79 frídagar Hildur Björnsdóttir skrifar 1. nóvember 2019 11:30 Frídagar grunnskólabarna í Reykjavík eru samanlagt 73 árlega, að undanskildum lögbundnum frídögum. Systkini á tveimur skólastigum eiga samanlagt 79 frídaga en foreldrar á almennum vinnumarkaði eiga fæstir meira en 24 frídaga árlega. Þær áskoranir sem mæta fjölskyldufólki við skipulag hversdagsins blasa við. Atvinnurekendur lenda ekki síður í vanda vegna þeirra ráðstafana sem gera þarf vegna fjarveru foreldra frá vinnu.10 dagar með betra skipulagi Atvinnulíf vinnur víða að auknum sveigjanleika og styttri vinnuviku til að mæta fjölskyldum. Með sama hætti hefur fjöldi leikskóla ráðist í styttingu vinnuviku með góðum árangri – án fjölgunar starfsfólks og án skerðingar á dvalartíma barna. Mikilli hagræðingu má gjarnan ná með betra skipulagi. Með sama hætti mætti mæta fjölskyldum og atvinnulífi með aukinni samræmingu, meiri sveigjanleika og betra skipulagi á almanaksári leik- og grunnskóla í Reykjavík. Undirrituð hefur lagt fram þrjár einfaldar aðgerðir til betra skipulags í þágu einfaldara fjölskyldulífs. Í fyrsta lagi að skipulags- og starfsdagar séu betur samræmdir milli skólastiga, innan sömu borgarhverfa, og dragi þannig úr fjarveruþörf foreldra frá vinnu um 4-5 daga. Í öðru lagi að öllum börnum á yngstu skólastigum bjóðist frístund samkvæmt gjaldskrá, þá daga sem foreldraviðtöl fara fram, og dragi þannig úr fjarveruþörf foreldra frá vinnu um 3 daga. Í þriðja lagi að skólasetning fari ætíð fram á mánudegi, á fyrsta kennsludegi skólaárs og að skólaslit fari fram á föstudegi, á síðasta kennsludegi skólaárs, og dragi þannig úr fjarveruþörf foreldra frá vinnu um 2 daga. Allar þrjár aðgerðir byggja fyrst og fremst á betra skipulagi - þær fjölga ekki kennsludögum og íþyngja ekki kennurum – en þær tryggja fjölskyldum og atvinnulífi aukinn sveigjanleika. Fjarveruþörf foreldra með börn á tveimur skólastigum gæti minnkað um 10 daga árlega.Fjölskylduvandi á herðum kvenna Nýlegar mælingar sýna um 10% kynbundinn launamun á Íslandi. Rannsóknir sýna jákvæð áhrif barneigna á launaþróun karla, en neikvæð áhrif á launaþróun kvenna. Vinnandi konum er gjarnan falin minni ábyrgð í kjölfar barneigna en karlar hljóta aukinn framgang. Mæður taka enn á sig mesta ábyrgð barnauppeldis - því betur má fórna kvennalaunum en karlalaunum. Konur sitja eftir í vítahring. Þeim körlum sem nýta rétt sinn til fæðingarorlofs fer fækkandi. Hundruð barna hafa setið föst á biðlistum eftir leikskólavist í Reykjavík. Hundruð foreldra komust ekki aftur á vinnumarkað í kjölfar barneigna. Frídagar skólakerfis eru í hrópandi ósamræmi við frídaga atvinnulífs. Fjölskylduvandinn lendir gjarnan á herðum kvenna og dregur úr framgangi þeirra á vinnumarkaði. Sveigjanlegt skólakerfi og traust þjónusta sveitarfélaga er mikilvægt jafnréttismál.Einfaldar lausnir skila miklum ávinningi Fjölskyldan, menntakerfi og atvinnulíf eru meðal þeirra grunnstoða sem samfélag okkar byggir á. Gjarnan virðast grunnstoðirnar þó í mikilli togstreitu þrátt fyrir sameiginlega hagsmuni. Flestir vilja foreldrar fjölga samverustundum með börnum sínum en ósamræmdir frídagar skapa streitu og draga úr gæðum samveru. Betra skipulag og aukin samræming mun tryggja fjölskyldum og atvinnulífi aukið svigrúm. Þetta þarf ekki að vera flókið - með einföldum lausnum má ná miklum ávinningi.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Börn og uppeldi Hildur Björnsdóttir Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Frídagar grunnskólabarna í Reykjavík eru samanlagt 73 árlega, að undanskildum lögbundnum frídögum. Systkini á tveimur skólastigum eiga samanlagt 79 frídaga en foreldrar á almennum vinnumarkaði eiga fæstir meira en 24 frídaga árlega. Þær áskoranir sem mæta fjölskyldufólki við skipulag hversdagsins blasa við. Atvinnurekendur lenda ekki síður í vanda vegna þeirra ráðstafana sem gera þarf vegna fjarveru foreldra frá vinnu.10 dagar með betra skipulagi Atvinnulíf vinnur víða að auknum sveigjanleika og styttri vinnuviku til að mæta fjölskyldum. Með sama hætti hefur fjöldi leikskóla ráðist í styttingu vinnuviku með góðum árangri – án fjölgunar starfsfólks og án skerðingar á dvalartíma barna. Mikilli hagræðingu má gjarnan ná með betra skipulagi. Með sama hætti mætti mæta fjölskyldum og atvinnulífi með aukinni samræmingu, meiri sveigjanleika og betra skipulagi á almanaksári leik- og grunnskóla í Reykjavík. Undirrituð hefur lagt fram þrjár einfaldar aðgerðir til betra skipulags í þágu einfaldara fjölskyldulífs. Í fyrsta lagi að skipulags- og starfsdagar séu betur samræmdir milli skólastiga, innan sömu borgarhverfa, og dragi þannig úr fjarveruþörf foreldra frá vinnu um 4-5 daga. Í öðru lagi að öllum börnum á yngstu skólastigum bjóðist frístund samkvæmt gjaldskrá, þá daga sem foreldraviðtöl fara fram, og dragi þannig úr fjarveruþörf foreldra frá vinnu um 3 daga. Í þriðja lagi að skólasetning fari ætíð fram á mánudegi, á fyrsta kennsludegi skólaárs og að skólaslit fari fram á föstudegi, á síðasta kennsludegi skólaárs, og dragi þannig úr fjarveruþörf foreldra frá vinnu um 2 daga. Allar þrjár aðgerðir byggja fyrst og fremst á betra skipulagi - þær fjölga ekki kennsludögum og íþyngja ekki kennurum – en þær tryggja fjölskyldum og atvinnulífi aukinn sveigjanleika. Fjarveruþörf foreldra með börn á tveimur skólastigum gæti minnkað um 10 daga árlega.Fjölskylduvandi á herðum kvenna Nýlegar mælingar sýna um 10% kynbundinn launamun á Íslandi. Rannsóknir sýna jákvæð áhrif barneigna á launaþróun karla, en neikvæð áhrif á launaþróun kvenna. Vinnandi konum er gjarnan falin minni ábyrgð í kjölfar barneigna en karlar hljóta aukinn framgang. Mæður taka enn á sig mesta ábyrgð barnauppeldis - því betur má fórna kvennalaunum en karlalaunum. Konur sitja eftir í vítahring. Þeim körlum sem nýta rétt sinn til fæðingarorlofs fer fækkandi. Hundruð barna hafa setið föst á biðlistum eftir leikskólavist í Reykjavík. Hundruð foreldra komust ekki aftur á vinnumarkað í kjölfar barneigna. Frídagar skólakerfis eru í hrópandi ósamræmi við frídaga atvinnulífs. Fjölskylduvandinn lendir gjarnan á herðum kvenna og dregur úr framgangi þeirra á vinnumarkaði. Sveigjanlegt skólakerfi og traust þjónusta sveitarfélaga er mikilvægt jafnréttismál.Einfaldar lausnir skila miklum ávinningi Fjölskyldan, menntakerfi og atvinnulíf eru meðal þeirra grunnstoða sem samfélag okkar byggir á. Gjarnan virðast grunnstoðirnar þó í mikilli togstreitu þrátt fyrir sameiginlega hagsmuni. Flestir vilja foreldrar fjölga samverustundum með börnum sínum en ósamræmdir frídagar skapa streitu og draga úr gæðum samveru. Betra skipulag og aukin samræming mun tryggja fjölskyldum og atvinnulífi aukið svigrúm. Þetta þarf ekki að vera flókið - með einföldum lausnum má ná miklum ávinningi.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun