Rússneskur áróður skýtur áfram upp kollinum á Facebook Kjartan Kjartansson skrifar 22. október 2019 12:23 Zuckerberg og Facebook hafa legið undir gagnrýni fyrir að leyfa ýmis konar upplýsingafalsi og ósannindum að fara fjöllum hærra á miðlinum. Vísir/EPA Samfélagsmiðlarisinn Facebook segist hafa eytt rússneskum reikningum sem voru látnir líta út fyrir að vera frá Bandaríkjamönnum. Þeir sem stóðu að reikningunum tóku þátt í umræðum um pólitísk hitamál í lykilríkjum fyrir forsetakosningar næsta árs, lofuðu Donald Trump forseta en löstuðu Joe Biden, mögulegan mótframbjóðanda hans. Rússnesk stjórnvöld stóðu fyrir skipulagðri samfélagsmiðlaherferð í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016. Gerðu þau út af örkinni svokallaða tröllaverksmiðju sem hélt ýmis konar stjórnmálaáróðri að bandarískum kjósendum sem var ætlað að ala á sundrung. Facebook segir að reikningarnir sem fyrirtækið hefur nú eytt beri sömu einkenni og herferðin fyrir þremur árum. Þá sóttust Rússar eftir því að upphefja Trump en grafa undan Hillary Clinton. Auk samfélagsmiðlaherferðarinnar stálu rússneskir hakkarar tölvupóstum framboðs hennar og landsnefndar Demókrataflokksins sem þeir komu svo í birtingu í gegnum uppljóstranavefinn Wikileaks. Að þessu sinni virðast Rússarnir beina kröftum sínum að myndadeiliforritinu Instagram sem er í eigu Facebook. Þar dreifa þeir efni um bandarísk stjórnmál og myndefni gegn frambjóðendum í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar, að sögn Washington Post. Einn rússnesku reikninganna var þannig gerður í nafni blökkumanns í Michigan sem gagnrýndi Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, fyrir klúður í málefnum ólíkra kynþátta í Bandaríkjunum undir myllumerkinu „#Svörtlífskiptamáli“. Aðrir rússneskir reikningar studdu Bernie Sanders. Auk rússnesku reikninganna fölsku segist Facebook hafa fjarlægt þrjár misvísandi samfélagsmiðlaherferðir sem tengjast Írönum.Veik viðbrögð gáfu fleiri ríkjum skotleyfi Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook, sagði Washington Post í síðustu viku að upplýsingafals á samfélagsmiðlum hafi versnað frá árinu 2016, meðal annars vegna slælegra viðbragða bandarískra stjórnvalda við tilraunum Rússa til afskipta. „Því miður voru viðbrögð Bandaríkjanna við Rússlandi ekki sérstaklega sterk eftir 2016 þannig að það sendi öðrum löndum skilaboð að þau gætu tekið þátt í þessu líka,“ sagði hann. Fyrir utan upplýsingafalsið sem fer fram í gegnum falska reikninga hefur Zuckerberg og Facebook legið undir gagnrýni fyrir að leyfa lygar og stoðlausar fullyrðingar í stjórnmálaauglýsingum á samfélagsmiðlinum. Bandaríkin Facebook Rússland Tengdar fréttir Bandaríkjamenn slökktu á „Tröllaverksmiðjunni“ fyrir þingkosningarnar Bandaríski herinn kom í veg fyrir að starfsmenn "Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu í St. Pétursborg í Rússlandi hefðu aðgang að internetinu í aðdraganda bandarísku þingkosninganna í vetur. 26. febrúar 2019 23:15 Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Samfélagsmiðlarisinn Facebook segist hafa eytt rússneskum reikningum sem voru látnir líta út fyrir að vera frá Bandaríkjamönnum. Þeir sem stóðu að reikningunum tóku þátt í umræðum um pólitísk hitamál í lykilríkjum fyrir forsetakosningar næsta árs, lofuðu Donald Trump forseta en löstuðu Joe Biden, mögulegan mótframbjóðanda hans. Rússnesk stjórnvöld stóðu fyrir skipulagðri samfélagsmiðlaherferð í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016. Gerðu þau út af örkinni svokallaða tröllaverksmiðju sem hélt ýmis konar stjórnmálaáróðri að bandarískum kjósendum sem var ætlað að ala á sundrung. Facebook segir að reikningarnir sem fyrirtækið hefur nú eytt beri sömu einkenni og herferðin fyrir þremur árum. Þá sóttust Rússar eftir því að upphefja Trump en grafa undan Hillary Clinton. Auk samfélagsmiðlaherferðarinnar stálu rússneskir hakkarar tölvupóstum framboðs hennar og landsnefndar Demókrataflokksins sem þeir komu svo í birtingu í gegnum uppljóstranavefinn Wikileaks. Að þessu sinni virðast Rússarnir beina kröftum sínum að myndadeiliforritinu Instagram sem er í eigu Facebook. Þar dreifa þeir efni um bandarísk stjórnmál og myndefni gegn frambjóðendum í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar, að sögn Washington Post. Einn rússnesku reikninganna var þannig gerður í nafni blökkumanns í Michigan sem gagnrýndi Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, fyrir klúður í málefnum ólíkra kynþátta í Bandaríkjunum undir myllumerkinu „#Svörtlífskiptamáli“. Aðrir rússneskir reikningar studdu Bernie Sanders. Auk rússnesku reikninganna fölsku segist Facebook hafa fjarlægt þrjár misvísandi samfélagsmiðlaherferðir sem tengjast Írönum.Veik viðbrögð gáfu fleiri ríkjum skotleyfi Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook, sagði Washington Post í síðustu viku að upplýsingafals á samfélagsmiðlum hafi versnað frá árinu 2016, meðal annars vegna slælegra viðbragða bandarískra stjórnvalda við tilraunum Rússa til afskipta. „Því miður voru viðbrögð Bandaríkjanna við Rússlandi ekki sérstaklega sterk eftir 2016 þannig að það sendi öðrum löndum skilaboð að þau gætu tekið þátt í þessu líka,“ sagði hann. Fyrir utan upplýsingafalsið sem fer fram í gegnum falska reikninga hefur Zuckerberg og Facebook legið undir gagnrýni fyrir að leyfa lygar og stoðlausar fullyrðingar í stjórnmálaauglýsingum á samfélagsmiðlinum.
Bandaríkin Facebook Rússland Tengdar fréttir Bandaríkjamenn slökktu á „Tröllaverksmiðjunni“ fyrir þingkosningarnar Bandaríski herinn kom í veg fyrir að starfsmenn "Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu í St. Pétursborg í Rússlandi hefðu aðgang að internetinu í aðdraganda bandarísku þingkosninganna í vetur. 26. febrúar 2019 23:15 Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Bandaríkjamenn slökktu á „Tröllaverksmiðjunni“ fyrir þingkosningarnar Bandaríski herinn kom í veg fyrir að starfsmenn "Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu í St. Pétursborg í Rússlandi hefðu aðgang að internetinu í aðdraganda bandarísku þingkosninganna í vetur. 26. febrúar 2019 23:15
Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00