Fasteignaverð tvöfaldast í Árborg Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. október 2019 20:00 Fasteignaverð í Árborg hefur ríflega tvöfaldast á fjórum árum. Hagfræðingur telur líklegt að lækkun á bensínverði hafi leitt til þess að fleiri telji hagkvæmt að búa í sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins en keyra þangað til vinnu. Á liðnu ári hefur hægt verulega á hækkunum á fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt nýrri hagspá Landsbankans heldur þessi þróun áfram og reiknað er með um fjögurra prósenta árlegri hækkun næstu þrjú árin. Markaðurinn hefur staðnað aðeins. Í ár hafa að meðaltali verið keyptar um 577 íbúðir á mánuði samanborið við 619 í fyrra. Hagfræðinur telur að óútfærðar hugmyndir stjórnvalda um aðgerðir á húsnæðismarkaði gætu haft áhrif. „Að koma með svona yfirlýsingar án þess að þær séu komnar til framkvæmda getur gert það að verkum að ákveðin biðstaða myndast þar sem fólk vill ekki kaupa fyrr en það veit nákvæmlega að hve miklu leyti hið opinbera ætlar að stíga inn og aðstoða," segir Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum. Una Jónsdóttir, hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans.Þróuninn er allt önnur fyrir utan höfuðborgarssvæðið. „Til dæmis í Árborg hefur verð meira en tvöfaldast frá upphafi árs 2015 þannig það eru alveg myndarlegar hækkanir," segir Una. Yfir helmingur seldra eigna í Árborg eru nýbyggingar, sem eru yfirleitt dýrari, og gæti það haft nokkur áhrif. En hækkunin er einnig skörp á Reykjanesbæ og á Akranesi. Bensínverð lækkaði um 15% árið 2015 og á sama ári tók fasteignaverð á þessum svæðum að rjúka upp. Hækkunin nam hátt í fjörtíu prósentum árið 2017 á Reykjanesi. Una telur líklegt að fleiri sjái sé hag í því að búa utan höfuðborgarsvæðisins en keyra til vinnu í borginni. „Við sjáum að bensínverð lækkaði á árunum 2013-2016 sem gæti hafa minnkað kostnaðinn við að búa þarna og þar með aukið eftirspurn eftir húsnæði," segir Una. Árborg Húsnæðismál Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Fasteignaverð í Árborg hefur ríflega tvöfaldast á fjórum árum. Hagfræðingur telur líklegt að lækkun á bensínverði hafi leitt til þess að fleiri telji hagkvæmt að búa í sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins en keyra þangað til vinnu. Á liðnu ári hefur hægt verulega á hækkunum á fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt nýrri hagspá Landsbankans heldur þessi þróun áfram og reiknað er með um fjögurra prósenta árlegri hækkun næstu þrjú árin. Markaðurinn hefur staðnað aðeins. Í ár hafa að meðaltali verið keyptar um 577 íbúðir á mánuði samanborið við 619 í fyrra. Hagfræðinur telur að óútfærðar hugmyndir stjórnvalda um aðgerðir á húsnæðismarkaði gætu haft áhrif. „Að koma með svona yfirlýsingar án þess að þær séu komnar til framkvæmda getur gert það að verkum að ákveðin biðstaða myndast þar sem fólk vill ekki kaupa fyrr en það veit nákvæmlega að hve miklu leyti hið opinbera ætlar að stíga inn og aðstoða," segir Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum. Una Jónsdóttir, hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans.Þróuninn er allt önnur fyrir utan höfuðborgarssvæðið. „Til dæmis í Árborg hefur verð meira en tvöfaldast frá upphafi árs 2015 þannig það eru alveg myndarlegar hækkanir," segir Una. Yfir helmingur seldra eigna í Árborg eru nýbyggingar, sem eru yfirleitt dýrari, og gæti það haft nokkur áhrif. En hækkunin er einnig skörp á Reykjanesbæ og á Akranesi. Bensínverð lækkaði um 15% árið 2015 og á sama ári tók fasteignaverð á þessum svæðum að rjúka upp. Hækkunin nam hátt í fjörtíu prósentum árið 2017 á Reykjanesi. Una telur líklegt að fleiri sjái sé hag í því að búa utan höfuðborgarsvæðisins en keyra til vinnu í borginni. „Við sjáum að bensínverð lækkaði á árunum 2013-2016 sem gæti hafa minnkað kostnaðinn við að búa þarna og þar með aukið eftirspurn eftir húsnæði," segir Una.
Árborg Húsnæðismál Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira