„Gjafir eru yður gefnar” Hjálmar Jónsson skrifar 6. nóvember 2019 11:00 Það er fagnaðarefni að Landsvirkjun skuli hafa náð samningum við starfsmenn sína, eins og ég les um í fréttum í morgun. Af efni samningsins dreg ég þá ályktun að Landsvirkjun geti ekki verið innan Samtaka atvinnulífsins, þar sem ég sé ekki betur en hjartfólgin lífskjarasamningur þeirra hafi verið sprengdur í tætlur langt út fyrir 200 sjómílurnar. „Skynsamt fólk leitar ekki að vandræðum,” og þarna hafa stjórnendur og forsvarsmenn starfsfólksins sest yfir verkefnið, væntanlega án aðkomu Samtaka atvinnulífsins, og séð skynsemina í því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir strax frá næsta vori og hækka launatöflu sérstaklega vegna ætlaðs ábata af fækkun yfirvinnustunda, sem er raunar ekki kominn fram en gera megi ráð fyrir. Þá skuldbindur fyrirtækið sig til að veita starfsmönnum hlutdeild í frekari ábata vegna ætlaðrar fækkunar yfirvinnustunda í framtíðinni. Ég hirði ekki um að tína upp önnur smærri atriði,en mér finnst það djarft hjá fyrirtækinu og starfsmönnum þess að stytta vinnuvikuna um fjórar stundir og ætla á sama tíma að draga verulega úr yfirvinnu og setja nú þegar ábatan af því inn í launatöfluna áður en hann er kominn fram, en sannarlega skiptir vinnufyrirkomulag höfuðmáli og skynsamleg nýting þess getur falið í sér mikinn ábata fyrir fólk og fyrirtæki. Vegni þeim vel á þessari braut. Við blaðamenn njótum hins vegar ekki þeirra forréttinda að að fá nokkra vitræna umræðu um kjör okkar og vinnufyrirkomulag og hvað betur má fara, þó við séum komnnir á brún verkfallsátaka í fyrsta skipti í rúm 40 ár. Það er miður og í raun óskiljanlegt að Samtökum atvinnulífsins skuli hafa verið leyft að standa jafn illa að málum í þessum efnum og raun ber vitni síðustu átta mánuði. Ég man ekki betur en Landsvirkjun hafi verið innan Vinnuveitendasambands Íslands, forvera SA, þegar ég skrifaði um kjaramál á árum áður og spurning hvenær fyrirtækið fór þaðan út? Ef svo er ekki og fyrirtækið er enn innan SA þá getum við blaðamenn rifjað upp orð Bergþóru: „Gjafir eru yður gefnar!” Í viðræðum okkar við SA hefur lífskjarasamningurinn verið meitlaður í stein og ekki mátt víkja frá honum í einu eða neinu, þótt hann henti ekki vinnufyrirkomulagi blaðamanna hvernig sem á málið er litið.Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Jónsson Kjaramál Tengdar fréttir Samræmt göngulag fornt Og ég minnist þess ekki í þau bráðum fjörutíu ár, sem ég hef fjallað um og tekið þátt í kjarasamningum hér á landi, að það hafi ekki verið metnaðarmál atvinnurekenda í öllum greinum atvinnulífsins að bjóða kjarabætur sem að minnsta kosti jöfnuðust á við það sem aðir höfðu boðið, sama hversu bágt ástandið var í atvinnugreininni. 5. nóvember 2019 15:26 Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Það er fagnaðarefni að Landsvirkjun skuli hafa náð samningum við starfsmenn sína, eins og ég les um í fréttum í morgun. Af efni samningsins dreg ég þá ályktun að Landsvirkjun geti ekki verið innan Samtaka atvinnulífsins, þar sem ég sé ekki betur en hjartfólgin lífskjarasamningur þeirra hafi verið sprengdur í tætlur langt út fyrir 200 sjómílurnar. „Skynsamt fólk leitar ekki að vandræðum,” og þarna hafa stjórnendur og forsvarsmenn starfsfólksins sest yfir verkefnið, væntanlega án aðkomu Samtaka atvinnulífsins, og séð skynsemina í því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir strax frá næsta vori og hækka launatöflu sérstaklega vegna ætlaðs ábata af fækkun yfirvinnustunda, sem er raunar ekki kominn fram en gera megi ráð fyrir. Þá skuldbindur fyrirtækið sig til að veita starfsmönnum hlutdeild í frekari ábata vegna ætlaðrar fækkunar yfirvinnustunda í framtíðinni. Ég hirði ekki um að tína upp önnur smærri atriði,en mér finnst það djarft hjá fyrirtækinu og starfsmönnum þess að stytta vinnuvikuna um fjórar stundir og ætla á sama tíma að draga verulega úr yfirvinnu og setja nú þegar ábatan af því inn í launatöfluna áður en hann er kominn fram, en sannarlega skiptir vinnufyrirkomulag höfuðmáli og skynsamleg nýting þess getur falið í sér mikinn ábata fyrir fólk og fyrirtæki. Vegni þeim vel á þessari braut. Við blaðamenn njótum hins vegar ekki þeirra forréttinda að að fá nokkra vitræna umræðu um kjör okkar og vinnufyrirkomulag og hvað betur má fara, þó við séum komnnir á brún verkfallsátaka í fyrsta skipti í rúm 40 ár. Það er miður og í raun óskiljanlegt að Samtökum atvinnulífsins skuli hafa verið leyft að standa jafn illa að málum í þessum efnum og raun ber vitni síðustu átta mánuði. Ég man ekki betur en Landsvirkjun hafi verið innan Vinnuveitendasambands Íslands, forvera SA, þegar ég skrifaði um kjaramál á árum áður og spurning hvenær fyrirtækið fór þaðan út? Ef svo er ekki og fyrirtækið er enn innan SA þá getum við blaðamenn rifjað upp orð Bergþóru: „Gjafir eru yður gefnar!” Í viðræðum okkar við SA hefur lífskjarasamningurinn verið meitlaður í stein og ekki mátt víkja frá honum í einu eða neinu, þótt hann henti ekki vinnufyrirkomulagi blaðamanna hvernig sem á málið er litið.Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands.
Samræmt göngulag fornt Og ég minnist þess ekki í þau bráðum fjörutíu ár, sem ég hef fjallað um og tekið þátt í kjarasamningum hér á landi, að það hafi ekki verið metnaðarmál atvinnurekenda í öllum greinum atvinnulífsins að bjóða kjarabætur sem að minnsta kosti jöfnuðust á við það sem aðir höfðu boðið, sama hversu bágt ástandið var í atvinnugreininni. 5. nóvember 2019 15:26
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun