Samræmt göngulag fornt Hjálmar Jónsson skrifar 5. nóvember 2019 15:26 „En, guð sé oss næstur. Það gerist margt hér á landi. Nú ganga menn uppréttir, jafnvel um hábjartan dag. Skal dotta í geðlausri deyfð, sem á sama oss standi? Skal draga í svaðið hið íslenzka göngulag? Nei, aldrei skal takast þeim ættjarðarlausu bjánum, að eyða þeim siðferðismætti, sem hér stendur vörð. Álútir skulu menn ganga! og hoknir í hnjánum! Og horfa með stilling og festu á íslenzka jörð!“ Mér varð hugsað til þessa kvæðis Steins Steinars og sérstaklega titils þess þegar ég velti fyrir mér ömurlegri framgöngu Samtaka atvinnulífsins í yfirstandandi kjaradeilu við Blaðamannafélag Íslands. Og ég minnist þess ekki í þau bráðum fjörutíu ár, sem ég hef fjallað um og tekið þátt í kjarasamningum hér á landi, að það hafi ekki verið metnaðarmál atvinnurekenda í öllum greinum atvinnulífsins að bjóða kjarabætur sem að minnsta kosti jöfnuðust á við það sem aðrir höfðu boðið, sama hversu bágt ástandið var í atvinnugreininni. En alltaf lærir maður eitthvað nýtt og nú er svo sannarlega skrifaður nýr kafli í í sögu samskipta verkalýshreyfingar og atvinnurekenda. Það liggur nefnilega fyrir skjalfest og meitlað í stein að eina tilboð atvinnurekenda til BÍ í yfirstandandi kjaradeilu er verulega lægra en samið hefur verið um við allar aðrar stéttir og starfsgreinar í þessu samfélagi! Ég furða mig bara á því að eigendur þessara fjölmiðla, sem um ræðir, skuli sætta sig við þessa framgöngu SA, sem hefur gert það að verkum að í óefni stefnir. Svo höfum við blaðamenn auðvitað leyft okkur þá ósvinnu að hugsa sjálfstætt og hafa skoðun á því hvað kemur að mestum notum fyrir starfsgreinina: „Nú ganga menn uppréttir, jafnvel um hábjartan dag.“ Eða eins og blaðamaður til áratuga, sérlega seinþreyttur til vandræða, sendi mér í tilskrifi: „Blaðamannafélag Íslands fer með samningsumboð fyrir sína félagsmenn. Það gengur ekki í samningum tveggja aðila að annar setji hinum ófrávíkjanlegan úrslitakost. Blaðamannafélag Íslands átti ekki neina aðkomu að gerð lífskjarasamningsins og hann er því ekki samningur þess. Auk þess tekur hann ekki á veigamiklum atriðum sem varða starfsumhverfi og kjör blaðamanna.“Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Hjálmar Jónsson Kjaramál Tengdar fréttir Segir kjör blaðamanna hörmuleg og útlit fyrir vinnustöðvanir Blaðamenn greiða atkvæði um vinnustöðvanir á morgun. 29. október 2019 19:00 Blaðamenn greiddu atkvæði með vinnustöðvunum Fyrsta vinnustöðvun blaðamanna verður föstudaginn 8. nóvember og nær til vefmiðla. 30. október 2019 17:34 Vinnustöðvun blaðamanna breytir ekki afstöðu SA Framkvæmdastjóri SA segir ekki hægt að tefla lífskjarasamningum í hættu með því að semja á forsendum Blaðamannafélags Íslands. 30. október 2019 19:52 Formaðurinn hvetur blaðamenn til verkfalla Blaðamenn hafa ekki farið í verkfall í rúmlega 40 ár og myndi vinnustöðvun því þurfa að taka mið af gjörbreyttu fjölmiðlalandslagi. 28. september 2019 18:30 Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
„En, guð sé oss næstur. Það gerist margt hér á landi. Nú ganga menn uppréttir, jafnvel um hábjartan dag. Skal dotta í geðlausri deyfð, sem á sama oss standi? Skal draga í svaðið hið íslenzka göngulag? Nei, aldrei skal takast þeim ættjarðarlausu bjánum, að eyða þeim siðferðismætti, sem hér stendur vörð. Álútir skulu menn ganga! og hoknir í hnjánum! Og horfa með stilling og festu á íslenzka jörð!“ Mér varð hugsað til þessa kvæðis Steins Steinars og sérstaklega titils þess þegar ég velti fyrir mér ömurlegri framgöngu Samtaka atvinnulífsins í yfirstandandi kjaradeilu við Blaðamannafélag Íslands. Og ég minnist þess ekki í þau bráðum fjörutíu ár, sem ég hef fjallað um og tekið þátt í kjarasamningum hér á landi, að það hafi ekki verið metnaðarmál atvinnurekenda í öllum greinum atvinnulífsins að bjóða kjarabætur sem að minnsta kosti jöfnuðust á við það sem aðrir höfðu boðið, sama hversu bágt ástandið var í atvinnugreininni. En alltaf lærir maður eitthvað nýtt og nú er svo sannarlega skrifaður nýr kafli í í sögu samskipta verkalýshreyfingar og atvinnurekenda. Það liggur nefnilega fyrir skjalfest og meitlað í stein að eina tilboð atvinnurekenda til BÍ í yfirstandandi kjaradeilu er verulega lægra en samið hefur verið um við allar aðrar stéttir og starfsgreinar í þessu samfélagi! Ég furða mig bara á því að eigendur þessara fjölmiðla, sem um ræðir, skuli sætta sig við þessa framgöngu SA, sem hefur gert það að verkum að í óefni stefnir. Svo höfum við blaðamenn auðvitað leyft okkur þá ósvinnu að hugsa sjálfstætt og hafa skoðun á því hvað kemur að mestum notum fyrir starfsgreinina: „Nú ganga menn uppréttir, jafnvel um hábjartan dag.“ Eða eins og blaðamaður til áratuga, sérlega seinþreyttur til vandræða, sendi mér í tilskrifi: „Blaðamannafélag Íslands fer með samningsumboð fyrir sína félagsmenn. Það gengur ekki í samningum tveggja aðila að annar setji hinum ófrávíkjanlegan úrslitakost. Blaðamannafélag Íslands átti ekki neina aðkomu að gerð lífskjarasamningsins og hann er því ekki samningur þess. Auk þess tekur hann ekki á veigamiklum atriðum sem varða starfsumhverfi og kjör blaðamanna.“Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands
Segir kjör blaðamanna hörmuleg og útlit fyrir vinnustöðvanir Blaðamenn greiða atkvæði um vinnustöðvanir á morgun. 29. október 2019 19:00
Blaðamenn greiddu atkvæði með vinnustöðvunum Fyrsta vinnustöðvun blaðamanna verður föstudaginn 8. nóvember og nær til vefmiðla. 30. október 2019 17:34
Vinnustöðvun blaðamanna breytir ekki afstöðu SA Framkvæmdastjóri SA segir ekki hægt að tefla lífskjarasamningum í hættu með því að semja á forsendum Blaðamannafélags Íslands. 30. október 2019 19:52
Formaðurinn hvetur blaðamenn til verkfalla Blaðamenn hafa ekki farið í verkfall í rúmlega 40 ár og myndi vinnustöðvun því þurfa að taka mið af gjörbreyttu fjölmiðlalandslagi. 28. september 2019 18:30
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar