Erlent

Þriðja hvert barn vannært

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
UNICEF einbeitti sér að næringu og matarræði í skýrslunni.
UNICEF einbeitti sér að næringu og matarræði í skýrslunni. Mynd/UNICEF
Eitt af hverjum þremur börnum undir fimm ára aldri býr við vannæringu og tvöfalt fleiri við lélegt mataræði. Þetta segir í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna.

Í fyrsta skipti í tuttugu ár fjallar The State of the World's Children, árleg flaggskipsskýrsla UNICEF, um stöðu barna með tilliti til næringar og mataræðis. Niðurstöðurnar eru afar neikvæðar og segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF, að tölurnar sem birtast í skýrslunni séu ekki einungis slæmar fyrir hin vannærðu börn heldur fyrir allt mannkynið.

Vandinn er mestur í Suður-Asíu, þar sem helmingur barna þjáist annað hvort af ofþyngd eða vannæringu. Staðan er litlu skárri í Austur- og Suður-Afríku þar sem hlutfallið er 42 prósent og svo rúm 39 prósent í Vestur- og Mið-Afríku.

UNICEF leggur meðal annars til að matarbirgjar verði hvattir til þess að útvega börnum hollan, einfaldan og ódýran mat, að heilbrigt fæðuumhverfi verði skapað, að fjölskyldur verði valdefldar til að krefjast næringarríkrar fæðu og að dregið verði úr framboði á óhollri fæðu með sykursköttum og sambærilegri löggjöf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×