Er lífskjarasamningurinn í uppnámi? Hjálmar Jónsson skrifar 7. nóvember 2019 09:56 Samningur Samtaka atvinnulífsins eða fyrirtækis innan þeirra vébanda, Landsvirkjunar, við þrjú stærstu iðnfélög landsins, markar þáttaskil í mörgu tilliti og vekur spurningar um hvort að svonefndur lífskjarasamningur sé í uppnámi. Í öllu falli hlýtur samningurinn að koma til skoðunar í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir í Karphúsinu, en ósamið er enn við stóran hluta launþega í þessu landi, einkum þá sem eiga í samningssambandi við ríki og sveitarfélög. Fyrir það fyrsta er samningurinn afturvirkur. Samtök atvinnulífsins hafa alltaf haldið því fram að þau geri ekki afturvirka samninga og þess vegna hefur verið samið um eingreiðslur, misháar í gegnum tíðina, til að bæta fyrir liðna tíð hafi samningar dregist úr hófi. Þessi samningur er hins vegar samkvæmt efni sínu afturvirkur frá 1. apríl síðastliðnum eða í sjö mánuði. Það gildir bæði um mánaðarlega hækkun frá 1. apríl samkvæmt lífskjarasamningnum og verulega hækkun í launatöflu sem einnig er afturvirk í sjö mánuði. Athyglisvert við launatöfluhækkunina, sem kveðið er á um í bókun sem fylgir kjarasamningnum, en ekki honum sjálfum, er að hluti ábata sem ætla megi að fylgi endurskoðun vinnufyrirkomulags, sem ekki hefur verið ráðist í ennþá „hefur verið veitt inn í launatöflu samnings þessa með viðbótarhækkun mánaðarlauna umfram almennar hækkanir kauptaxta kjarasamnings,“ eins og segir í samningnum. Þannig er samið um afturvirka hækkun vegna ábata sem ekki er fyrir hendi og alls óvíst hvort af verði og hversu mikill. Loks er kveðið um frekari ábata til starfsmanna „þegar endurskoðað vinnufyrirkomulag liggur fyrir.“ Samkvæmt launatöflunni sem gildir frá 1. apríl síðastliðnum eru lægstu byrjendalaun 464.920 og hæstu laun eftir 7 ár í starfi 778.467 krónur. Spanið í töflunni er þannig yfir 300 þúsund krónur og deilist á 38 launaflokka og 5 aldursþrep. Til viðbótar er kveðið á um 36 tíma vinnuviku frá næsta vori og deilitölu 156 í mánaðarlaun í stað 173,33. Það þýðir að tímakaup í dagvinnu hækkar um rúm 11%. Svo einfalt dæmi sé tekið af launþega með 500.000 krónur í mánaðarlaun að þá er tímakaup hans fyrir vinnutímastyttingu 2.885 krónur. Eftir vinnutímastyttinguna verður tímakaupið 3.205 krónur, sem er rúmlega 300 króna hækkun á tímann. SA hafa haldið því fram í ræðu og riti að upptaka virks vinnutíma í þessu samhengi, þ.e. að kaffitímar séu teknir út úr vinnutímanum, skipti máli, þar sem mánaðarlaunin eru óbreytt fyrir og eftir vinnutímastyttinguna. Nú kann það að skipta máli á einstaka vinnustað, háð vinnufyrirkomulagi og eðli þess starfs sem um er að ræða. Meginatriðið hlýtur þó að vera þau laun sem fólk fær á unna tímaeiningu. Svo einfalt dæmi sé tekið: Ef þú vinnur að meðaltali 50 tíma á viku, eins og sannarlega margir gera, þá eru 40 tímar dagvinna og 10 tímar yfirvinna. Eftir vinnutímastyttinguna vinnur sami maður 36 tíma í dagvinnu og 14 tíma yfirvinnu og hefur því hækkað í launum sem því nemur. Sú staðreynd að SA gerðu kröfu um upptöku yfirvinnu 1 og yfirvinnu 2 undirstrikar þessa staðreynd. Loks er athyglisvert að samkvæmt samningi Landsvirkjunar og iðnaðarmannafélaganna er heimilt að sleppa því að taka upp eftirvinnu 1 og 2, eins og kveðið er á um í almennum kjarasamningum SA og iðnaðarmanna. Mikil óánægja var með það ákvæði meðal margra iðnaðarmannafélaga og gerði það næstum verkum að þeir samningar voru felldir síðastliðið vor, enda leiddi þetta ákvæði til þess að sumir iðnaðarmenn voru mögulega að lækka í yfirvinnulaunum vegna lækkunar á hlutfalli í yfirvinnu 1. Nú er reynsla fyrir því að oft í gegnum tíðina hefur verið samið við smærri aðila um eitthvað annað og meira en samdist um við stóra borðið. Það sem er sérstakt við þennan samning er, að þarna er eitt stærsta fyrirtæki landsins, sem sækir tekjur sínar til skattborgara þessa lands og er innan Samtaka atvinnulífsins, að semja við þrjú stærstu iðnfélög landsins. Það hlýtur að vekja umhugsun í ljósi þeirrar kjarastefnu sem mótuð var í landinu síðastliðið vor og lögð hefur verið áhersla á að gildi um alla landsmenn. Skylt er að nefna að undirritaður er blaðamaður, sem skrifaði um kjaramál fyrir Morgunblaðið í 20 ár og er nú um stundir formaður Blaðamannafélags Íslands, sem á í kjaradeilu við Samtök atvinnulífsins.Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Hjálmar Jónsson Kjaramál Tengdar fréttir „Gjafir eru yður gefnar” Það er fagnaðarefni að Landsvirkjun skuli hafa náð samningum við starfsmenn sína, eins og ég les um í fréttum í morgun. 6. nóvember 2019 11:00 Mest lesið Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Vandað verklag við aðhald í ríkisrekstri Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Sjá meira
Samningur Samtaka atvinnulífsins eða fyrirtækis innan þeirra vébanda, Landsvirkjunar, við þrjú stærstu iðnfélög landsins, markar þáttaskil í mörgu tilliti og vekur spurningar um hvort að svonefndur lífskjarasamningur sé í uppnámi. Í öllu falli hlýtur samningurinn að koma til skoðunar í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir í Karphúsinu, en ósamið er enn við stóran hluta launþega í þessu landi, einkum þá sem eiga í samningssambandi við ríki og sveitarfélög. Fyrir það fyrsta er samningurinn afturvirkur. Samtök atvinnulífsins hafa alltaf haldið því fram að þau geri ekki afturvirka samninga og þess vegna hefur verið samið um eingreiðslur, misháar í gegnum tíðina, til að bæta fyrir liðna tíð hafi samningar dregist úr hófi. Þessi samningur er hins vegar samkvæmt efni sínu afturvirkur frá 1. apríl síðastliðnum eða í sjö mánuði. Það gildir bæði um mánaðarlega hækkun frá 1. apríl samkvæmt lífskjarasamningnum og verulega hækkun í launatöflu sem einnig er afturvirk í sjö mánuði. Athyglisvert við launatöfluhækkunina, sem kveðið er á um í bókun sem fylgir kjarasamningnum, en ekki honum sjálfum, er að hluti ábata sem ætla megi að fylgi endurskoðun vinnufyrirkomulags, sem ekki hefur verið ráðist í ennþá „hefur verið veitt inn í launatöflu samnings þessa með viðbótarhækkun mánaðarlauna umfram almennar hækkanir kauptaxta kjarasamnings,“ eins og segir í samningnum. Þannig er samið um afturvirka hækkun vegna ábata sem ekki er fyrir hendi og alls óvíst hvort af verði og hversu mikill. Loks er kveðið um frekari ábata til starfsmanna „þegar endurskoðað vinnufyrirkomulag liggur fyrir.“ Samkvæmt launatöflunni sem gildir frá 1. apríl síðastliðnum eru lægstu byrjendalaun 464.920 og hæstu laun eftir 7 ár í starfi 778.467 krónur. Spanið í töflunni er þannig yfir 300 þúsund krónur og deilist á 38 launaflokka og 5 aldursþrep. Til viðbótar er kveðið á um 36 tíma vinnuviku frá næsta vori og deilitölu 156 í mánaðarlaun í stað 173,33. Það þýðir að tímakaup í dagvinnu hækkar um rúm 11%. Svo einfalt dæmi sé tekið af launþega með 500.000 krónur í mánaðarlaun að þá er tímakaup hans fyrir vinnutímastyttingu 2.885 krónur. Eftir vinnutímastyttinguna verður tímakaupið 3.205 krónur, sem er rúmlega 300 króna hækkun á tímann. SA hafa haldið því fram í ræðu og riti að upptaka virks vinnutíma í þessu samhengi, þ.e. að kaffitímar séu teknir út úr vinnutímanum, skipti máli, þar sem mánaðarlaunin eru óbreytt fyrir og eftir vinnutímastyttinguna. Nú kann það að skipta máli á einstaka vinnustað, háð vinnufyrirkomulagi og eðli þess starfs sem um er að ræða. Meginatriðið hlýtur þó að vera þau laun sem fólk fær á unna tímaeiningu. Svo einfalt dæmi sé tekið: Ef þú vinnur að meðaltali 50 tíma á viku, eins og sannarlega margir gera, þá eru 40 tímar dagvinna og 10 tímar yfirvinna. Eftir vinnutímastyttinguna vinnur sami maður 36 tíma í dagvinnu og 14 tíma yfirvinnu og hefur því hækkað í launum sem því nemur. Sú staðreynd að SA gerðu kröfu um upptöku yfirvinnu 1 og yfirvinnu 2 undirstrikar þessa staðreynd. Loks er athyglisvert að samkvæmt samningi Landsvirkjunar og iðnaðarmannafélaganna er heimilt að sleppa því að taka upp eftirvinnu 1 og 2, eins og kveðið er á um í almennum kjarasamningum SA og iðnaðarmanna. Mikil óánægja var með það ákvæði meðal margra iðnaðarmannafélaga og gerði það næstum verkum að þeir samningar voru felldir síðastliðið vor, enda leiddi þetta ákvæði til þess að sumir iðnaðarmenn voru mögulega að lækka í yfirvinnulaunum vegna lækkunar á hlutfalli í yfirvinnu 1. Nú er reynsla fyrir því að oft í gegnum tíðina hefur verið samið við smærri aðila um eitthvað annað og meira en samdist um við stóra borðið. Það sem er sérstakt við þennan samning er, að þarna er eitt stærsta fyrirtæki landsins, sem sækir tekjur sínar til skattborgara þessa lands og er innan Samtaka atvinnulífsins, að semja við þrjú stærstu iðnfélög landsins. Það hlýtur að vekja umhugsun í ljósi þeirrar kjarastefnu sem mótuð var í landinu síðastliðið vor og lögð hefur verið áhersla á að gildi um alla landsmenn. Skylt er að nefna að undirritaður er blaðamaður, sem skrifaði um kjaramál fyrir Morgunblaðið í 20 ár og er nú um stundir formaður Blaðamannafélags Íslands, sem á í kjaradeilu við Samtök atvinnulífsins.Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands.
„Gjafir eru yður gefnar” Það er fagnaðarefni að Landsvirkjun skuli hafa náð samningum við starfsmenn sína, eins og ég les um í fréttum í morgun. 6. nóvember 2019 11:00
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar