Hárprúðir og valdamiklir Sandra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar 16. október 2019 15:15 Boris Johnsson og Donald Trump þykja um margt líkir. NORDICPHOTOS/GETTY Tíðrætt er um hárprýði Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands. Báðir skarta þunnu ljósu hár sem stendur oft út í allar áttir. Hvort það er meðvituð tískuyfirlýsing er óstaðfest. Hárið á Trump hefur lengi verið á milli tannanna á fólki, enda þykir hann greiða sér á mjög sérstakan hátt. Hann er mögulega að reyna að fela skalla með þessari greiðslu sem er orðin nokkurs konar vörumerki fyrir hann. Boris Johnsson virðist ekki leggja mikla áherslu á að greiða sér. NORDICPHOTOS/GETTYEitt er víst að ef Donald Trump færi í klippingu þá yrði það saga til næsta bæjar og kannski er Trump meðvitað að bíða eftir rétta tækifærinu til að beina athyglinni þangað. Boris Johnson tók við forsætisráðherraembættinu í Bretlandi eftir að Theresa May sagði af sér og lét af embætti í júní á þessu ári. Það vakti fljótt athygli hversu líkir þeir eru að mörgu leyti, þeir Johnson og Trump.Frægasta hárgreiðsla í heimi. NORDICPHOTOS/GETTYJohnson virðist vera nákvæmlega sama um hvernig hárið á honum lítur út, enda er það oftar en ekki úfið eins og hann hafi nýstigið inn úr hvirfilbyl þegar hann kemur fram opinberlega. Hann virðist ekki leggja eins mikla áherslu og Trump á að greiða það á ákveðinn hátt. Þrátt fyrir það hafa komið upp umræður um líkindi með hárinu á þeim. Enda minnir greiðslan hans Trumps frekar á úfið hreiður en snyrtilega greitt hár.Davíð Oddson með mikið dökkt og krullað hár . FRÉTTABLAÐIÐ/GVASkrifaðar hafa verið blaðagreinar þar sem stílistar ræða hárið á þeim Trump og Johnson og gefa þeim ráð um hvernig þeir geta hugsað um hárið á sér svo það líti snyrtilegar út. Þá hafa stílistar í Hollywood kosið um hvor hefur verra hár og einn lét hafa eftir sér að af tvennu illu væri hárið á Boris Johnsson skárra, enda væri greiðsla Donalds Trumps ljótasta hárgreiðsla allra tíma.Dagur B. Eggertsson með úfnar krullur. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARILjósgulleitt úfið hár með rauðum blæ virðist ekki vera líklegt til að ná langt í stjórnmálum á Íslandi, ekki enn þá að minnsta kosti. En skyldi einhver hárgreiðsla á stjórnmálamönnum vera líklegri en önnur til þess að koma þeim sem hana ber til valda? Það þarf ekki að velta því lengi fyrir sér áður en Davíð Oddsson og Dagur B. Eggertsson koma upp í hugann. Báðir hafa þeir gegnt embætti borgarstjóra í Reykjavík og báðir eru þeir, eða voru, með mikið dökkt og krullað hár. Það mætti því slá þeirri kenningu fram að vilji menn verða borgarstjórar í höfuðborg okkar Íslendinga sé ekki vitlaust að skella sér í permanent og dökkar strípur. Brexit Donald Trump Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Tíðrætt er um hárprýði Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands. Báðir skarta þunnu ljósu hár sem stendur oft út í allar áttir. Hvort það er meðvituð tískuyfirlýsing er óstaðfest. Hárið á Trump hefur lengi verið á milli tannanna á fólki, enda þykir hann greiða sér á mjög sérstakan hátt. Hann er mögulega að reyna að fela skalla með þessari greiðslu sem er orðin nokkurs konar vörumerki fyrir hann. Boris Johnsson virðist ekki leggja mikla áherslu á að greiða sér. NORDICPHOTOS/GETTYEitt er víst að ef Donald Trump færi í klippingu þá yrði það saga til næsta bæjar og kannski er Trump meðvitað að bíða eftir rétta tækifærinu til að beina athyglinni þangað. Boris Johnson tók við forsætisráðherraembættinu í Bretlandi eftir að Theresa May sagði af sér og lét af embætti í júní á þessu ári. Það vakti fljótt athygli hversu líkir þeir eru að mörgu leyti, þeir Johnson og Trump.Frægasta hárgreiðsla í heimi. NORDICPHOTOS/GETTYJohnson virðist vera nákvæmlega sama um hvernig hárið á honum lítur út, enda er það oftar en ekki úfið eins og hann hafi nýstigið inn úr hvirfilbyl þegar hann kemur fram opinberlega. Hann virðist ekki leggja eins mikla áherslu og Trump á að greiða það á ákveðinn hátt. Þrátt fyrir það hafa komið upp umræður um líkindi með hárinu á þeim. Enda minnir greiðslan hans Trumps frekar á úfið hreiður en snyrtilega greitt hár.Davíð Oddson með mikið dökkt og krullað hár . FRÉTTABLAÐIÐ/GVASkrifaðar hafa verið blaðagreinar þar sem stílistar ræða hárið á þeim Trump og Johnson og gefa þeim ráð um hvernig þeir geta hugsað um hárið á sér svo það líti snyrtilegar út. Þá hafa stílistar í Hollywood kosið um hvor hefur verra hár og einn lét hafa eftir sér að af tvennu illu væri hárið á Boris Johnsson skárra, enda væri greiðsla Donalds Trumps ljótasta hárgreiðsla allra tíma.Dagur B. Eggertsson með úfnar krullur. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARILjósgulleitt úfið hár með rauðum blæ virðist ekki vera líklegt til að ná langt í stjórnmálum á Íslandi, ekki enn þá að minnsta kosti. En skyldi einhver hárgreiðsla á stjórnmálamönnum vera líklegri en önnur til þess að koma þeim sem hana ber til valda? Það þarf ekki að velta því lengi fyrir sér áður en Davíð Oddsson og Dagur B. Eggertsson koma upp í hugann. Báðir hafa þeir gegnt embætti borgarstjóra í Reykjavík og báðir eru þeir, eða voru, með mikið dökkt og krullað hár. Það mætti því slá þeirri kenningu fram að vilji menn verða borgarstjórar í höfuðborg okkar Íslendinga sé ekki vitlaust að skella sér í permanent og dökkar strípur.
Brexit Donald Trump Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira