Umhverfismál og varnarmál í brennidepli á Norðurlandaráðsþingi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. október 2019 12:01 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er mætt til Stokkhólms þar sem hún sækir Norðurlandaráðsþing næstu daga. Vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst skilja sátt við formennskutíð Íslands í Norrænu ráðherranefndinni sem er senn að ljúka. Hún auk annarra ráðherra og þingmanna sækir Norðurlandaráðsþing sem hefst í Stokkhólmi á morgun. Umhverfismál og öryggis- og varnarmál eru meðal þess sem verður í brennidepli á þinginu. Forsætisráðherra segir að þar verði ekki aðeins fjallað um „hefðbundnar og gamaldags“ hugmynd um hernað heldur einnig aðrar nútímaógnir. Alls sækja 87 þingmenn Norðurlandaráðsþing en þingið er stærsti norræni stjórnmálaviðburður ársins. Þar mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra meðal annars funda með öðrum forsætisráðherrum Norðurlanda. „Ísland er auðvitað að fara að ljúka sinni formennsku, sínu formennskuári hér í Norrænu ráðherranefndinni þannig að hér munu vera íslenskir ráðherrar svona að stýra ráðherrafundum og síðan munu norrænir forsætisráðherrar taka þátt í sérstakri umræðu um hlutverk stjórnmálaflokka og grasrótarhreyfinga í þeim stóru áskorunum sem blasa við þegar kemur að loftslagsvánni,“ segir Katrín. Í kjölfar fundar norrænna forsætisráðherra á miðvikudaginn verður sérstakur fundur með fulltrúum ungmenna frá norðurlöndunum. „Tileinkaður þessari framtíðarsýn sem við samþykktum í Reykjavík, í Viðey í sumar, þar sem við ætluðum að leggja ofuráherslu á umhverfismálin til lengri tíma og nú ætlum við einmitt að fá að hlýða á sjónarmið ungmenna beint. Það er hluti af okkar formennskuáætlun Íslendinga, þar sem við vildum setja ungmenni meira í fókus og heyra meira hvað þau hafa að segja.“ Þá verða öryggismál einnig í brennidepli. „Það er tillaga inni á þinginu sjálfu, um það sem við getum kallað aukið samstarf um samfélagslegt öryggi á Norðurlöndum,“ segir Katrín. „Við höfum séð það að áhugi er alltaf að aukast hjá norrænum þingmönnum og norrænum ráðherrum um að styrkja samstarf Norðurlandanna þegar kemur að þessari breiðu sýn á öryggismál. Og þá erum við ekki bara að tala um þessa hefðbundnu, gamaldags hugmynd um hernað heldur líka einmitt um umhverfisvá, netöryggi og annað slíkt.“ Loftslagsmál Svíþjóð Umhverfismál Utanríkismál Varnarmál Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst skilja sátt við formennskutíð Íslands í Norrænu ráðherranefndinni sem er senn að ljúka. Hún auk annarra ráðherra og þingmanna sækir Norðurlandaráðsþing sem hefst í Stokkhólmi á morgun. Umhverfismál og öryggis- og varnarmál eru meðal þess sem verður í brennidepli á þinginu. Forsætisráðherra segir að þar verði ekki aðeins fjallað um „hefðbundnar og gamaldags“ hugmynd um hernað heldur einnig aðrar nútímaógnir. Alls sækja 87 þingmenn Norðurlandaráðsþing en þingið er stærsti norræni stjórnmálaviðburður ársins. Þar mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra meðal annars funda með öðrum forsætisráðherrum Norðurlanda. „Ísland er auðvitað að fara að ljúka sinni formennsku, sínu formennskuári hér í Norrænu ráðherranefndinni þannig að hér munu vera íslenskir ráðherrar svona að stýra ráðherrafundum og síðan munu norrænir forsætisráðherrar taka þátt í sérstakri umræðu um hlutverk stjórnmálaflokka og grasrótarhreyfinga í þeim stóru áskorunum sem blasa við þegar kemur að loftslagsvánni,“ segir Katrín. Í kjölfar fundar norrænna forsætisráðherra á miðvikudaginn verður sérstakur fundur með fulltrúum ungmenna frá norðurlöndunum. „Tileinkaður þessari framtíðarsýn sem við samþykktum í Reykjavík, í Viðey í sumar, þar sem við ætluðum að leggja ofuráherslu á umhverfismálin til lengri tíma og nú ætlum við einmitt að fá að hlýða á sjónarmið ungmenna beint. Það er hluti af okkar formennskuáætlun Íslendinga, þar sem við vildum setja ungmenni meira í fókus og heyra meira hvað þau hafa að segja.“ Þá verða öryggismál einnig í brennidepli. „Það er tillaga inni á þinginu sjálfu, um það sem við getum kallað aukið samstarf um samfélagslegt öryggi á Norðurlöndum,“ segir Katrín. „Við höfum séð það að áhugi er alltaf að aukast hjá norrænum þingmönnum og norrænum ráðherrum um að styrkja samstarf Norðurlandanna þegar kemur að þessari breiðu sýn á öryggismál. Og þá erum við ekki bara að tala um þessa hefðbundnu, gamaldags hugmynd um hernað heldur líka einmitt um umhverfisvá, netöryggi og annað slíkt.“
Loftslagsmál Svíþjóð Umhverfismál Utanríkismál Varnarmál Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Sjá meira