Skipun þverpólitískra þingmannanefnda ekki alltaf æskileg Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. nóvember 2019 21:00 Umboðsmaður Alþingis kom á fund þriggja þingnefnda í morgun. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Ekki er alltaf æskilegt að stofna þverpólitíska þingmannanefndir til að fara ofan í saumana á lagasetningu sem þarf að bæta. Þetta kom fram í máli umboðsmanns Alþingis á fundi hans með þremur þingnefndum í morgun þar sem skýrsla úr eftirlitsheimsókn á geðdeild Klepps var til umfjöllunar. Skýrslan var birt um miðjan október en hún er sú fyrsta sem embætti umboðsmanns birtir á grundvelli OPCAT-eftirlitsins svokallaða. Honum var falið að annast eftirlitið eftir að Ísland fullgilti valfrjálsa bókun við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri meðferð eða refsingu.Sjá einnig: Mannréttindabrot framin á hverjum degi á einstaklingum með geðrænan vanda Eftirlitsheimsóknir embættisins á geðdeildir Klepps leiddu í ljós að lagaheimild skortir til að beita þeim úrræðum sem þar er stundum beitt. Umboðsmaður kynnti skýrsluna á sameiginlegum fundi allsherjar- og menntamálanefndar, stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og velferðarnefndar í morgun, en Helga Vala Helgadóttir er formaður þeirrar síðastnefndu. „Ég er ótrúlega ánægð með að við höfum falið umboðsmanni og því embætti þetta eftirlit af því að þetta er bara mjög vel unnið og faglegt,“ segir Helga Vala. Hún segir ljóst að bregðast þurfi við þeim athugasemdum sem gerðar eru í skýrslunni og varða til að mynda þvingaða lyfjagjöf.Helga Vala Helgadóttir, formaður Velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Baldur HrafnkellHver er ábyrgð ykkar þingmanna til að bregðast við því? „Það sem að kom líka fram hjá umboðsmanni var í rauninni að honum þykir ekki gott að skipaðar séu þverpólitískar þingmannanefndir til þess að fara ofan í saumana á svona vinnu eins og þessari. Og benti hann á til dæmis umræðuna sem nú er varðandi útlendingalögin af því að Alþingi á að vera eftirlitsaðilinn, hann vildi í rauninni, var svona aðeins að ía að því að það væri óheppilegt að þingmennirnir sjálfir væru bæði að vinna að allri lagasetningunni af því þar með væru þeir pínu lítið múlbundnir ef illa færi,“ segir Helga Vala. Það sé ekki heppilegt að þingmenn hafi eftirlit með eigin lagasetningu. „Við þurfum svona aðeins að skoða hvort við þurfum að endurskoða fyrri ákvörðun okkar en Alþingi tók þá ákvörðun að skipa, samþykkti þingsályktunartillögu um að skipuð yrði þingmannanefnd til að fara yfir lögræðislögin til dæmis, sem að virðist á þessu að sé í rauninni kannski ekki fullnægjandi. Hvorki skipun nefndarinnar né það að bara lögræðislögin eigi að vera undir. Alþingi Mannréttindi Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Sjá meira
Ekki er alltaf æskilegt að stofna þverpólitíska þingmannanefndir til að fara ofan í saumana á lagasetningu sem þarf að bæta. Þetta kom fram í máli umboðsmanns Alþingis á fundi hans með þremur þingnefndum í morgun þar sem skýrsla úr eftirlitsheimsókn á geðdeild Klepps var til umfjöllunar. Skýrslan var birt um miðjan október en hún er sú fyrsta sem embætti umboðsmanns birtir á grundvelli OPCAT-eftirlitsins svokallaða. Honum var falið að annast eftirlitið eftir að Ísland fullgilti valfrjálsa bókun við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri meðferð eða refsingu.Sjá einnig: Mannréttindabrot framin á hverjum degi á einstaklingum með geðrænan vanda Eftirlitsheimsóknir embættisins á geðdeildir Klepps leiddu í ljós að lagaheimild skortir til að beita þeim úrræðum sem þar er stundum beitt. Umboðsmaður kynnti skýrsluna á sameiginlegum fundi allsherjar- og menntamálanefndar, stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og velferðarnefndar í morgun, en Helga Vala Helgadóttir er formaður þeirrar síðastnefndu. „Ég er ótrúlega ánægð með að við höfum falið umboðsmanni og því embætti þetta eftirlit af því að þetta er bara mjög vel unnið og faglegt,“ segir Helga Vala. Hún segir ljóst að bregðast þurfi við þeim athugasemdum sem gerðar eru í skýrslunni og varða til að mynda þvingaða lyfjagjöf.Helga Vala Helgadóttir, formaður Velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Baldur HrafnkellHver er ábyrgð ykkar þingmanna til að bregðast við því? „Það sem að kom líka fram hjá umboðsmanni var í rauninni að honum þykir ekki gott að skipaðar séu þverpólitískar þingmannanefndir til þess að fara ofan í saumana á svona vinnu eins og þessari. Og benti hann á til dæmis umræðuna sem nú er varðandi útlendingalögin af því að Alþingi á að vera eftirlitsaðilinn, hann vildi í rauninni, var svona aðeins að ía að því að það væri óheppilegt að þingmennirnir sjálfir væru bæði að vinna að allri lagasetningunni af því þar með væru þeir pínu lítið múlbundnir ef illa færi,“ segir Helga Vala. Það sé ekki heppilegt að þingmenn hafi eftirlit með eigin lagasetningu. „Við þurfum svona aðeins að skoða hvort við þurfum að endurskoða fyrri ákvörðun okkar en Alþingi tók þá ákvörðun að skipa, samþykkti þingsályktunartillögu um að skipuð yrði þingmannanefnd til að fara yfir lögræðislögin til dæmis, sem að virðist á þessu að sé í rauninni kannski ekki fullnægjandi. Hvorki skipun nefndarinnar né það að bara lögræðislögin eigi að vera undir.
Alþingi Mannréttindi Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Sjá meira