Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk nú skömmu eftir klukkan sex tilkynningu um að eldur logaði í ruslageymslu í fjölbýlishúsi að Jörfabakka í Breiðholti.
Varðstjóri sagði í samtali við fréttastofu að áhafnir á tveimur slökkvistöðvum hefðu verið sendar af stað. Ekki liggur fyrir hversu mikill eldur logar.
Uppfært 18:53
Tekist hefur að ráða niðurlögum eldsins. Varðstjóri sagði í samtali við fréttastofu á íbúum hafi tekist að slá á mestan eld í ruslageymslunni þegar slökkvilið kom á vettvang. Slökkviliðsmenn hafi slökkt í glæðum og tryggt að eldurinn tæki sig ekki upp aftur.
Þá komst reykur inn í stigahús fjölbýlishússins sem þurfti að reykræsta. Ekki kom til þess að rýma þurfti íbúðir. Aðgerðum á vettvangi er lokið.
