Umhverfismál og varnarmál í brennidepli á Norðurlandaráðsþingi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. október 2019 12:01 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er mætt til Stokkhólms þar sem hún sækir Norðurlandaráðsþing næstu daga. Vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst skilja sátt við formennskutíð Íslands í Norrænu ráðherranefndinni sem er senn að ljúka. Hún auk annarra ráðherra og þingmanna sækir Norðurlandaráðsþing sem hefst í Stokkhólmi á morgun. Umhverfismál og öryggis- og varnarmál eru meðal þess sem verður í brennidepli á þinginu. Forsætisráðherra segir að þar verði ekki aðeins fjallað um „hefðbundnar og gamaldags“ hugmynd um hernað heldur einnig aðrar nútímaógnir. Alls sækja 87 þingmenn Norðurlandaráðsþing en þingið er stærsti norræni stjórnmálaviðburður ársins. Þar mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra meðal annars funda með öðrum forsætisráðherrum Norðurlanda. „Ísland er auðvitað að fara að ljúka sinni formennsku, sínu formennskuári hér í Norrænu ráðherranefndinni þannig að hér munu vera íslenskir ráðherrar svona að stýra ráðherrafundum og síðan munu norrænir forsætisráðherrar taka þátt í sérstakri umræðu um hlutverk stjórnmálaflokka og grasrótarhreyfinga í þeim stóru áskorunum sem blasa við þegar kemur að loftslagsvánni,“ segir Katrín. Í kjölfar fundar norrænna forsætisráðherra á miðvikudaginn verður sérstakur fundur með fulltrúum ungmenna frá norðurlöndunum. „Tileinkaður þessari framtíðarsýn sem við samþykktum í Reykjavík, í Viðey í sumar, þar sem við ætluðum að leggja ofuráherslu á umhverfismálin til lengri tíma og nú ætlum við einmitt að fá að hlýða á sjónarmið ungmenna beint. Það er hluti af okkar formennskuáætlun Íslendinga, þar sem við vildum setja ungmenni meira í fókus og heyra meira hvað þau hafa að segja.“ Þá verða öryggismál einnig í brennidepli. „Það er tillaga inni á þinginu sjálfu, um það sem við getum kallað aukið samstarf um samfélagslegt öryggi á Norðurlöndum,“ segir Katrín. „Við höfum séð það að áhugi er alltaf að aukast hjá norrænum þingmönnum og norrænum ráðherrum um að styrkja samstarf Norðurlandanna þegar kemur að þessari breiðu sýn á öryggismál. Og þá erum við ekki bara að tala um þessa hefðbundnu, gamaldags hugmynd um hernað heldur líka einmitt um umhverfisvá, netöryggi og annað slíkt.“ Loftslagsmál Svíþjóð Umhverfismál Utanríkismál Varnarmál Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Sérstök öryggisstofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst skilja sátt við formennskutíð Íslands í Norrænu ráðherranefndinni sem er senn að ljúka. Hún auk annarra ráðherra og þingmanna sækir Norðurlandaráðsþing sem hefst í Stokkhólmi á morgun. Umhverfismál og öryggis- og varnarmál eru meðal þess sem verður í brennidepli á þinginu. Forsætisráðherra segir að þar verði ekki aðeins fjallað um „hefðbundnar og gamaldags“ hugmynd um hernað heldur einnig aðrar nútímaógnir. Alls sækja 87 þingmenn Norðurlandaráðsþing en þingið er stærsti norræni stjórnmálaviðburður ársins. Þar mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra meðal annars funda með öðrum forsætisráðherrum Norðurlanda. „Ísland er auðvitað að fara að ljúka sinni formennsku, sínu formennskuári hér í Norrænu ráðherranefndinni þannig að hér munu vera íslenskir ráðherrar svona að stýra ráðherrafundum og síðan munu norrænir forsætisráðherrar taka þátt í sérstakri umræðu um hlutverk stjórnmálaflokka og grasrótarhreyfinga í þeim stóru áskorunum sem blasa við þegar kemur að loftslagsvánni,“ segir Katrín. Í kjölfar fundar norrænna forsætisráðherra á miðvikudaginn verður sérstakur fundur með fulltrúum ungmenna frá norðurlöndunum. „Tileinkaður þessari framtíðarsýn sem við samþykktum í Reykjavík, í Viðey í sumar, þar sem við ætluðum að leggja ofuráherslu á umhverfismálin til lengri tíma og nú ætlum við einmitt að fá að hlýða á sjónarmið ungmenna beint. Það er hluti af okkar formennskuáætlun Íslendinga, þar sem við vildum setja ungmenni meira í fókus og heyra meira hvað þau hafa að segja.“ Þá verða öryggismál einnig í brennidepli. „Það er tillaga inni á þinginu sjálfu, um það sem við getum kallað aukið samstarf um samfélagslegt öryggi á Norðurlöndum,“ segir Katrín. „Við höfum séð það að áhugi er alltaf að aukast hjá norrænum þingmönnum og norrænum ráðherrum um að styrkja samstarf Norðurlandanna þegar kemur að þessari breiðu sýn á öryggismál. Og þá erum við ekki bara að tala um þessa hefðbundnu, gamaldags hugmynd um hernað heldur líka einmitt um umhverfisvá, netöryggi og annað slíkt.“
Loftslagsmál Svíþjóð Umhverfismál Utanríkismál Varnarmál Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Sérstök öryggisstofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Sjá meira