Fyrsta tap Chiefs | Green Bay á flugi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. október 2019 10:00 Mahomes var loksins sigraður í nótt. vísir/getty Öllum að óvörum tapaði Kansas City Chiefs í nótt á heimavelli fyrir Indianapolis Colts. Kansas er því ekki lengur með fullt hús í NFL-deildinni. Það eru aðeins New England Patriots og San Francisco 49ers sem eru núna með fullt hús en 49ers er reyndar aðeins búið að spila þrjá leiki en Patriots fimm. Denver Broncos vann sinn fyrsta leik um helgina sem og Arizona Cardinals. Einu liðin sem hafa ekki unnið leik eru Washington Redskins, Cincinnati Bengals og Miami Dolphins. Sterk vörn og góður hlaupaleikur lagði grunninn að sigri Colts gegn Chiefs í nótt. Patrick Mahomes, leikstjórnandi Chiefs, endaði með 320 jarda og aðeins eina snertimarkssendingu sem þykir ekki mikið á þeim bænum.FINAL: @Colts take down the Chiefs! #INDvsKC#Colts (by @Lexus) pic.twitter.com/3lJTb3eqcS — NFL (@NFL) October 7, 2019 Aaron Rodgers, leikstjórnandi Packers, er nánast alltaf góður gegn Dallas Cowboys og það breyttist ekkert í gær. Packers gjörsamlega keyrði yfir Kúrekana og komst í 31-3. Þá fór liðið að slaka fullmikið á og gaf Kúrekunum von. Leikstjórnandi þeirra, Dak Prescott, kastaði boltanum aftur á móti þrisvar í hendur andstæðinganna og það reyndist of stór biti. Packers er 4-1 en Cowboys 3-2. Hlaupari Packers, Aaron Jones, átti leik lífs síns og skoraði fjögur snertimörk. Það er jöfnun á félagsmeti.FINAL: Aaron Jones' four TDs lead the @packers to a big road win! #GoPackGo#GBvsDALpic.twitter.com/OCoBQAwyuE — NFL (@NFL) October 7, 2019 Meistarar New England Patriots hafa byrjað leiktíðina fullkomlega og Washington Redskins var engin hindrun fyrir Tom Brady og félaga. Brady náði enn einum áfanganum á sínum ferli í þessum leik er hann komst upp fyrir Brett Favre og í þriðja sætið yfir þá leikstjórnendur sem hafa kastað lengst á ferlinum.FINAL: The @Patriots stay perfect! #NEvsWASpic.twitter.com/nPZEMFoPVl — NFL (@NFL) October 6, 2019Úrslit: Kansas City-Indianapolis 13-19 Carolina-Jacksonville 34-27 Cincinnati-Arizona 23-26 Houston-Atlanta 53-32 New Orleans-Tampa Bay 31-24 NY Giants-Minnesota 10-28 Oakland-Chicago 24-21 Philadelphia-NY Jets 31-6 Pittsburgh-Baltimore 23-26 Tennessee-Buffalo 7-14 Washington-New England 7-33 LA Chargers-Denver 13-20 Dallas-Green Bay 24-34Í nótt: San Francisco - ClevelandStaðan í NFL-deildinni. NFL Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Sjá meira
Öllum að óvörum tapaði Kansas City Chiefs í nótt á heimavelli fyrir Indianapolis Colts. Kansas er því ekki lengur með fullt hús í NFL-deildinni. Það eru aðeins New England Patriots og San Francisco 49ers sem eru núna með fullt hús en 49ers er reyndar aðeins búið að spila þrjá leiki en Patriots fimm. Denver Broncos vann sinn fyrsta leik um helgina sem og Arizona Cardinals. Einu liðin sem hafa ekki unnið leik eru Washington Redskins, Cincinnati Bengals og Miami Dolphins. Sterk vörn og góður hlaupaleikur lagði grunninn að sigri Colts gegn Chiefs í nótt. Patrick Mahomes, leikstjórnandi Chiefs, endaði með 320 jarda og aðeins eina snertimarkssendingu sem þykir ekki mikið á þeim bænum.FINAL: @Colts take down the Chiefs! #INDvsKC#Colts (by @Lexus) pic.twitter.com/3lJTb3eqcS — NFL (@NFL) October 7, 2019 Aaron Rodgers, leikstjórnandi Packers, er nánast alltaf góður gegn Dallas Cowboys og það breyttist ekkert í gær. Packers gjörsamlega keyrði yfir Kúrekana og komst í 31-3. Þá fór liðið að slaka fullmikið á og gaf Kúrekunum von. Leikstjórnandi þeirra, Dak Prescott, kastaði boltanum aftur á móti þrisvar í hendur andstæðinganna og það reyndist of stór biti. Packers er 4-1 en Cowboys 3-2. Hlaupari Packers, Aaron Jones, átti leik lífs síns og skoraði fjögur snertimörk. Það er jöfnun á félagsmeti.FINAL: Aaron Jones' four TDs lead the @packers to a big road win! #GoPackGo#GBvsDALpic.twitter.com/OCoBQAwyuE — NFL (@NFL) October 7, 2019 Meistarar New England Patriots hafa byrjað leiktíðina fullkomlega og Washington Redskins var engin hindrun fyrir Tom Brady og félaga. Brady náði enn einum áfanganum á sínum ferli í þessum leik er hann komst upp fyrir Brett Favre og í þriðja sætið yfir þá leikstjórnendur sem hafa kastað lengst á ferlinum.FINAL: The @Patriots stay perfect! #NEvsWASpic.twitter.com/nPZEMFoPVl — NFL (@NFL) October 6, 2019Úrslit: Kansas City-Indianapolis 13-19 Carolina-Jacksonville 34-27 Cincinnati-Arizona 23-26 Houston-Atlanta 53-32 New Orleans-Tampa Bay 31-24 NY Giants-Minnesota 10-28 Oakland-Chicago 24-21 Philadelphia-NY Jets 31-6 Pittsburgh-Baltimore 23-26 Tennessee-Buffalo 7-14 Washington-New England 7-33 LA Chargers-Denver 13-20 Dallas-Green Bay 24-34Í nótt: San Francisco - ClevelandStaðan í NFL-deildinni.
NFL Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Sjá meira