum og hann yfirgaf KR eftir tímabilið. Það kom svo fáum á óvart að Axel samdi við uppeldisfélagið Aftureldingu í vetur. Þar hittir hann fyrir yngri bróður sinn, markvörðinn Jökul. Axel hefur margt að bera, hraustur með eindæmum og mikill leiðtogi, og vonast til að geta sýnt sitt rétta andlit í heimahögunum. View this post on Instagram A post shared by Afturelding Knattspyrnudeild (@aftureldingknattspyrna) Besta deild karla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Valur - Stjarnan | Jöfn að stigum og spila upp á stoltið „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sjá meira
Þetta eru ekki endilega stærstu nöfnin í deildinni sem skiptu um lið, samanber Gylfi Þór Sigurðsson, heldur leikmenn sem hafa kannski ekki náð sér á strik undanfarin ár eða verið í litlu hlutverki en gætu fundið taktinn hjá nýju liði. Alexander Helgi Sigurðarson (KR) KR hefur fengið ótal leikmenn undanfarna mánuði en ein bestu félagaskiptin gætu reynst að hafa náð í Alexander frá Breiðabliki. Hann er gríðarlega hæfileikaríkaríkur leikmaður en hefur verið þjakaður af meiðslum stærstan hluta ferilsins. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, þekkir Alexander vel en hann var í lykilhlutverki hjá honum og spilaði stórvel þegar Breiðablik var hársbreidd frá því að verða Íslandsmeistari 2021. Óskar vonast væntanlega eftir því að geta náð aftur því besta fram hjá Alexander í svarthvítu treyjunni. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélag Reykjavíkur - FC Reykjavik, KR (@krreykjavik1899) Vuk Oskar Dimitrijevic (Fram) Eftir að hafa leikið með FH í þrjú ár gekk Vuk í raðir Fram í vetur. Hæfileikarnir eru svo sannarlega til staðar hjá þessum hávaxna framherja en framlagið síðustu ár hefur ekki verið í samræmi við þá. Vuk, sem sló í gegn hjá Leikni tímabilið 2020, hefur leikið áttatíu leiki í efstu deild og skorað tíu mörk sem gerir mark í áttunda hverjum leik. Vuk fær stórt hlutverk hjá Fram á þessu tímabili og liðið treystir á mörk og stoðsendingar frá honum. View this post on Instagram A post shared by Fram knattspyrna (@fram_knattspyrna) Mathias Rosenørn (FH) Eftir að spilað vel í slöku Keflavíkurliði 2023 samdi Rosenørn við Stjörnuna fyrir síðasta tímabil. Daninn spilaði lítið fyrir Garðabæjarliðið í fyrra en FH-ingar sáu sér leik á borði og sóttu hann. Markvarslan var til vandræða hjá FH á síðasta tímabili og hefur ekki verið styrkleiki hjá liðinu í mörg ár en Rosenørn er ætlað að breyta því. Hann gæti haft mikil áhrif á gengi FH-inga sem ætla að halda sér inni í úrslitakeppni efri hlutans. View this post on Instagram A post shared by Fimleikafélag Hafnarfjarðar (@fhingar) Oliver Sigurjónsson (Afturelding) Hlutverk Olivers hjá Breiðabliki minnkaði talsvert á síðasta tímabili og hann var aðeins tvisvar sinnum í byrjunarliði liðsins í Bestu deildinni. Í byrjun desember var Oliver kynntur sem nýr leikmaður Aftureldingar sem vann sér sæti í Bestu deildinni í fyrra. Miðjumaðurinn er aðeins þrítugur, hefur enn mikið fram að færa og Mosfellingar gera miklar væntingar til hans. Hann gæti öðlast nýtt líf hjá Aftureldingu. View this post on Instagram A post shared by Afturelding Knattspyrnudeild (@aftureldingknattspyrna) Daði Berg Jónsson (Víkingur) Daði fékk kannski ekki mörg tækifæri með Víkingi í fyrra en nýtti sínar mínútur vel, skoraði tvö mörk og sýndi að það er hellingur í hann spunnið. Hann vakti allavega athygli Vestra sem fékk hann á láni út tímabilið. Daði var í byrjunarliði Vestra gegn Val í 1. umferð Bestu deildarinnar og verður væntanlega í stóru hlutverki hjá Djúpmönnum í sumar. Hann leggur þar eflaust vel inn á reynslubankann fyrir framtíðina og Vestramenn vonast til að hann hjálpi liðinu að vera réttu megin við strikið í mótslok. View this post on Instagram A post shared by Vestri Knattspyrna (@vestriknattspyrna) Eiður Gauti Sæbjörnsson (KR) Uppgangur Eiðs undanfarna mánuði hefur verið með ólíkindum. Hann tók slaginn með HK síðasta sumar eftir að hafa spilað með Ými í neðri deildunum allan sinn feril. Eiður sýndi góða takta með HK-ingum og vakti athygli á sér. Óskar Hrafn var allavega hrifinn af því sem hann sá og fékk Eið í Vesturbæinn. Eiður lék sinn fyrsta leik í efstu deild 21. maí í fyrra en er nú orðinn framherji númer eitt hjá KR. Eiður var sjóðheitur á undirbúningstímabilinu og ætti að geta raðað inn mörkum í sókndjörfu liði KR. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélag Reykjavíkur - FC Reykjavik, KR (@krreykjavik1899) Guy Smit (Vestri) Hollendingurinn gekk til liðs við KR fyrir síðasta tímabil og átti afar erfitt uppdráttar framan af því. Hann spilaði þó betur eftir því sem á sumarið leið og eftir tímabilið fékk Vestri hann til að leysa William Eskelinen af hólmi. Hjá Vestra fær Guy í sínum þægindaramma og gera það sem hann er góður í. Hann er nefnilega hörku markvörður eins og hann sýndi sérstaklega sumarið 2021 með Leikni. Guy lék vel gegn Val í fyrsta leik Vestra í Bestu deildinni og mun hafa mikið um það að segja hvar Ísfirðingar enda í lok tímabilsins. Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA) Skömmu eftir brotthvarf Hinriks Harðarsonar til Odd í Noregi keypti ÍA Gísla aftur frá Val. Gísli lék með ÍA fyrstu ár ferilsins og er því kominn aftur heim á Akranes. Hann var ekki í stóru hlutverki hjá Val en fær núna tækifæri til að komast aftur á flug á kunnuglegum slóðum. Gísli er áræðinn og beinskeyttur sóknarmaður sem hentar vel í leikstíl ÍA. Gaman verður að fylgjast með samvinnu þeirra Viktors Jónssonar. View this post on Instagram A post shared by ÍA Akranes FC (@ia_akranes) Birkir Valur Jónsson (FH) Birkir hefur verið í lykilhlutverki hjá HK í mörg ár og er einn leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins. HK féll úr Bestu deildinni síðasta haust og FH sótti Birki í kjölfarið. Þessi öflugi bakvörður var frábær fyrstu árin sín hjá HK en hefur staðnað síðustu ár og þurfti nauðsynlega á nýrri áskorun að halda. Hann fær hana svo sannarlega í Krikanum en Birkir er hægri bakvörður númer eitt hjá FH sem freistar þess að halda sér í efri hluta deildarinnar. View this post on Instagram A post shared by Fimleikafélag Hafnarfjarðar (@fhingar) Axel Óskar Andrésson (Afturelding) Eftir að hafa verið lengi erlendis sneri Axel heim fyrir síðasta tímabil og gekk í raðir KR. Hlutirnir gengu ekki upp hjá honum í Vesturbænum og hann yfirgaf KR eftir tímabilið. Það kom svo fáum á óvart að Axel samdi við uppeldisfélagið Aftureldingu í vetur. Þar hittir hann fyrir yngri bróður sinn, markvörðinn Jökul. Axel hefur margt að bera, hraustur með eindæmum og mikill leiðtogi, og vonast til að geta sýnt sitt rétta andlit í heimahögunum. View this post on Instagram A post shared by Afturelding Knattspyrnudeild (@aftureldingknattspyrna)
Besta deild karla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Valur - Stjarnan | Jöfn að stigum og spila upp á stoltið „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sjá meira