79 frídagar Hildur Björnsdóttir skrifar 1. nóvember 2019 11:30 Frídagar grunnskólabarna í Reykjavík eru samanlagt 73 árlega, að undanskildum lögbundnum frídögum. Systkini á tveimur skólastigum eiga samanlagt 79 frídaga en foreldrar á almennum vinnumarkaði eiga fæstir meira en 24 frídaga árlega. Þær áskoranir sem mæta fjölskyldufólki við skipulag hversdagsins blasa við. Atvinnurekendur lenda ekki síður í vanda vegna þeirra ráðstafana sem gera þarf vegna fjarveru foreldra frá vinnu.10 dagar með betra skipulagi Atvinnulíf vinnur víða að auknum sveigjanleika og styttri vinnuviku til að mæta fjölskyldum. Með sama hætti hefur fjöldi leikskóla ráðist í styttingu vinnuviku með góðum árangri – án fjölgunar starfsfólks og án skerðingar á dvalartíma barna. Mikilli hagræðingu má gjarnan ná með betra skipulagi. Með sama hætti mætti mæta fjölskyldum og atvinnulífi með aukinni samræmingu, meiri sveigjanleika og betra skipulagi á almanaksári leik- og grunnskóla í Reykjavík. Undirrituð hefur lagt fram þrjár einfaldar aðgerðir til betra skipulags í þágu einfaldara fjölskyldulífs. Í fyrsta lagi að skipulags- og starfsdagar séu betur samræmdir milli skólastiga, innan sömu borgarhverfa, og dragi þannig úr fjarveruþörf foreldra frá vinnu um 4-5 daga. Í öðru lagi að öllum börnum á yngstu skólastigum bjóðist frístund samkvæmt gjaldskrá, þá daga sem foreldraviðtöl fara fram, og dragi þannig úr fjarveruþörf foreldra frá vinnu um 3 daga. Í þriðja lagi að skólasetning fari ætíð fram á mánudegi, á fyrsta kennsludegi skólaárs og að skólaslit fari fram á föstudegi, á síðasta kennsludegi skólaárs, og dragi þannig úr fjarveruþörf foreldra frá vinnu um 2 daga. Allar þrjár aðgerðir byggja fyrst og fremst á betra skipulagi - þær fjölga ekki kennsludögum og íþyngja ekki kennurum – en þær tryggja fjölskyldum og atvinnulífi aukinn sveigjanleika. Fjarveruþörf foreldra með börn á tveimur skólastigum gæti minnkað um 10 daga árlega.Fjölskylduvandi á herðum kvenna Nýlegar mælingar sýna um 10% kynbundinn launamun á Íslandi. Rannsóknir sýna jákvæð áhrif barneigna á launaþróun karla, en neikvæð áhrif á launaþróun kvenna. Vinnandi konum er gjarnan falin minni ábyrgð í kjölfar barneigna en karlar hljóta aukinn framgang. Mæður taka enn á sig mesta ábyrgð barnauppeldis - því betur má fórna kvennalaunum en karlalaunum. Konur sitja eftir í vítahring. Þeim körlum sem nýta rétt sinn til fæðingarorlofs fer fækkandi. Hundruð barna hafa setið föst á biðlistum eftir leikskólavist í Reykjavík. Hundruð foreldra komust ekki aftur á vinnumarkað í kjölfar barneigna. Frídagar skólakerfis eru í hrópandi ósamræmi við frídaga atvinnulífs. Fjölskylduvandinn lendir gjarnan á herðum kvenna og dregur úr framgangi þeirra á vinnumarkaði. Sveigjanlegt skólakerfi og traust þjónusta sveitarfélaga er mikilvægt jafnréttismál.Einfaldar lausnir skila miklum ávinningi Fjölskyldan, menntakerfi og atvinnulíf eru meðal þeirra grunnstoða sem samfélag okkar byggir á. Gjarnan virðast grunnstoðirnar þó í mikilli togstreitu þrátt fyrir sameiginlega hagsmuni. Flestir vilja foreldrar fjölga samverustundum með börnum sínum en ósamræmdir frídagar skapa streitu og draga úr gæðum samveru. Betra skipulag og aukin samræming mun tryggja fjölskyldum og atvinnulífi aukið svigrúm. Þetta þarf ekki að vera flókið - með einföldum lausnum má ná miklum ávinningi.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Börn og uppeldi Hildur Björnsdóttir Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Frídagar grunnskólabarna í Reykjavík eru samanlagt 73 árlega, að undanskildum lögbundnum frídögum. Systkini á tveimur skólastigum eiga samanlagt 79 frídaga en foreldrar á almennum vinnumarkaði eiga fæstir meira en 24 frídaga árlega. Þær áskoranir sem mæta fjölskyldufólki við skipulag hversdagsins blasa við. Atvinnurekendur lenda ekki síður í vanda vegna þeirra ráðstafana sem gera þarf vegna fjarveru foreldra frá vinnu.10 dagar með betra skipulagi Atvinnulíf vinnur víða að auknum sveigjanleika og styttri vinnuviku til að mæta fjölskyldum. Með sama hætti hefur fjöldi leikskóla ráðist í styttingu vinnuviku með góðum árangri – án fjölgunar starfsfólks og án skerðingar á dvalartíma barna. Mikilli hagræðingu má gjarnan ná með betra skipulagi. Með sama hætti mætti mæta fjölskyldum og atvinnulífi með aukinni samræmingu, meiri sveigjanleika og betra skipulagi á almanaksári leik- og grunnskóla í Reykjavík. Undirrituð hefur lagt fram þrjár einfaldar aðgerðir til betra skipulags í þágu einfaldara fjölskyldulífs. Í fyrsta lagi að skipulags- og starfsdagar séu betur samræmdir milli skólastiga, innan sömu borgarhverfa, og dragi þannig úr fjarveruþörf foreldra frá vinnu um 4-5 daga. Í öðru lagi að öllum börnum á yngstu skólastigum bjóðist frístund samkvæmt gjaldskrá, þá daga sem foreldraviðtöl fara fram, og dragi þannig úr fjarveruþörf foreldra frá vinnu um 3 daga. Í þriðja lagi að skólasetning fari ætíð fram á mánudegi, á fyrsta kennsludegi skólaárs og að skólaslit fari fram á föstudegi, á síðasta kennsludegi skólaárs, og dragi þannig úr fjarveruþörf foreldra frá vinnu um 2 daga. Allar þrjár aðgerðir byggja fyrst og fremst á betra skipulagi - þær fjölga ekki kennsludögum og íþyngja ekki kennurum – en þær tryggja fjölskyldum og atvinnulífi aukinn sveigjanleika. Fjarveruþörf foreldra með börn á tveimur skólastigum gæti minnkað um 10 daga árlega.Fjölskylduvandi á herðum kvenna Nýlegar mælingar sýna um 10% kynbundinn launamun á Íslandi. Rannsóknir sýna jákvæð áhrif barneigna á launaþróun karla, en neikvæð áhrif á launaþróun kvenna. Vinnandi konum er gjarnan falin minni ábyrgð í kjölfar barneigna en karlar hljóta aukinn framgang. Mæður taka enn á sig mesta ábyrgð barnauppeldis - því betur má fórna kvennalaunum en karlalaunum. Konur sitja eftir í vítahring. Þeim körlum sem nýta rétt sinn til fæðingarorlofs fer fækkandi. Hundruð barna hafa setið föst á biðlistum eftir leikskólavist í Reykjavík. Hundruð foreldra komust ekki aftur á vinnumarkað í kjölfar barneigna. Frídagar skólakerfis eru í hrópandi ósamræmi við frídaga atvinnulífs. Fjölskylduvandinn lendir gjarnan á herðum kvenna og dregur úr framgangi þeirra á vinnumarkaði. Sveigjanlegt skólakerfi og traust þjónusta sveitarfélaga er mikilvægt jafnréttismál.Einfaldar lausnir skila miklum ávinningi Fjölskyldan, menntakerfi og atvinnulíf eru meðal þeirra grunnstoða sem samfélag okkar byggir á. Gjarnan virðast grunnstoðirnar þó í mikilli togstreitu þrátt fyrir sameiginlega hagsmuni. Flestir vilja foreldrar fjölga samverustundum með börnum sínum en ósamræmdir frídagar skapa streitu og draga úr gæðum samveru. Betra skipulag og aukin samræming mun tryggja fjölskyldum og atvinnulífi aukið svigrúm. Þetta þarf ekki að vera flókið - með einföldum lausnum má ná miklum ávinningi.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar