Sport

Lést eftir MMA-bardaga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Saeideh Aletaha lést af völdum höfuðáverka.
Saeideh Aletaha lést af völdum höfuðáverka. vísir/getty
Saeideh Aletaha, áhugamaður í MMA, er látin eftir áverka sem hún varð fyrir í bardaga í Southampton á Englandi á laugardagskvöldið.

Aletaha varð fyrir alvarlegum höfuðmeiðslum á bardagakvöldi FFS (Fast and Furious Fight Series).

Hún var flutt á spítala í Southampton þar sem hún lést á sunnudaginn. Lögreglan í Hampshire hefur hafið rannsókn á málinu.

„Allir keppendur búa sig undir að geta meiðst og þetta er eitthvað sem gerist ekki í 99,9% tilfella,“ segir í yfirlýsingu frá FFS.

„Við reynum að hafa þetta eins öruggt og hægt er með læknisskoðun fyrir og eftir bardaga. Á staðnum voru læknir og sjúkrabíll.“

Aletaha, sem var frá Íran, var 26 ára þegar hún lést.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×