Lífið

Steindi setti Pétur Jóhann í þrönga stöðu og nánast neyddi hann í hlutverkið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Martraðarkaffiboð.
Martraðarkaffiboð.
Í þættinum Góðum landsmönnum á Stöð 2 í gærkvöldi kom í ljós að tökur fyrir kvikmyndina Þorsta eru að hefjast.

Steindi fékk þau skilaboð frá Sambíóunum að hann þyrfti að fá þekkta vini til að leika í kvikmyndinni og fékk hann því Pétur Jóhann til að taka þátt.

Hann hitti aftur á móti Pétur þegar hann var í kaffiboði hjá tengdamóður sinni og setti hann í heldur þrönga stöðu. Kaffiboðið var vægast sagt skrautlegt og stíflaði meðal annars Steindi klósettið.

Hér að neðan má sjá atriðið í heild sinni.


Tengdar fréttir

Ný lokastikla úr Þorsta stranglega bönnuð börnum

Kvikmyndin Þorsti hefur verið í bígerð síðustu vikur samhliða þáttunum Góðum landsmönnum á Stöð 2. Þar fer sjónvarpsmaðurinn Steinþór Hróar Steinþórsson á kostum og gerir allt til þess að Þorsti verði að veruleika.

Rosalegt sýnishorn úr gay vampíru sprautufíklamynd Steinda

Í ljós kemur að hér er sannanlega er kvikmynd á leiðinni og meðal þeirra sem koma við sögu eru leikararnir Ingvar E. Sigurðsson, Herra Hnetusmjör, Aron Már Ólafsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og fjölmargir aðrir.

Steindi safnar fyrir kvikmyndinni

"Hjálpaðu Steinda að hjálpa Hirti (sem er held ég alveg að fara að deyja) og leikhópnum X að gera alvöru bíómynd þar sem þau munu loksins fá að vera í aðalhlutverki. Án ykkar deyr hann gleymdur maður. Viljið þið hafa það á samviskunni?“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×