Íranir kynna friðarsamkomulag á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. september 2019 11:28 Hassan Rouhani, leiðtogi Íran, flytur ræðu á 39 ára afmælisfögnuði stríðsins á milli Íran og Írak. AP Hassan Rouhani, leiðtogi Íran, varar við því utanaðkomandi hersveitir ógni friði og öryggi á Persaflóa. Þetta sagði hann eftir að yfirvöld Bandaríkjanna tilkynntu að verið væri að senda bandarískar hersveitir á svæðið. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Rouhani sagði „þjáningu og sársauka“ alltaf fylgja utanaðkomandi hersveitum og þær ætti ekki að nota í „hernaðarkapphlaupi.“ Bandaríkin eru að senda fleiri hersveitir til Sádi Arabíu eftir að ráðist var á sádi-arabískar olíuframleiðslustöðvar en bæði ríkin kenna Íran um árásina. Rouhani bætti við að Íran myndi kynna friðarsamkomulag fyrir Persaflóasvæðið á næstu dögum á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem haldið verður í New York. Spenna á milli Bandaríkjanna og Íran hefur farið vaxandi á árinu eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dró ríkið einhliða úr kjarnorkusamningi sem gerður var til að takmarka kjarnorkuvinnslu Íran. Í staðin var viðskiptaþvingunum létt á Íran en Bandaríkin hafa hert þær undanfarna mánuði.Hassan Rouhani ásamt æðstu herforingjum íranska hersins.APÁrás var gerð á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar í Abqaiq og Khurais þann 14. september síðastliðinn. Jemenskir húta-uppreisnarmenn, sem njóta stuðnings Íran, tóku ábyrgð á árásinni en bæði Bandaríkin og Sádi Arabía segja Íran vera á bak við árásina, sem yfirvöld í Tehran neita harðlega. Rouhani talaði um hersveitirnar utanaðkomandi á fundi sem haldinn var í tilefni af því að 39 ár voru liðin frá því að stríð á milli Íran og Írak hófst, en stríði stóð yfir frá 1980 til 1988 og hófst 22. september 1980. „Utanaðkomandi hersveitir geta valdið vandamálum og óöryggi fyrir fólkið okkar og fyrir svæðið okkar,“ sagði í ræðu sinni, sem var sjónvarpað. Hann sagði að slíkar hersveitir hafi valdið „hamförum“ og sagði þeim að halda sér í burtu. Rouhani sagði að friðarsamkomulagið verði kynnt fyrir Sameinuðu þjóðunum á meðan á Allsherjarþinginu stendur sem hefst á þriðjudag og fer fram í New York þar sem höfuðstöðvar SÞ eru. Hann gaf ekki upp nein smáatriði um samkomulagið en sagði að hægt væri að halda friði á Hormússundi ef löndin þar í kring legðu sitt af mörkum. Þá sagði hann að Íran væri „tilbúið að fyrirgefa gömul mistök“ nágranna sinna. „Á þessum mikilvægu og sögulegu tímum tilkynnum við nágrönnum okkar að við réttum fram bræðralags- og vinarhönd,“ bætti hann við. Húta-uppreisnarmenn hafa einnig tilkynnt vilja til að semja um frið og sögðu þeir að öllum árásum á Sádi-Arabíu yrði hætt ef konungsríkið og bandamenn þeirra gerðu slíkt hið sama. Bandaríkin Írak Íran Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Tengdar fréttir Sádar segjast ætla að sanna aðkomu Íran að árásinni Yfirvöld Sádi-Arabíu segjast ætla að opinbera í dag sönnunargögn um að Íranar beri ábyrgð á árás á olíuvinnslustöð, þá stærstu í heimi, þar í landi um helgina. 18. september 2019 08:55 Bandaríkin senda hermenn til Sádi-Arabíu Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt að hún hyggist senda bandaríska hermenn til Sádi-Arabíu eftir að drónaárás var gerð stærstu olíuvinnslustöð heimsins, fyrr í mánuðinum. Bandaríkin og Sádar saka stjórnvöld í Íran um að bera ábyrgð á árásinni. 21. september 2019 08:45 Segja brakið sanna að Íran hafi staðið að baki árásunum Varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu segir að brak drónanna og eldflauganna sem skotið var á Abqaiq olíuvinnslustöðina þar í landi staðfesti að Íranir séu á bakvið árásina. 18. september 2019 23:54 Senda hermenn til Sádi-Arabíu að verjast frekari árásum Bandaríkjastjórn tilkynnti í nótt að hún hygðist senda bandaríska hermenn til Sádi-Arabíu vegna drónaárásar sem var gerð á stærstu olíuvinnslustöð heimsins, fyrr í mánuðinum. 21. september 2019 20:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Hassan Rouhani, leiðtogi Íran, varar við því utanaðkomandi hersveitir ógni friði og öryggi á Persaflóa. Þetta sagði hann eftir að yfirvöld Bandaríkjanna tilkynntu að verið væri að senda bandarískar hersveitir á svæðið. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Rouhani sagði „þjáningu og sársauka“ alltaf fylgja utanaðkomandi hersveitum og þær ætti ekki að nota í „hernaðarkapphlaupi.“ Bandaríkin eru að senda fleiri hersveitir til Sádi Arabíu eftir að ráðist var á sádi-arabískar olíuframleiðslustöðvar en bæði ríkin kenna Íran um árásina. Rouhani bætti við að Íran myndi kynna friðarsamkomulag fyrir Persaflóasvæðið á næstu dögum á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem haldið verður í New York. Spenna á milli Bandaríkjanna og Íran hefur farið vaxandi á árinu eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dró ríkið einhliða úr kjarnorkusamningi sem gerður var til að takmarka kjarnorkuvinnslu Íran. Í staðin var viðskiptaþvingunum létt á Íran en Bandaríkin hafa hert þær undanfarna mánuði.Hassan Rouhani ásamt æðstu herforingjum íranska hersins.APÁrás var gerð á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar í Abqaiq og Khurais þann 14. september síðastliðinn. Jemenskir húta-uppreisnarmenn, sem njóta stuðnings Íran, tóku ábyrgð á árásinni en bæði Bandaríkin og Sádi Arabía segja Íran vera á bak við árásina, sem yfirvöld í Tehran neita harðlega. Rouhani talaði um hersveitirnar utanaðkomandi á fundi sem haldinn var í tilefni af því að 39 ár voru liðin frá því að stríð á milli Íran og Írak hófst, en stríði stóð yfir frá 1980 til 1988 og hófst 22. september 1980. „Utanaðkomandi hersveitir geta valdið vandamálum og óöryggi fyrir fólkið okkar og fyrir svæðið okkar,“ sagði í ræðu sinni, sem var sjónvarpað. Hann sagði að slíkar hersveitir hafi valdið „hamförum“ og sagði þeim að halda sér í burtu. Rouhani sagði að friðarsamkomulagið verði kynnt fyrir Sameinuðu þjóðunum á meðan á Allsherjarþinginu stendur sem hefst á þriðjudag og fer fram í New York þar sem höfuðstöðvar SÞ eru. Hann gaf ekki upp nein smáatriði um samkomulagið en sagði að hægt væri að halda friði á Hormússundi ef löndin þar í kring legðu sitt af mörkum. Þá sagði hann að Íran væri „tilbúið að fyrirgefa gömul mistök“ nágranna sinna. „Á þessum mikilvægu og sögulegu tímum tilkynnum við nágrönnum okkar að við réttum fram bræðralags- og vinarhönd,“ bætti hann við. Húta-uppreisnarmenn hafa einnig tilkynnt vilja til að semja um frið og sögðu þeir að öllum árásum á Sádi-Arabíu yrði hætt ef konungsríkið og bandamenn þeirra gerðu slíkt hið sama.
Bandaríkin Írak Íran Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Tengdar fréttir Sádar segjast ætla að sanna aðkomu Íran að árásinni Yfirvöld Sádi-Arabíu segjast ætla að opinbera í dag sönnunargögn um að Íranar beri ábyrgð á árás á olíuvinnslustöð, þá stærstu í heimi, þar í landi um helgina. 18. september 2019 08:55 Bandaríkin senda hermenn til Sádi-Arabíu Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt að hún hyggist senda bandaríska hermenn til Sádi-Arabíu eftir að drónaárás var gerð stærstu olíuvinnslustöð heimsins, fyrr í mánuðinum. Bandaríkin og Sádar saka stjórnvöld í Íran um að bera ábyrgð á árásinni. 21. september 2019 08:45 Segja brakið sanna að Íran hafi staðið að baki árásunum Varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu segir að brak drónanna og eldflauganna sem skotið var á Abqaiq olíuvinnslustöðina þar í landi staðfesti að Íranir séu á bakvið árásina. 18. september 2019 23:54 Senda hermenn til Sádi-Arabíu að verjast frekari árásum Bandaríkjastjórn tilkynnti í nótt að hún hygðist senda bandaríska hermenn til Sádi-Arabíu vegna drónaárásar sem var gerð á stærstu olíuvinnslustöð heimsins, fyrr í mánuðinum. 21. september 2019 20:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Sádar segjast ætla að sanna aðkomu Íran að árásinni Yfirvöld Sádi-Arabíu segjast ætla að opinbera í dag sönnunargögn um að Íranar beri ábyrgð á árás á olíuvinnslustöð, þá stærstu í heimi, þar í landi um helgina. 18. september 2019 08:55
Bandaríkin senda hermenn til Sádi-Arabíu Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt að hún hyggist senda bandaríska hermenn til Sádi-Arabíu eftir að drónaárás var gerð stærstu olíuvinnslustöð heimsins, fyrr í mánuðinum. Bandaríkin og Sádar saka stjórnvöld í Íran um að bera ábyrgð á árásinni. 21. september 2019 08:45
Segja brakið sanna að Íran hafi staðið að baki árásunum Varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu segir að brak drónanna og eldflauganna sem skotið var á Abqaiq olíuvinnslustöðina þar í landi staðfesti að Íranir séu á bakvið árásina. 18. september 2019 23:54
Senda hermenn til Sádi-Arabíu að verjast frekari árásum Bandaríkjastjórn tilkynnti í nótt að hún hygðist senda bandaríska hermenn til Sádi-Arabíu vegna drónaárásar sem var gerð á stærstu olíuvinnslustöð heimsins, fyrr í mánuðinum. 21. september 2019 20:00