Fasteignaverð tvöfaldast í Árborg Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. október 2019 20:00 Fasteignaverð í Árborg hefur ríflega tvöfaldast á fjórum árum. Hagfræðingur telur líklegt að lækkun á bensínverði hafi leitt til þess að fleiri telji hagkvæmt að búa í sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins en keyra þangað til vinnu. Á liðnu ári hefur hægt verulega á hækkunum á fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt nýrri hagspá Landsbankans heldur þessi þróun áfram og reiknað er með um fjögurra prósenta árlegri hækkun næstu þrjú árin. Markaðurinn hefur staðnað aðeins. Í ár hafa að meðaltali verið keyptar um 577 íbúðir á mánuði samanborið við 619 í fyrra. Hagfræðinur telur að óútfærðar hugmyndir stjórnvalda um aðgerðir á húsnæðismarkaði gætu haft áhrif. „Að koma með svona yfirlýsingar án þess að þær séu komnar til framkvæmda getur gert það að verkum að ákveðin biðstaða myndast þar sem fólk vill ekki kaupa fyrr en það veit nákvæmlega að hve miklu leyti hið opinbera ætlar að stíga inn og aðstoða," segir Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum. Una Jónsdóttir, hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans.Þróuninn er allt önnur fyrir utan höfuðborgarssvæðið. „Til dæmis í Árborg hefur verð meira en tvöfaldast frá upphafi árs 2015 þannig það eru alveg myndarlegar hækkanir," segir Una. Yfir helmingur seldra eigna í Árborg eru nýbyggingar, sem eru yfirleitt dýrari, og gæti það haft nokkur áhrif. En hækkunin er einnig skörp á Reykjanesbæ og á Akranesi. Bensínverð lækkaði um 15% árið 2015 og á sama ári tók fasteignaverð á þessum svæðum að rjúka upp. Hækkunin nam hátt í fjörtíu prósentum árið 2017 á Reykjanesi. Una telur líklegt að fleiri sjái sé hag í því að búa utan höfuðborgarsvæðisins en keyra til vinnu í borginni. „Við sjáum að bensínverð lækkaði á árunum 2013-2016 sem gæti hafa minnkað kostnaðinn við að búa þarna og þar með aukið eftirspurn eftir húsnæði," segir Una. Árborg Húsnæðismál Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Fasteignaverð í Árborg hefur ríflega tvöfaldast á fjórum árum. Hagfræðingur telur líklegt að lækkun á bensínverði hafi leitt til þess að fleiri telji hagkvæmt að búa í sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins en keyra þangað til vinnu. Á liðnu ári hefur hægt verulega á hækkunum á fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt nýrri hagspá Landsbankans heldur þessi þróun áfram og reiknað er með um fjögurra prósenta árlegri hækkun næstu þrjú árin. Markaðurinn hefur staðnað aðeins. Í ár hafa að meðaltali verið keyptar um 577 íbúðir á mánuði samanborið við 619 í fyrra. Hagfræðinur telur að óútfærðar hugmyndir stjórnvalda um aðgerðir á húsnæðismarkaði gætu haft áhrif. „Að koma með svona yfirlýsingar án þess að þær séu komnar til framkvæmda getur gert það að verkum að ákveðin biðstaða myndast þar sem fólk vill ekki kaupa fyrr en það veit nákvæmlega að hve miklu leyti hið opinbera ætlar að stíga inn og aðstoða," segir Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum. Una Jónsdóttir, hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans.Þróuninn er allt önnur fyrir utan höfuðborgarssvæðið. „Til dæmis í Árborg hefur verð meira en tvöfaldast frá upphafi árs 2015 þannig það eru alveg myndarlegar hækkanir," segir Una. Yfir helmingur seldra eigna í Árborg eru nýbyggingar, sem eru yfirleitt dýrari, og gæti það haft nokkur áhrif. En hækkunin er einnig skörp á Reykjanesbæ og á Akranesi. Bensínverð lækkaði um 15% árið 2015 og á sama ári tók fasteignaverð á þessum svæðum að rjúka upp. Hækkunin nam hátt í fjörtíu prósentum árið 2017 á Reykjanesi. Una telur líklegt að fleiri sjái sé hag í því að búa utan höfuðborgarsvæðisins en keyra til vinnu í borginni. „Við sjáum að bensínverð lækkaði á árunum 2013-2016 sem gæti hafa minnkað kostnaðinn við að búa þarna og þar með aukið eftirspurn eftir húsnæði," segir Una.
Árborg Húsnæðismál Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira