Billy Porter mun leika álfkonuna í nýrri mynd um Öskubusku.getty/Dimitrios Kambouris
Billy Porter mun leika álfkonuna í nýrri mynd Sony kvikmyndaversins um Öskubusku. Frá þessu er greint á vef Deadline.
Hann staðfesti þetta þegar hann tók þátt í pallborði á New Yorker hátíðinni en þar sagðist hann leika álfkonuna en staðfest hefur verið að söng- og leikkonan Camila Cabello muni leika Öskubusku.
Billy Porter var fyrsti svarti, samkynhneigði maðurinn til að vinna til Emmy verðlauna fyrir besta aðalleikara í drama þáttum.getty/Frazer HarrisonLeikarinn hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn en hann leikur Pray Tell í þáttunum Pose og varð nýlega fyrsti svarti samkynhneigði maðurinn til að vinna Emmy verðlaun fyrir besta aðalleikara í drama þáttum.
Billy Porter á MET Gala fyrr á þessu ári.getty/Dimitrios KambourisÞá hefur hann vakið mikla athygli fyrir klæðaburð sinn á rauða dreglinum en hann er ekki feiminn við það að klæðast fötum sem talin eru kvenmannsföt. Hann vakti þá sérstaka athygli á MET Gala þessa árs þar sem hann var klæddur gylltu frá toppi til táar og var borinn inn á rauða dregilinn af fjórum mönnum.
Porter hefur vakið mikla athygli fyrir klæðaburð sinn á rauða dreglinum.getty/John Shearer